Morgunblaðið - 26.10.2000, Side 16

Morgunblaðið - 26.10.2000, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Bæjarfulltrúar Samfylkingar vilja upp- byggingu á lóð Lækjarskóla Leggja fram lausn í stað uppbygging- ar á Hörðuvöllum Morgunblaðið/RAX Jóna Dóra Karlsdóttir, Tryggvi Harðarson og Lúðvík Geirsson, bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar, ásamt Friðriki Friðrikssyni (annar frá hægri), arkitekt hug- mynda um nýbyggingar við Lækjarskóla. Hafnarfjörður BÆJARFULLTRÚAR Sam- fylkingarinnar í Hafnarfirði telja að hægt sé að leysa þann vanda sem blasir við vegna einsetningar Lækjarskóla með betri, skjótari og ódýrari hætti en byggingu nýs skóla á hinu umdeilda Hörðuvallar- svæði. Þeir kynntu í gær hug- myndir, sem Friðrik Friðriks- son, arkitekt hefur hannað fyrir Samíylkinguna í Hafnar- firði, og gera ráð fyrir að nýbyggingum og endurbótum á núverandi skólasvæði við Lækinn. Jafnframt vilja þeir að byggður verður skóli íýrir yngsta stig grunnskólans í Setbergshverfi til að leysa úr tímabundinni þörf fyrir skóla- rými í því hverfi. Tryggvi Harðarson, bæjar- fulltrúi, sagði á blaðamanna- fundi þar sem Samfylkingar- menn kynntu þessar tillögur sínar að lausn Samfylkingar- innar mundi spara bænum 500-1.000 milljónir króna ef borið væri saman við áform meirihluta bæjarstjórnar um að byggja upp nýjan grunn- skóla á Hörðuvöllum. Þau áform hafa sætt nokkr- um mótmælum bæjarbúa, sem m.a. hafa myndað samtök og safnað undirskriftum gegn áformunum. Foreldraráð og foreldra- og kennarafélag Lækjarskóla hafa hins vegar ályktað um stuðning við bygg- ingaráformin á Hörðuvöllum en með þeim er einnig ætlunin að leysa einsetningarvanda í Setbergshverfi. Auðleyst með viðbygg- ingu og uppbyggingu Lúðvík Geirsson sagði að hönnun Friðriks Friðriksson- ar sýndi fram á að auðveld- lega væri hægt að leysa málin með viðbyggingu við núver- andi skólahús. íþróttahús skólans og bókasafn og lausar kennslu- stofur yrðu látnar víkja fyrir viðbyggingu en í máli bæjar- fulltrúanna kom fram að bær- inn ætti þegar allar þær eign- ir sem e.t.v. þyrfti að rífa vegna viðbyggingarinnar, að frátöldu einu húsi. Þá sögðu þeir að allar heim- astofur yrðu í nýbyggingunni, sem mundi mynda hálfhring um gamla skólahúsið, en gert væri ráð fyrir að stofur í gamla skólahúsinu, sem er frá 1926, yrðu nýttar sem sér- greinastofur. Nýbyggingin yrði tveggja hæða með hall- andi þaki og byggð fast upp að klettunum bak við gamla Skólahúsið. Gamla bókasafnið við Mjósund yrði tengt skóla- byggingunni og áfram nýtt fyrir skólann. Gamla íþrótta- íiiiínrreTífíinnnriiiniiririr: 31. SilS: ..i.33 3331, 3333, lufsaas^'lilu'caat .saocj Tölvumynú/Teiknistofan THAK/Friðrik Friðriksson arkitekt Lækjarskóli með áformaðri viðbyggingu. Tillagan, sem Samfylkingin kynnti í gær, að viðbyggingu við Lækjarskóla. húsið ásamt viðbyggingum yrði hins vegar flutt á burt. Ekki er gert ráð fyrir skóla- sundlaug, eins og mundi fylgja uppbyggingu á Hörðu- völlum. Smábarnaskóli í Setbergshverfí En hvernig ætla Samfylk- ingarmenn að leysa þrengsli og einsetningu í Setbergs- skóla? Uppbyggingunni á Hörðuvöllum var ætlað að koma til móts við þrengsli þar og flytja börn úr Setbergs- hverfinu yfir Reykjanes- brautina í nýja Hörðuvalla- skólann. Lúðvík sagði að Samfylk- ingin vildi halda skólamálum hverfanna áfram aðskildum. Því væri lagt til að byggður yrði nýr skóli í Setbergs- hverfi, á tilteknum stað í grennd við Setbergsskóla, og þar færi fram kennsla 1.