Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Drykkfelldur, einhleypur og kvensamur Norðmenn hafa lengi átt góða reyfara- höfunda, að mati Arnar Ólafssonar sem tel- ____ur að ekki sé ómaksins vert að_ tala til almennings um hversdagslegt umhverfí hans og gæða það lífí. NORÐMENN hafa lengi átt góða reyfarahöfunda. Og það er ekki lítils virði að tala til almennings um hversdagslegt umhveríi hans, gæða það lífí og lit og gera það dularfullt. Ég minnist sérstaklega Bemhard Borge sem fyrir miðja 20. öld og síð- ar skrifaði áhrifamikla reyf- ara. Hann tók umhverfi sem kunnuglegt var lesendum úr bókmenntum, myrka skóga með tjöm og gömlum sumar- bústað, gamalt einbýlishús skip- stjóra á vestur- ströndinni, o.fl. þ.h., lýsti þessu myndrænt, svo þmngið varð óhugnaði og spennu, og lét síð- an einhvern með- aljón upplýsa gát- una. Og það vom jafnan sálfræði- legar gátur, frek- ar en að venjuleg ágirnd eða kapp réði atburðarásinni, af því varð þetta þeim mun sér- kennilegra og óhugnanlegra. Svip- aðar slóðir fór Gerd Nyquist, þó er umhverfið öllu hversdagslegra hjá henni. Frægust núlifandi höfunda er lfldega dómsmálaráðherrann fyrr- verandi, Anne Holt. En mér fmnst aðrir mun betri, bæði Kim Smáge og svo Kolbjorn Hauge, sem skrifar á nýnorsku um glæpi dreifbýlisbúa. Anne Holt heldur sig aðallega við höfuðborgina, það sem ég hefi séð, en Gunnar Staalesen við Bergen. Hann fylgir meira gömlu banda- rísku hefðinni, í stfl stórmeistarans Raymond Chandler. Nýr höfundur Jan Mehlum heitir hálfsextugur lýðháskólakennari í Vestfold, sem liggur vestan við Óslóarfjörð. Ný- lega birtist þriðji reyfari hans, en sá fyrsti, Gullnir tímar, birtist 1996. Hann hlaut norsku reyfaraverðlaun- in fyrir Kaldar hendur, sem birtist í fyrra. Þessar tvær hafa þar að auki verið gefnar út'í Þýskalandi. Nýlega birtist svo þriðji reyfari Mehlum. Sú bók heitir Hin kinnin, með augljósri tilvísun í boðskap Jesú um fyrirgefningu. Ekki svo að skilja, að bókin sé neitt kristileg, en titillinn er mikilvæg vísbending samt. Sagan gerist í Tönsberg, fæð- ingarbæ höfundar. Söguhetjan er miðaldra lögmaður, sem leiðist til að upplýsa afbrot. Samkvæmt gróinni reyfarahefð er hann drykkfelldur, einhleypur og kvensamur. En hann aðlagast nútímalegri tísku með að vera fráskilinn, annast unglingsdótt- ur sína aðra hvora helgi, og umfram allt, hann fer vart út úr húsi án þess að dragnast með risavaxinn St. Bernharðshund. Það ætti nú að höfða til Norðurlandabúa! Mikilvæg aukapersóna er vinur hans sem starfar hjá lögreglunni, en fer ekki eftir hefðum og forskriftum þar. Það er alveg samkvæmt hefðum og for- skriftum reyfara, eins og allir les- endur þeirra (og sjónvarpsáhorfend- ur) kannast við. Sagan hefst á því að virtur yfir- læknir á miðjum aldri hefur horfið, skýringalaust, en látið eftir sig passa og greiðslukort, hvað þá ann- að. Kona hans biður okkar mann um að leita hans, og það er svolítið erf- itt, því hún hafði verið ástkona hans fyrir löngu, en yfirgefið hann fyrir lækninn. En okkar maður fer að rannsaka, og þá kemur á daginn, að fleiri hafa horfið á ámóta dularfullan hátt frá þessum stóra smábæ. Ein- hleypur kennari, sem var með allan hugann við fljúgandi