Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 43
VIKU m Mæting í brjóstamyndatöku lakari á höfuðborgar- svæðinu en á Norðurlöndum Brj óstamyndatökur eru fyrirbyggjandi heilsuvernd Morgunblaðið/Golli onur á landsbyggðinni mæta mun betur í brjóstamyndatöku en kyn- svstur hoirra á höfiiðhorp'arsvfpðinii. að söon Gnðriínar Arnaðnf+nr. systur þeirra á höfuðborgarsvæðinu, að Geislunin á við 2-3 daga dvöl í New York EINUNGIS rámlega 60% kvenna af höfuðborgarsvæðinu mæta að meðal- tali til reglubundinnar brjósta- myndatöku, þegar þær fá boð frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. „Mæting í brjóstamyndatöku er mun betri annars staðar á Norður- löndunum en hér á höfuðborgar- svæðinu," segir Guðrán Arnadóttir, MA í sálarfræði, sem hefur ásamt samstarfsfólki á íslandi og í Banda- ríkjunum, gert viðamikla rannsókn á því hvað hindrar konur í að mæta í brjóstamyndatöku. Konur búsettar á landsbyggðinni mæta að jafnaði mun betur í brjóstamyndatöku en kyn- systur þeirra í Reykjavík og ná- grenni. Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknarinnar, sem 664 konur á höfuð- borgarsvæðinu tóku þátt í, líkar yfir- gnæfandi meirihluta kvenna eða 87% mjög eða frekar vel við þjónustu og umhverfi leitarstöðvarinnar og 85,6% kvenna voru mjög eða frekar ánægðar með viðmót starfsfólks stöðvarinnar. Konur sem mæta reglulega í brjóstamyndatöku telja flestar að myndataka sé hluti af al- mennri heilsuvemd og að regluleg mæting komi bæði þeim sjálfum og þeim sem standa þeim næst til góða. Þær telja einnig að lífslíkur þeirra aukist ef þær mæta reglulega. Treysta frekar á Guð? Konur sem ekki mæta reglulega í brjóstamyndatöku og þær sem aldrei mæta eiga ákveðna þætti sameigin- lega. Þær búa síður en aðrar konur án maka eða einar, þær óttast frekar sársauka við myndatökuna, þær telja frekar að ekki sé þörf á að mæta nema þær finni sjálfar fyrir einkenn- um eða ef nokkrar myndatökur í röð reynast eðlilegar. Auk þess álíta þær gjarnan að ekki sé þörf á að mæta ef ekki er saga um brjóstakrabbamein í ættinni þeirra og einnig að brjósta- þreifing komi í stað myndatöku. Þessar konur óttast frekar en konur sem mæta reglulega að eitthvað kunni að greinast við myndatökuna. Rannsóknin sýnir að konur sem ekki mæta óttast meira geislunina við myndatökuna, þær hafa neikvæð- ara viðhorf til hefðbundinna lækn- inga við brjóstakrabbameini, þær eiga slður ættingja sem fengið hefur sjúkdóminn og þær hafa tilhneigingu til að treysta meira á Guð eða Æðri mátt. „Almennt virtust konumar, sem tóku þátt í rannsókninni, ekki setja kostnað eða tímaskort fyrir sig, þótt kostnaður skipti vissulega sum- ar konur máli,“ segir Guðrán. Að sögn Guðránar má ráða af nið- urstöðunum að misskilningur eða skortur á réttum upplýsingum komi í veg fyrir að konumar mæti í brjósta- myndatöku. Orsakir brjóstakrabbameins era margslungnar og vitað er um marga þætti sem auka áhættuna. „í raun hafa aðeins 15-20% allra kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein ættarsögu um sjúkdóminn. Þar sem tíðni sjúkdómsins er hæst í vestræn- um samfélögum hefur velmegun aug- ljóslega áhrif þar á. Brjóstakrabba- mein getur verið þögull sjúkdómur og oft erfitt að greina mein með þreifingu einni saman. En brjósta- myndatakan er ekki fullkomin aðferð og því miður sjást þar ekki allir krabbameinshnútar. Því er mikil- vægt að konur fylgist sjálfar vel með brjóstum sínum,“ segir Guðrán en minnir um leið á að flestir hnútar í bijóstúm séu góðkynja. „Hins vegar ber að hafa í huga að erlendar rannsóknir staðfesta að brjóstamyndataka getur fækkað dauðsföllum af völdum sjúkdómsins um 20-30%.“ Þar sem margar konur óttast sárs- auka við myndatökuna, bendir Guð- rán á að brjóst flestra kvenna era aumari íyrir tíðablæðingar en ella og því geti verið gott að fara í mynda- tökuna 1-2 vikum eftir upphaf blæð- inga. Guðrún segir að í rannsókninni hafi komið fram að nokkuð sé um að konur óttist sjúkdóminn, sem hugs- anlega komi fram í viðkvæmni af ýmsum toga. Það sé hins vegar tölu- vert einstaklingsbundið hvernig kon- ur vilji láta koma fram við sig og að það sem einni líkar vel geti annarri þótt miður. Þessu verði leitarstöðin að gera ráð fyrir. Brjóstamyndataka er fyrirbyggj- andi heilsuvemd sem konur á aldrin- um 40 til 69 ára era boðaðar í á tveggja ára fresti. Tilgangur bijósta- myndatöku er að greina mein á byrj- unarstigi, áður en það hefur náð að dreifa sér og þegar mestar líkur era á lækningu og meðferð er auðveldari. Guðrán segir að rannsóknir sýni að konur þurfi ekki að óttast að geisl- unin sem myndatakan hefur í för með sér valdi þeim skaða. Geislunin er lágskammtageislun, sambærileg við tveggja til þriggja daga dvöl í New York borg. Þá era konur, fertugar eða eldri, líffræðilega ekki eins næm- ar fyrir geislun og konur um tvítugt. Guðrán sendir fyiir hönd rann- sóknarhópsins þakkir til kvennanna sem tóku þátt í rannsókninni, „fyrii' framlag þeirra til þessa mikilvæga málefnis og fyrir góðar ábendingar“. LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 43 Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14 M0NS00N M A K E U P lifandi litir Leikjaáskrift SÍMmNVóWn'e? -tengir þig viö lifandi fólk www.simnet.is 800 7575 Ármúli 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.