-4. bekkjar. í máli Jónu Dóru Karlsdóttur bæjarfulltrúa kom fram að vandinn í skóla- málum Setbergshverfis væri fyrst og fremst tímabundinn því að barnafjöldi í hverfinu yrði í hámarki næsta áratug. Að þeim tíma liðnum væri gert ráð fyrir að hús nýja yngri barna skólans yrði nýtt í þágu annarrar þjónustu. Lúðvík sagði að með þess- um tillögum yrði hægt að flýta áformaðri einsetningu Lækj- arskóla og Setbergsskóla, tryggja bömum í hverfunum bætta aðstöðu og þjónustu fyrr en áformin um nýjan skóla á Hörðuvöllum gerðu ráð fyrir, eða haustið 2002. Þá væri áfram hægt að nýta Hörðuvallasvæðið undir heil- brigðis- og öldrunarþjónustu, í samræmi við það skipulag sem fyrir er. Þá mundu þess- ar endurbætur koma í veg fyrir umferðarvanda við Lækjargötu og spjöll á um- hverfi Sólvangs og Hörðu- valla. Lúðvík sagði að meirihluti bæjarstjórnar hefði alfarið hafnað því að aðrir kostir væru skoðaðir en uppbygging á Hörðuvöllum en með tillög- um sínum væri Samfylkingin að benda á nýjan, raunhæfan og hagkvæman kost, sem hún teldi brýnt að fengist ræddur meðal þæjarbúa og í bæjar- stjóm. Til að stuðla að slíkri um- ræðu hefur Samfylkingin boð- að til opins borgarafundar um málið í íþróttahúsinu við Strandgötu klukkan 20 í kvöld. Göngustígur flutt- ur og breikkaður Háaleiti UM þessar mundir er verið að flytja til göngustíginn norðan Miklubrautar, milli Grensásvegar og Kringlunn- ar. Að sögn Ólafs Stefánsson- ar hjá gatnamálastjóra var gamli stígurinn orðinn nánast ónýtur, missiginn og steypan víða brotin. Því hafi verið kominn tími til að ráðast í við- hald. Ákveðið hafi verið að grípa tækifærið til að færa stíginn eilítið nær byggðinni, þ.e. fjölbýlishúsunum við Safamýri og Fellsmúla. Stígurinn, sem nú liggur þarna meðfram Miklubraut- inni, er tveggja metra breiður en að sögn Ólafs verður sá nýi þrír metrar að breidd. Hann verður malbikaður og á að vera fullfrágenginn í haust. Ekki hefur verið ákveðið um hvenær ráðist Morgunblaðið/RAX verður í viðhald göngustíga á öðrum svæðum sem liggja meðfram Miklubrautinni. Fuglaskoðunarskýli rís senn í Grafarvogi Grafarvogur ÁHUGI manna fyrir náttúr- unni og öllu sem henni við- kemur færist sífellt í aukana og nýlegt dæmi þess er að Garðyrkjudeild Reykjavíkur- borgar hefur um þessar mundir á teikniborðinu fugla- skoðunarskýli sem ráðgert. er að byggja í Grafarvogi fyrir komandi áramót. „Jú, þetta var samþykkt á fjárhagsáætlun og svo kynnt í umhverfisnefnd fyrir um u.þ.b. inánuði," segir Þórólf- ur Jónsson hjá garðyrkju- deild, aðspurður um málið. Forsöguna segir hann vera þá, að Fuglavemdarfélag Is- lands hafi skrifað til borgar- yfirvalda á síðastliðnu ári og bent á þá möguleika sem fólgnir væru í skýlum af þess- um toga og óskað eftir liðs- inni borgarinnar til að koma einu slíku á laggirnar. „Málinu var svo vísað til okkar og síðan höfum við ver- ið í sambandi við Fuglavemd- arfélagið um nánari útfærslu, t.a.m. um staðsetningu og hvernig þetta mætti allt best verða,“ heldur Þórólfur áfram. „Niðurstaðan varð sú að hafa skýlið fyrir miðjum Grafarvogi, sunnanvert. Það- an er hægt að sjá yfir allan voginn. Þetta er mikið fugla- svæði og alltaf eitthvað um að vera á leirunum, allan ársins hring, segja þeir sem best þekkja til.