furðuhluti, unglingspiltur á leið í skóla, blaða- maður sem skrapp út á bensínstöð eftir rettum, lögreglumaður sem átti von á bami. Fátt er sameiginlegt þessum mönnum, nema það að þeir sem til þeirra þekkja taka þvert fyr- ir að um sjálfsmorð geti verið að ræða. Piltinum þótti svo vænt um hundinn sinn, lækninum svo vænt um sjálfan sig, blaðamaðurinn var svo lífhræddur o.s.frv. En væri nú raðmorðingi ábyrgur fyrir þessum mannshvörfum, hvað í ósköpunum gæti hann þá gert af 5-6 líkum? Kímni Rannsóknir lögmannsins leiða hann nú á mikla glapstigu, til Berl- ínar og Malaga m.a. Og í bland við alvöru er mikil kímni í þessari frá- sögn, t.d. þegar söguhetjan ræður tvær aldraðar ömmur sem aðstoðar- menn sína, og þær eru miklu ráða- betri en hann hafði grunað, rota loks illræðismann, sem var að kyrkja söguhetjuna. Persónurnar eru auð- vitað yfirborðslegar, svo sem vant er í skemmtisögum. En þær eru þó með persónulegum sérkennum, sem birtast ekki síst í ýmiskonar norsk- um mállýskum. Lesendur fá fjöl- skrúðuga mynd af Norðmönnum nú- tímans við ýmsar aðstæður, hér skiptast á hefðbundið og nýtísku- legt, auðlegð, tíska og örvænting lít- ilmagna. Aðstæðurnar eru trúverð- ugar, svo litríkar og fjölskrúðugar sem þær eru, og flækjan vel spunn- in. Er óhætt að mæla með þessari bók við reyfaralesendur sem til- breyting frá því sem algengast er í búðum heima. Bókmenntaverk Fyrir löngu hafa metnaðarfullir höfundar skáldverka af öðru tagi séð möguleikana sem felast í vin- sældum reyfaraformsins. Þar á meðal er óystein Lonn sem fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandar- áðs fyrir fáeinum árum. 1991 kom skáldsaga hans, Fimmta mál Tóm- asar Ribe. Hún segir frá svonefnd- um lögreglumanni sem hefur upp- lýst fjórar morðárásir á dómara, og á nú að kanna morðárás á lækni, hálfbróður sinn. Þetta leiðir hann frá Ósló til heimasveitar hans, sem hann vildi aldrei endurlíta. Töluvert er um óskýrð atvik, jafnvel dularfull, og sögunni lýkur dramatískt - án þess þó að málið sé upplýst, og í rauninni er Lonn bara að leika sér að reyfaravæntingum lesenda til að draga athygli þeiiTa að lífi persón- anna, sem vissulega er dæmigert, en verður sérstætt. Annar prýðishöfundur norskur er Jan Kjærstad, og hann hefur einnig notað reyfaraformið í mjög mynd- rænum frásögum, þar sem þó er vik- ið frá reyfarahefð í afgerandi atrið- um, málin eru ekki upplýst, af því að annað reynist mikilvægara, en hvað það er, er ekki auðvelt að umorða. Það er einskonar tilfinning fyrir líf- inu, sem hann setur fram í heillandi skáldsögum. Jan Mehlum Jan Kjærstad Karlar og konur RÚNAR Helgi Vignis- son hefur nú sent frá sér annað smásagna- safn sitt, í allri sinni nekt, en hann hefur áður skrifað þrjár skáldsögur og þýtt fleiri eftir kunna rit- höfunda samtímans. Smásögurnar nýju snúast um samskipti kynjanna og skyggnst er inn í þann hluta samskiptanna sem telja má náinn. Inn í prívatherbergin sem rúma sjaldnast fleiri en tvo í einu. Kona og maður að kynnast á baðströnd. Maður sem upp- götvar framhjáld konu sinnar þegar síminn hringir yfir fínum málsverði. Par sem á von á barni og þarf að ganga frá sérstöku máli. Ekkill með kynhvöt. Og þá er fátt