Morgunblaðið - 26.10.2000, Page 13

Morgunblaðið - 26.10.2000, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 13 Fundur um afleiðingar loftslagsbreytinga og alþjóðlegar samningaviðræður V eðurbreytinga af manna- vöidum gætir nú þegar AFLEIÐINGAR loftlagsbreytinga og alþjóðlegar samningaviðræður voru viðfangsefnið á málstofu sem Landvernd og Umhverfisstofnun Háskóla Islands héldu á Grand Hót- eli á þriðjudag. Kom m.a. fram á fundinum að þó að íslensk stjórnvöld hafi að undanförnu leitað eftir und- anþágum á Kyoto-bókuninni svoköll- uðu vegna álframleiðslu þá taki þau fullan þátt í alþjóðlegum samninga- viðræðum um hvemig sporna megi við loftlagsbreytingum. Meðal framsögumanna á málstof- unni á þriðjudag var Tómas Jóhann- esson, jarðeðlisfræðingur á Veður- stofunni. Hann sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa í erindi sínu sýnt fram á að veðurfarsbreytingar af mannavöldum væru í raun þegar komnar fram. Sagði Tómas að rann- sóknir á veðurfari á jörðinni sýndu að hlýnun í heild sinni síðustu eitt hundrað árin, sem talin er á bilinu 0,4-0,8 gráður á celsíus, er miklu meiri en tilviljanakenndar breyting- ar á veðurfari undanfarin eitt þús- und ár. Tómas sagði að vísindamenn hefðu útskýrt veðurfarsbreytingar síðustu 1000 árin með sveiflum í út- geislun sólar og gosefnum sem ber- ast frá eldfjöllum upp í lofthjúpinn. Engin leið væri hins vegar til að skýra þá miklu hækkun, sem orðið hefur undanfarin eitt hundrað ár, með þessum þáttum. Hún passaði aftur á móti nokkuð vel við vaxandi styrk gróðurhúsalofttegunda í and- rúmsloftinu, þ.e. hún gæti talist vera af mannavöldum. Mun hlýna um eina til þijár og hálfa gráðu á næstu 100 árum Tómas segir að vísindamenn hafi á undanförnum árum styrkst í þeirri trú að veðurfarsbreytinga af manna- völdum gæti nú þegar í veðurfari á jörðinni. Öll kurl séu þó ekki komin til grafar og líklegt sé að það muni halda áfram að hlýna næstu áratug- ina. „Það er talið að það muni hlýna á jörðinni um svona eina til þrjár og hálfa gráðu á næstu eitt hundrað ár- um, til viðbótar við þessa hálfu gráðu sem þegar er orðin,“ sagði hann. Astæðuna segir Tómas þá að ein- ungis hluti þeirrar hlýnunar, sem við eigum inni vegna þegar framkom- innar mengunar, sé tekinn að gera vart við sig. Menn geri semsé ráð fyrir að á næstu hundrað árum muni hlýna tvöfalt til sjöfalt meira en hef- ur gerst á síðustu 100 árum. Afleiðingarnar af þessari hlýnun verða vitaskuld margvíslegar, hækk- un sjávarborðs og röskun á aðstæð- um til landbúnaðar. Sömuleiðis sýna rannsóknir svo ekki verður um villst að losun koltvísýrings út í andrúms- loftið iylgja loftslagsbreytingar sem síðan valda breyttum lífsskilyrðum á jörðinni. Hækkandi sjávarborð þegar farið að valda vandræðum Sagði Tómas að málið væri litið það alvarlegum augum á alþjóða- vettvangi að allt kapp væri lagt á að ná samningum um aðgerðir. M.a. hefði komið fram á málstofunni á þriðjudag að ýmsar þjóðir hefðu miklar áhyggjur, t.d. eyjaþjóðir í Kyrrahafi og víðar þar sem hækk- andi sjávarborð er þegar farið að valda vandræðum. Sagði Tómas að þó að íslendingar þyrftu ef til vill ekki að hafa svo mikl- ar áhyggjur af hækkandi sjávarborði væri Ijóst að þeir myndu finna iyrir því eins og aðrar þjóðir ef mikil rösk- un yrði á lífsskilyrðum í heiminum. Morgunblaðið/Þorkell Krefjast lækkunar þungaskatts SAMSTARFSHÓPUR vegna hækk- unar olíu- og bensínverðs gekk á fund fjármála-, viðskipta- og samgöngu- ráðherra á mánudag vegna mikilla hækkana sem orðið hafa á heims- markaðsverði á olíu. Starí'shópui'inn lagði fram kröfur um lækkun þunga- skatts, lækkun krónutölu vörugjalds á bensíni og um hert eftirlit með olíu- félögunum við verðmyndun eldsneyt- is. Hópurinn bendir á að sl. sumar hafi einnig orðið hækkanir á þungaskatti bifreiða yfir 14 tonnum, að meðaltali 11-13% og enn meiri á stærstu bif- reiðunum. Allt bendi til þess að heild- artekjm- ríkissjóðs af innheimtu þungaskatts fyrir árið 2000 verði 500 til 600 milljónum króna hærri en fjár- lög gerðu ráð fyrir. Atvinnuauglýsing vekur athygli Sólvangur auglýsir á pólsku ÓVENJULEG atvinnuauglýs- ing í sunnudagsblaði