Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Haustmót Skákfélags Akureyrar Ólafur sigraði með fullu húsi ÓLAFUR Kristjánsson bar sigur úr býtum í opnum flokki á Haustmóti Skákfélags Akureyrar en hann gerði sér lítið fyrir og lagði alla 7 andstæð- inga sína að velli. Olafur hlaut sæmd- arheitið Skákmeistari Akureyrar fyrir sigurinn og er þetta í fjórða sinn sem hann hlýtur þann titil. Rúnar Sigurpálsson hafnaði í öðru sæti á Haustmótinu með 5,5 vinn- inga og Jón Björgvinsson í því þriðja með jafnmarga vinninga. Stefán Bergsson hafnaði í fjórða sæti með 4 vinninga en 3,5 vinninga fengu þeir Halldór Brynjar Halldórsson, Sig- urður Eiríksson, Sveinbjörn Sig- urðsson og Jakob Sævar Sigurðsson. Framundan eru ýmis mót á vegum félagsins, m.a. næstu laugardaga hjá yngri kynslóðinni. Hið vinsæla Kiwanismót fer fram í Lundarskóla 4. nóvember og Islandsmót í drengja- og telpnaflokki verður haldið á Akureyri 11.-12. nóvember nk. Starfsemi Skákfélags Akureyrar fer fram í skákstofunni í íþróttahöll- inni. Morgunblaðið/Kristj án Umferðinni stjórnað TVEIR lögreglumenn stjórnuðu miðbæjarumferðinni á Akureyri með handafli síðdegis á föstudag, en vegna framkvæmda í bænum er gatnakerfið úr lagi. Þannig er til að mynda Strandgatan lokuð á kafla í miðbænum. Það hefur í för með sér að umferðin gengur ekki jafn greið- lega fyrir sig, en síðdegis á föstudög- um er nokkuð þung umferð um mið- bæinn. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar vill draga úr sorpi Komið verði í veg fyrir urðun á endur- vinnanlegum efnum SVEITARSTJÓRN Eyjafjarðar- sveitar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að beina þeim tilmæl- um til stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs að hefja nú þegar undirbúning að aðgerðum sem hafi það að markmiði að minnka eins og frekast er kostur umfang þess sorps sem fer til urðunar. Sérstaklega vill sveitarstjórnin að möguleikar á heimajarðgerð verði teknir til skoðunar eða aðr- ar þær aðferðir við jarðgerð sem henta mismunandi staðháttum á starfssvæðinu. „Jafnframt verði allra tiltækra leiða leitað til að koma í veg fyrir urðun á öðrum endurvinnanlegum úrgangi, s.s. pappír og plasti, segir í ályktun sveitarstjómar en hún beinir þeim tilmælum einnig til stjórnar Sorpeyðingarinnar að hún láti kanna með hvaða hætti best mætti standa að söfnun á land- búnaðarplasti sem fellur til í sí- vaxandi mæli í búrekstri. Rætt um urðun sorps af öllu Norðurlandi á einum stað I greinargerð með ályktuninni segir að í framhaldi af ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrar um að hætta urðun sorps í Glerárdal sé mjög brýnt að mótuð verði fram- tíðaráætlun um meðferð sorps, úrvinnslu þess og förgun. Nýr urðunarstaður sé enn ekki fund- inn en margt bendi til að hann verði ekki á Eyjafjarðarsvæðinu. Ræddar hafi verið hugmyndir um einn urðunarstað, jafnvel fyrir allt Norðurland. Verði sú lausn að veruleika skipti máli að minnka eftir föngum umfang sorps með tilliti til kostnaðar. Urðun á end- urvinnanlegu efni sé í hrópandi mótsögn við stefnumótun í um- hverfismálum, markmið Staðar- dagskrár 21 og ríkjandi viðhorf í helstu nágranna- og viðskipta- löndum okkar. Það skipti miklu fyrir Eyja- fjarðarsvæðið, sem vilji kynna sig sem vistvænt umhverfi þar sem matvælaframleiðsla er stór þáttur í atvinnulífinu, að gæta ímyndar sinnar að þessu leyti. „Því ber að leita allra leiða til að draga úr sorpförgun en leggja þess í stað ýtrustu áherslu á endurnýtingu og endurvinnslu, segir í ályktun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveit- ar. Morgunblaðið/Kristján Framkvæmdagleði á Krummafæti BÖRNIN á leikskólanum Krummafæti á Grenivík, voru í miklum framkvæmdahug er ljösmyndari Morgunblaðisins var þar á ferð. Þau voru m.a. að mála útihúsin á ieikskólalóðinni og notuðu pcnsil og vatn til verksins. Það var kannski eins gott að þau notuðu vatn en ekki málningu, því ekki er víst að kuldagallarnir sem börnin klæddust hefðu sloppið við málningarslettur og pensilför í öllum látunum. Það gerði alla vega minna til þótt eitthvað af vatni færi í fötin. Átta athugasemdir við tillögu að endurhönnun göngugötu, Skátagils og Ráðhústorgs Yiðhorfskönnun á bila- umferð í göngugötunni ÁTTA athugasemdir bárust við til- lögu að endurhönnun göngugötu, Skátagils og Ráðhústorgs á Akur- eyri, og voru athugasemdimar til umræðu á fundi umhverfisnefndar. Afgreiðslu tillögunnar var hins veg- ar frestað þar til hönnuðir hafa tekið til meðferðar þau atriði sem ábend- ingar og athugasemdir bárust við. I tillögunni