“ Umrætt svæði í Grafarvogi er ekki vemdað samkvæmt náttúmvemdarlögum, held- ur einungis skipulagslögum. I aðalskipulagi Reykjavíkur hefur það m.ö.o. staðfesta borgarvemd, en það er vernd upp að ákveðnu marki. Til að breyta svæðinu eða gera eitt,- hvað annað við það verður að breyta aðalskipulagi.. Að sögn Þórólfs á fugla- skoðunarskýlið ekki að vera lokað hús, því slíkt myndi hafa ýmis vandamál í fór með sér, eins og það hver ætti að hafa lykil o.s.frv. Því er um að ræða opið skýli, en þannig gert að fólk sé varið fyrir veðri og vindum. í því verða engir sjónaukar, heldur er gert ráð fyrir að náttúmskoð- arar komi með þá hluti sjálfir. „Erlendis eru skýli af þess- um toga algeng, og þá oft á sérstökum fuglaverndar- svæðum; sjaldnar inni í miðri borg. En mér skilst að það hafi hvergi annars slaðar á Islandi orðið af hugmyndum um að reisa slík hús, svo aö þetta verður eina fuglaskoð- unarskýlið á landinu. Um sinn a.m.k. Við stefnum að því að koma skýlinu upp fyrir ára- mót, og ég vona að það takist. Næsta skref yrði að koma upp einhvers konar upp- lýsingum um fuglalífið þarna á skilti, en það er reyndar einnig hugmynd komin frá mönnum í Fuglaverndarfé- laginu ogþað myndum við auðvitað vinna með þeim,“ segir Þórólfur að lokum. Bæjarstjórn samþykkir upp- lýsingastefnu Hafnarfjörður BÆJARSTJÓRN Hafnar- fjarðar samþykkti samhljóða á fundi á þriðjudag upplýs- ingastefnu fyrir sveitarfé- lagið. „Upplýsingamiðlun skal ávallt vera mikilvægur hluti í allri starfsemi og innan all- ra rekstrareininga. Að veita og leita upplýsinga er eðli- legur hluti af daglegu starfi og þar ber hver og einn ábyrgð,“ segir m.a. í upp- lýsingastefnunni. Þar kemur fram að upp- lýsingar skuli almennt vera aðgengilegar og til þess fallnar að styrkja lýðræði og möguleika bæjarbúa til þess að taka virkan þátt í stefnu- mótun bæjarfélagsins. Þær skuli settar fram með svo einföldum og skýrum hætti sem mögulegt er. Bæjarbúar upplýstir Ennfremur kemur fram að með upplýsingamiðlun skuli ávallt haft að leiðar- ljósi að bæjarbúar og starfs- menn sveitarfélagsins séu almennt upplýstir og með- vitaðir um starfsemi á veg- um Hafnarfjarðarkaupstað- ar og málefni sveitar- félagsins og að bæjarbúar verði sem best meðvitaðir um möguleika sína til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri til viðeigandi yfir- valds. Ennfremur skuli haft að leiðarljósi að upplýsa bæjarbúa og starfsmenn bæjarins um réttindi þeirra og skyldur, möguleg áhrif á ákvarðanatöku og breiða út þekkingu á helstu reglum sem gilda um meðhöndlun erinda frá bæjarbúum. Þá segir að fjölmiðlar gegni lykilhlutverki við upp- lýsingamiðlun til almenn- ings. „Forstöðumönnum rekstrareininga ber ávallt að veita fjölmiðlum þær upp- lýsingar sem leitað er eftir nema þær njóti sérstakrar verndar samkvæmt lögum,“ segir þar. „Almenna reglan skal ávallt vera sú að afrit opinberra gagna ber að af- henda fjölmiðlum eða öðrum sem eftir þeim leita og veita þeim leiðbeiningar, fræðslu og þjónustu sem miðar að því að gera gögnin aðgengi- legri fyrir fjölmiðlamenn og almenning." í greinargerð með stefn- unni segir að upplýsinga- miðlun á vegum bæjarins og stofnana hans skuli ávallt viðhöfð samkvæmt skil- greindum ferlum að höfðu samráði við yfirmenn rekstr- areininga og formenn, for- svarsmenn eða starfsmenn stjórna, ráða og nefnda eftir því sem við á og ákveðið hef- ur verið hverju sinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.