Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 83

Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 83
MORGUNBLAÐIÐ _______________________________LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 83 FÓLK í FRÉTTUM Ég býð þér í dans Karen Björk Björgvinsdóttir og Adam Reeve atvinnudansarar eru þessi misserin að ná góðum árangri í alþjóðlegum dans- keppnum. Jóhanna K. Jóhannesdóttir hitti parið og skyggndist inn í fagran en oft á tíð- um harðan heim þeirra þar sem dansinn dunar frá sólarupprás til sólarlags. ÁRALÖNG þjálfun dansarans sést á mjúkum og kvikum limaburði þeirra Karenar og Adams. Hún er lágvaxin og þýðróma, nítján ára og hefur dansað síðan hún man eftir sér og æft dans frá sex ára aldri. Hann er Ástrali, með hlýtt viðmót og er dans- inn honum í blóð borinn. Þau eru enda mörg dansskópörin sem hann hefur slitið á þeim tuttugu árum sem dansinn hefur átt hug hans allan. Þau kynntust í London fyi'ir þremur árum þegar hvort um sig átti rússneskan dansfélaga. Smátt og smátt fækkaði kósakkasporunum og svifléttur vals ástarinnar tók við. Ástralskur sveinn og íslensk snót létu fjarlægðir heimshvelanna lönd °g leið og tóku saman, jafnt innan dansgólfsins sem utan þess. í dag eru þau trúlofuð „og gifting í vænd- um á næsta ári,“ segir Kai-en og sendir geislandi bros til unnustans. - Hvernig er líf atvinnudans- arans? Karen: „Það getur verið mjög skemmtilegt en stundum er það líka mjög, mjög erfitt. Vinnutíminn er langur og maður æfir á hverjum degi frá morgni til kvölds. Þess vegna er nauðsynlegt að kunna að skipu- leggja tímann sinn því ski-áningar í allar keppnir og sýningar eru á ábyrgð dansarans sjálfs.“ Karen og Adam tóku þátt í sýn- ingunni „BurnThe Floor“ sem hlaut mikið lof gagnrýnenda og fyllti sýn- ingarhallir um heim allan. Þáttur með völdum köflum úr sýningunni var m.a. sýndur í Ríkissjónvarpinu í Vor. - Eruð þið í einhverri sýningu núna? Adam (með áströlskum hreim og jafnvel svolítið íslenskuskotnum): „Já, við höfum verið beðin um að taka þátt í tveimur nýjum sýningum, annai'ri sem er hugsuð sem fram- hald á „Burn The Floor“ en við erum bara svo upptekin við okkar eigið sýningarhald og erum á heims- hornaflakki með okkar eigin dansa, förum um Asíu og Evrópu í stöðug- um rússíbana. Þessa mánuðina erum við samt að einbeita okkur algerlega að keppnum því við höfum náð góð- um árangri á þeim vettvangi að und- anfömu svo við erum með hugann allan við framann sem við viljum hlúavel að.“ - Hvað hafíð þið verið atvinnu- dansarar lengi? Karen: „í tvö ár,“ Adam jánkar og bætir við: „Þegar fólk fer úr áhuga- mennsku yfir í atvinnumennskuna fer það næstum aftur á byrjunarrcit og þarf að kynna sig vel, vekja at- hygli rétta fólksins og byggja upp góðan orðstír, svo þetta er mikil vinna.“ - Eru keppnir þá mikilvægar í þessu samhengi og eigið þið eftir að halda áfram strangri keppnisþátt- töku? A: „Já, algjörlega," Karen kinkar kolli, brosir í kampinn og segir: „Eða að minnsta kosti á meðan líkami og heilsa leyfir.“ - Já, þú segir nokkuð. Hvað er starfsævi dansarans löng? Hvernig sjúið þið fyrir ykkur framtíðina - næstu ár ogáratugi? K: „Konur hafa styttri tíma en karlmenn í þessu fagi. Þær hætta keppni yngri en karlmenn en marg- ar kenna alveg þar til um sextugt eða sjötugt og jafnvel lengur. Þetta er bara val hvers og eins.“ A: „Maður hættir keppni í s-amer- ískum dönsum hátt á fertugsaldri eða snemma á fimmtugsaldri en í ballroom-dönsum getur maður hald- ið aðeins lengur út. Okkur Karen langar til að þróa dansinn og þekk- ingu okkar á honum eins mikið og við getum og ná árangri í samræmi við metnaðinn til þess að leggja grunninn að blómlegri framtíð." Hver dans hefur sína sögu að segja - Keppið þið bæði í s-am- erísku dönsunum og ball- room? K: „Já, það er alveg tvöfalt álag og vinna á okkur en um leið tvöföld ánægja." A: „Flest pör dansa bara annaðhvort og því getur dag- skráin okkar verið ansi strembin þegar við erum að keppa í öllum dönsunum." - Hver er þá uppáhaldsdans- inn? A: „Það er mjög erfitt að svara þessu því við höfum bæði svo mikla ánægju af því að dansa og sérhver dans hefur sína sögu að segja.