er gert ráð fyrir bíla- umferð um göngugötuna og eru m.a. gerðar athugasemdir við þá hug- mynd. Umhverfisráð samþykkti að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við Rannsóknarstofnun Há- skólans á Akureyri um að gera við- horfskönnun meðal bæjarbúa á bfla- umferð í göngugötunni og meta hugsanleg áhrif bflaumferðar á þjónustu og verslun við götuna. Um- hverfisráð bendir jafmframt á að til- lagan skapi auknar forsendur fyrir aukna bflaumferð í götunni en að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort eða hversu mikil sú aukning verður. Einnig er í athugasemdum bent á að ekki megi gera lítið úr því mið- bærinn eigi við uppdráttarsýki að stríða og vandséð hvemig hún verði læknuð þar sem búið sé að ákveða að aðal verslunarsvæði bæjarins verði á Gleráreyrum um fyrirsjáan- lega framtíð. Og úr því að sú ákvörðun hafi verið tekin skipti ekki máli fyrir viðskipti í göngugötunni hvort bílaumferð er leyfð þar eða ekki. Umhverfisráð bendir á að vilji sé fyrir því hjá Akureyrarbæ að stuðla að áframhaldandi uppbyggingu mið- bæjarins sem miðstöðvar þjónustu og verslunar á Akureyri þrátt fyrir að ákveðin uppbygging verslunar hafi verið heimiluð á Gleráreyrum. Eins og fram hefur komið er áætl- aður heildarkostnaður við breyting- arnar í miðbænum um 100 milljónir króna en þar af kosta fyrirhugaðar breytingar í göngugötunni um 50 milljónir króna. Málstefna um íslenska tung-u á sal Menntaskól- ans á Akureyri Islensk tunga í lok aldar MÁLSTEFNA um stöðu íslenskrar tungu verður haldin á sal Mennta- skólans á Akureyri laugardaginn 18. nóvember næstkomandi í samvinnu við menntamálaráðuneytið og ís- lenska málnefnd. Fyrirlesarar munu meta hvernig íslensk tunga, ein fornlegasta þjóð- tunga Evrópu, hefur gegnt hlutverki sínu sem félagslegt tjáningartæki í umbyltingu 20. aldar, þegar íslenskt þjóðfélag breyttist úr einangruðu og einhæfu bændaþjóðfélagi í marg- skipt þjóðfélag á upplýsingaöld í stöðugum daglegum tengslum við umheiminn. Gerð verður grein fyrir því hvemig horfir fyrir fámennu málsamfélagi á tímum alþjóða- hyggju og nýrrar sjálfstæðisbaráttu smáþjóða þar sem miklir búferla- flutningar setja mark sitt á mörg samfélög. Fyrirlesarar á málstefnunni verða Andri Snær Magnason rithöfundur, dr. Bima Arnbjömsdóttir málfræð- ingur, dr. Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur, dr. Kristján Árna- son prófessor, dr. Hrafnhildur Ragnarsdóttir prófessor, Kristinn R. Ólafsson, fréttamaður, rithöfundur og þýðandi í Madrid, Ólafur Jensson verkfræðingur, Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttamaður og skáld, Þorsteinn Gylfason prófessor og Þórarinn Eldjárn, rithöfundur og skáld. I upphafí mun Björn Bjarna- son menntamálaráðherra ávarpa málstefnuna. Um 300 einstaklingum, fyrirtækj- um og stofnunum hefur verið boðið sérstaklega að taka þátt í málstefn- unni íslensk tunga í lok aldar, sem þó er opin öllum sem áhuga hafa á efninu. Þátttökugjald er 3.000 krón- ur og eru þar innifalin ráðstefnu- gögn, léttar veitingar á meðan stefn- an stendur og bók sem gefin verður út að stefnunni lokinni og hefur að geyma fyrirlestra og umræður á málstefnunni. Þátttökutilkynningar skal senda skólanum fyrir 10. nóv- ember nk. Kostendur málstefnunnar eru KEA, Landsvirkjun, Mjólkur- samsalan, menntamálaráðuneytið, Samherji, Sparisjóður Norðlendinga og Vátryggingafélag íslands. Dalvíkurbyggð, Ólafsfjörður og Siglufjörður Jarðgöng um Héðins- Qörð eru arðbær Á SAMEIGINLEGUM fundi bæjarráða Dalvíkurbyggðar, Ólafsfjarðar og Siglufjarðar sem haldinn var nýlega var samþykkt bókun vegna þeirra efasemdaradda sem fram hafa komið á opinberum vettvangi að undanfömu vegna jarð- gangagerðar um Héðinsfjörð. Fundur bæjarráða þessara þriggja kaupstaða bendir á að fyrirhuguð jarðgangagerð um Héðinsfjörð sé samkvæmt gögnum og útreikningum sem fyrir ligga arðsöm framkvæmd fyrirþjóðarbúið. „Fljótséður er sá mikli ávinningur sem verður af til- komu jarðganganna, ekki síst hvað varðar spamað í opinber- um rekstri með sameiningu og öflugu samstarfi sveitarfélaga á svæðinu. Fullur skilningur er á þörf fyrir samgöngubætur sem víðast á landinu og er hvatt til þess að samgönguverkefnum sem augljóst er að eru arðsöm sé hraðað sem kostur er. I þeim efnum er nýsamþykkt vegaáætlun metnaðarfull og hvetja bæjarráðin til þess að hvergi verði hvikað frá því að framfylgja henni,“ segir í bók- un bæjarráðanna og bent á að til framtíðar litið muni það verða til farsældar fyrir land og þjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.