Morgun- blaðsins frá hjúkrunarheimil- inu Sólvangi í Hafnarfirði vakti mikla athygli. Auk hefðbund- ins texta þar sem óskað var eftir starfsfólki til umönnunar- starfa var samsvarandi texti á pólsku. Sveinn Guðbjartsson, for- stöðumaður Sólvangs, segir að hugmyndin hafi sprottið upp eftir miklar vangaveltur starfsmanna og stjórnenda um leiðir til að laða að starfsfólk þar sem ekki hafi verið hægt að nýta öll sjúkrarúm vegna manneklu. Tilviljun ein hafi ráðið að auglýst hefði verið á pólsku, hvaða annað tungumál sem er hefði komið til greina. Sveinn segir að viðbrögð við auglýsingunni hafi verið „gríð- arlega sterk,“ og strax fyrir klukkan tíu á mánudagsmorg- un hafi fjórtán manns verið búnir að hringja og spyrja um starf og síminn varla hætt að hringja síðan. Sólvangur er fjölmenningar- legur vinnustaður þar sem starfar fólk frá fjölmörgum þjóðlöndum m.a. Nígeríu, Sví- þjóð, Noregi, Þýskalandi og Póllandi. Sveinn segir að á svo stórum vinnustað sem Sólvangur er geti tungumála- örðugleikar komið upp þar sem starfsmenn eiga sér um átta þjóðtungur. Fullur vilji sé þó hjá stjórnendum að fræða og kenna starfsfólkinu tungumál- ið og skipulögð íslensku- kennsla sé í burðarliðnum. Sveinn segir það mikið ábyrgðarstarf að koma fram gagnvart sjúku fólki og því sé það nauðsynlegt að gott fólk með tilfinningu fyrir aðhlynn- ingu veljist til starfans og þar geti hlýtt viðmót og framkoma sagt meira en mörg orð. Ránsfengurinn um 25 milljóna virði SKARTGIPIR, myndbandsupp- tökuvélar og faxtæki voru hluti af þýfi sem tveir íslenskir lögreglu- menn komu með til landsins frá Rúmeníu um helgina. Rúmenskur innbrotsþjófur stal gripunum í sjö innbrotum í Reykjavík og á Höfn í Homafirði sl. sumar. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Reykjavík er talið að verðmæti góssins nemi um 25 millj- ónum. Rúmeninn sendi vaminginn með pósti frá íslandi. Þýfið fannst er rúmenska lögreglan gerði leit á _ heimili móður mannsins og systur. í húsleitinni fannst einnig talsvert af dýrum fatnaði sem hann er grunað- ur um að hafa stolið á Irlandi. Nýjungar í meðhöndlun á brjósklosí í hálsi Gerviliður í stað liðþófa NÝR gerviliður sem kemur í stað liðþófa hefur verið notaður til að meðhöndla brjósklos í hálsi. Björn Zoéga, yfirlæknir hryggj- arskurðdeildar bæklunardeildar Sahlgrenska sjúkrahússins í Gautaborg, setti slíka gerviliði í þrjá sjúklinga fyrir um viku. Þetta munu vera fyrstu aðgerð- irnar af þessu tagi sem fram- kvæmdar hafa verið á Norður- löndunum. Dregur úr sliti á liðþófa Björn segir að brjósklos í hálsi sé venjulega meðhöndlað með því að fjarlægja allan liðþófann. Tveir hálsliðir eru jafnframt stýfðir. Við þessa aðgerð eykst álag á aðliggjandi liðþófa sem slitna hraðar. Þetta segir Björn að hafi valdið því að um fjórðung- ur þeirra sem hafa verið skornir upp við brjósklosi í hálsi verður fyrir óþægindum frá liðþófunum. Sjúklingar hafa jafn- framt kvartað yfir því að hreyfigeta þeirra skerðist þegar þessi aðferð er notuð. Nú hefur verið þróaður gerviliður sem hægt er að setja i staðinn fyrir liðþóf- ann sem fjarlægður er í aðgerð. Björn segir helstu kosti þess að nota gerviliðinn þá að aðliggjandi liðþóf- ar slitni síður og sjúklingar haldi ósk- ertri hreyfigetu í hálsinum. Helsti ókosturinn við að nota gervilið er sá að hætta er á að lið- urinn grói ekki fastur eða slitni hratt. Til þess að meta árang- urinn af þessari meðferð er not- ast við svokallaða RSA-tækni sem byggist á röntgenmyndum. Björn sýndi fram á það í doktorsritgerð sinni að hægt er að nota RSA til að meta hálsliði. Þetta segir Björn að hafi ekki tekist á öðrum sjúkrahúsum í heim- inum. Gerviliður þessi var hannaður af bandaríska heila- og taugaskurðlæknin- um Vincent Bryant í samstarfi við fyrir- tækið Surgical Dynamics í Seattle. Björn hefur tekið þátt í þróunarstarfinu frá 1998 sem meðlimur í vísindaráði fyrir- tækisins. Fyrsti sjúklingurinn fékk þennan gervilið í upphafi ársins. Síðan hafa rúmlega fjöru- tíu sjúklingar gengist undir þessa aðgerð. Björn Zoéga Málningar- dagar .490 kr. 10 lítrar af Jotaproff innimálningu HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.