“ — K: „Við lærðum líka að meta nýja og ólíka hluti þegar við vorum í Burn The Floor því þar dönsuð- um við alla dansa tuttugustu aldarinnar frá charleston, rokkdansi o.s.frv. þannig að þröngsýnin vék fyrir víðsýni og ánægju." - Getið þið þá dansað næstum hvað sem er? (Segir blaðamaður í forundran) A: „Hmm... við erum nátt- úrulega þjálfaðir _________ dansarar þannigaðjá, við getum með tiltölulega lítilli fyrirhöfn og þjálfun lært nýja dansa eins og flamencó, salsa því við beitum líka sköpunarkrafti inn í dansana okkar og reynum að festast ekki í einhverjum einum stíl.“ - Það var einmitt gerð áströlsk mynd fyrír nokkrum árum sem fjall- aði um uppreisnargjaman dansara sem reyndi að brjótast gegn „dans- mafíunni"... A: „Hún hét Stríctly Ballroom og það er fyndið að þú skulir minnast á þetta (verður hálffeiminn) því ég kom sterklega til greina í aðalhlut- verkið.“ - Hvemig stóð á því? A: „Við vorum þrír sem komum til greina, ég og einn besti vinur minn og svo sá sem fékk hlutverkið að lok- um. Leikstjóranum fannst ég aðeins of ungur í hlutverkið og gaurinn sem hreppti hlutverkið átti mikla kvik- myndareynslu að baki. Þetta var engu að síður skemmtilegt og gaman að segja frá að handritshöfundurinn lærði í dansskólanum hjá pabba mín- um og sagan er lauslega byggð á honum pabba - en vissu- lega með vænum skammti af skáldaleyfi." - Em margir dansarar í fjölskyldunni? A: „Já, við erum öll dansarar. Ætli það sé ekki bara í genunum. Annars tók þessi mynd á raunveru- legu máli því það eru ennþá vissar reglur í dansheiminum en það er að breytast því við viljum ekki að dans- inn staðni og verði bara eins og hvert annað laugardagskvöld eldri borg- ara í gömlu dönsunum.“ K: „Það er svo margt sem spilar Frá sýningunni „Burn The Floor“. Karen og Adam eru lengst t.h. * Karen Björk og Adam í hversdagsklæðum. inn í ímynd dansíþróttarinnar; ýkt hárgreiðsla, mikil andlitsförðun og glys í búningavali, það er svona staðalímyndin en málið er að þetta allt hefur breyst og er orðið miklu stílhreinna og fágaðra." A: „Fyrir nokkrum árum voru til dæmis bara þrír litir sem komu til greina í hárlit hjá kvendönsurunum - hrafnsvart, snjóhvítt eða fagurrautt. Eins fjarri eðlilegum háralit og mögulegt var því þá jukust lík- urnar á að sjónvarpsmynda- vélarnar næðu fólki í nokkrar sekúndur. Nú hefur dans- klæðnaðurinn færst nær há- tískunni svo það nú er mögulegt að klæðast fal- legum og áhugaverðum búningum án þess að þeir séu drekkhlaðnir semel- íusteinum og pallíett- um.“ K: „Nú skipar dansinn aftur aðal- hlutverkið rétt eins og hann á að gera.“ - Hvemig er með innbyrðis samkeppni á milli dans- aranna, em engir katta- slagir, klór oghvæs? (Karen og Adam líta hvort á annað og skella svo upp úr) A: „ Jú, jú, það kemur sko oft fyrir, því verður ekki neitað. Strák- arnir eru meira að segja verri en stelpurnar, einu sinni vorum við að keppa og komin í úrslit þegar einn keppinautur okkar ákvað að nú þyrfti að gera út um keppnina svo hann tók góðan sveig, eða tilhlaup, og dúndraði sér utan í mig - hann hafði nti-, ekkert upp úr krafsinu nema að vera hundeltur um gólfið það sem eftir var keppni. Fólk lætur stundum keppnisskapið alveg fara með sig villur vega. Við Karen reynum að halda okkur fyrir utan þetta því maður lærir fljótt að það er dansinn sem á að stjórna þér en ekki keppnisárangurinn. Þetta er íþrótt en dansinn er líka listgrein þar sem.-J við erum að túlka tón- listina og gefa áhorfand- anum hluta af lífinu í leið- - Þetta er mjög kostnaðarsöm at- vinnugrein, ekki satt? K: „Jú, mjög dýr. Meðalkeppnis- kjóÚ kostar svona 150.000 og maður þarf einn kjól fyrir hverja keppni. Það eru 5-6 keppnir yfir haustið sem við tökum þátt í þannig að það er auðvelt að reikna útgjöldin. Fyrir ut- an kjólana eru svo auðvitað skórnir, ferðalögin, æfingai-nar og allt uppi- hald, fæði og húsnæði, á keppnis- stað.“ A: „Þetta er vissulega dýrt en við skulum ekki gleyma því að umbunin^j getur líka verið ríkuleg. Við ferð- umst út um allt og sjáum staði sem við fengjum kannski aldrei að kynn- ast öðruvísi. Tækifærin opnast líka strax og maður nær árangri - góður dansari er aldrei atvinnulaus. K: „Það sem hefur gerst hjá okkur er að við kepptum í Blackpool í maí og af þrjú hundruð pörum komumst við í úrslit. Það er besti árangur sem íslenskii' atvinnudansarar hafa náð. Þetta opnaði dyrnar fyrii- okkur og nú liggur leiðin bara upp á við. Þetta er mikil vinna en í dagslok er allt streðið þess virði."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.