Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.10.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 43 Tveir námsráðg;jafar starfa nú við Garðaskóla Nemendur með áætlun um framtíð astofnun eftir að hann var fluttur yf- ir til sveitarfélaganna. Kröfumar hafa aukist til skólans og stjómend- ur Garðabæjar hafa bmgðist vel við þannig að skólinn getur sinnt þörf- um nemenda betur en áður. „Mikil- vægt er að styrkja og efla sjálfs- mynd unglinga með aukinni þjónustu í námsráðgjöf, eflingu um- sjónarkennarastarfsins og lífsleikni- námi. Við getum nú unnið meira fyr- irbyggjandi starf í stað þess að sinna eingöngu erfiðustu málunum. Á þessum áram er lagður grannur að fullorðinsáram. Góður stuðning- ur við unglinginn getur ráðið úrslit- um um velferð hans þegar hann vex úr grasi og verður fullvaxta ein- staklingur, segir Gunnlaugur Sig- urðsson, skólastjóri í Garðaskóla. „EINELTISMÁL era forgangs- mál. Það á ekki að bíða með úrlausn eineltismála til morguns. Það á að leysa úr þeim strax og allt annað á að víkja,“ segir Gunnlaugur Sig- urðsson, skólastjóri Garðaskóla. „Grannhugsunin hjá okkur er vellíð- an nemandans. Nemandi, sem líður ekki vel, getur ekki stundað nám sitt eðlilega. Við göngum út frá því að allir vilji standa sig og reynum að hjálpa krökkunum til þess.“ I Garðaskóla era starfandi tveir námsráðgjafar. Nemendur eru 600 talsins í 7.-10. bekk, og því er einn ráðgjafi fyrir hverja 300 nemendur, eins og nefnd á vegum menntamál- aráðherra lagði til árið 1998, að yrði í hverjum grann- og framhalds- skóla. Með fjölgun námsráðgjafa í Garðaskóla gjörbreyttist starfsað- staðan, sem gerir það mögulegt að auka þjónustu við nemendur til muna, bæði persónulega ráðgjöf vegna félagslegs- eða námstengds vanda og ráðgjöf vegna náms- og starfsvals. Náms- og starfsráðgjöf er nú skipulögð með markvissari hætti, þannig að stefnt er að því að nemendur fari úr skólanum með markmið og áætlun um framtíðina - hafi hugmyndir um hvað þeir ætli sér að gera í framtíðinni. Námsráð- gjöfin er opin öllum nemendum. Ráðgjafar í Garðaskóla vinna í tengslum við lífsleikninám með nemendur í minni hópum þar sem farið er markvisst yfir ákvarðanir nemenda við að velja sér nám eða starf að loknu grannskólanámi. Námsráðgjafar Garðaskóla era Sig- ríður Dísa Gunnarsdóttir og Ásta Gunnarsdóttir og segja þær mikil- vægt að veita nemendum stuðning við vandasamar áætlanir um fram- tíðina. Þær telja sjálfskönnun mildl- væga í ferli ákvarðana hjá nemend- um, svo og að skoða alla valkosti sem í boði era og meta þá. Einnig hvaða hindranir geta hugsanlega verið í veginum og gera áætlun hvemig skuli bragðist við þeim. Unnið er að upplýsingasetri um nám og störf í Garðaskóla, þar sem nemendur geta sjálfir aflað sér upp- lýsinga á vefnum, í bæklingum og handbókum um þá möguleika sem í boði eru í framhaldsnámi og á starfsvettvangi. Námsráðgjafamir verða nemendunum þar innan hand- ar. Að mati Gunnlaugs er grannskól- inn mun betri uppeldis- og mennt- Morgunblaðið/Ásdís Ráðgjöf vegna náms- og starfsvals batnar í Garðaskóla. Ásta, Sigríður og Gunnlaugur. aðeins kr. Umræða um frið MANIFESTO P 2000 er yfirlýs- ing um frið sem f$ var samin af §sff hópi friðarverð- launahafa Nób- els og hafa menn eins og Dalal Lama og Jody Williams skrifað undir. UNESCO, menningamiál- astofnun SÞ hefur netumsjón með þessu framtaki. Sagt var frá yfir- lýsingunni í Morgunblaðinu á þriðjudaginn. Þá höfðu 65 íslend- ingar skrifað undir en kl. 13 í gær 208. Vefslóðin er www.unesco.org/- manifesto2000. Spurt er um „Acc- ount number" þegar skrifað er undir og má þá skrifa IND/ICE/- 003/RQE. Markmiðið er að safna 100 milljónum undirskrifta fyrir áramót, áður en áratugur (2001- 2010) friðarmenningar og afnáms ofbeldis gegn bömum hefst, og vekja með því umræður um gildi friðar í sálinni, á heimilinu, í skól- anum, á vinnustaðnum, í hverfinu, samfélaginu, álfunni og heiminum og hvemig megi öðlast hann. ipfi ||s \m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.