upptalið af efni sagnanna. Fáu er hlíft og lítið er falið. Áður en lengra er haldið er höfund- urinn spurður um stöðu smásög- unnar í dag. „Þegar ég bjó úti á landi lenti ég iðulega í trúboðs- stellingum fyrir hönd landsbyggð- arinnar og það sama gerist þegar út kemur smásagnasafn eftir mig. Það segir manni kannski að smá- sagan eigi jafn erfitt uppdráttar á íslandi og landsbyggðin. Öll vötn virðast renna til skáldsögunnar en ég læt mér ekki segjast. Vegna þess að smásagan er mjög merki- legt form, hnitmiðað og áhrifa- ríkt. Einhvern tíma las ég að fólk læsi smásögur hlutfallslega hæg- ar en skáldsögur sem þýðir að lesandinn er einbeittari við Iestur- inn, nokkuð sem höfundur hlýtur að sækjast eftir. Þess vegna hent- ar smásagan vel þegar persónur eru í tilfinningalegu návígi eins og í þessari bók. Að sumu Ieyti er smásagan skyld kvikmyndinni og beggja má njóta í einni striklotu, einni setu.“ Þú byggir sögurnar mikið upp á samtölum? „Samtöl skipa alltaf mciri og meiri sess í verkum mínum. Eg vil láta fara lítið fyrir sögumanninum, nema um fyrstu persónu frásögn sé að ræða, kýs frekar að persónurnar kynni sig sjálfar í gegnum samtöl og athafnir. Mér hefur alltaf fundist svo gaman að hlusta á fólk tala saman. Þetta gætu líka verið áhrif frá kvikmynd- um. Eða sauma- klúbbunum hjá mömmu i gamla daga.“ Sögurnar þín- ar eru erótískar. „Já, finnst þér það? Ég lagði upp með þann vanda sem fylg- ir eðli okkar og ást- um, hitt er meira óvart. Ég vildi freista þess að komast að kviku mannlífsins eins og það birtist í samskiptum kynjanna og var staðráðinn í þvi að lita ekki undan. Sumar sögurnar gengu á ýmsan hátt mjög nærri mér sem siðmenntuð- um manni og tilfinningaveru. Það má segja að ég hafi skrifað þessa bók af líkama og sál.“ Hver er staða karlmennskunnar í dag? „Þó að ég kenni karlmennsku minnar á hverjum degi Iit ekki á mig sem dæmigerðan karlmann. Því er kannski ekki rétt að spyrja mig. Ég hef lengi unnið heima og verið heimavinnandi á meðan konan min vinnur utan heimilis- ins. Á timabili þótti mér sem kvennasamtök gætu einna helst gætt hagsmuna minna en komst að því að þótt ég væri nánast orð- inn kona, eða lesbía, hvað stöðu mina varðaði, þá virtust þau ekki hafa neinar lausnir fyrir mig. Þá hætti ég um tíma að lesa Veru. Ég var orðinn ringlaður varðandi eðli mitt og stöðu í samfélaginu sem heimavinnandi karlmaður, gat ekki lesið Veru en gramdist óheyrilega þegar mér þóttu kyn- bræður mínir úti í fyrirtækjunum ekki koma nógu vel fram við kon- una mína. Þá langaði mig í stríð en fann ekki vopnin. Síðan farið var að taka bæði kynin inn í um- ræðuna hefur mér þó liðið ögn skár með þetta, enda æskilegt að pláss sé fyrir manneðlið allt í samfélaginu." Hefurðu orðið fyrir áhrifum af því hvernig skáldkon- ur skrifa um samskipti kynjanna? „Ég er mikill áhugamaður um skrif þeirra. Undanfarin tíu ár hef ég líka oft óskað mér þess að ég væri kvenkyns höfundur, með- al annars vegna þess að meira mark virðist vera tekið á konum þegar þær skrifa um þetta efni. Þegar kona skrifar um kynlíf, jafnvel á grófan hátt, þá hefur hún meira frelsi en karl og iðu- lega er litið á slík skrif sem rann- sókn á kveneðlinu. Ef karlmaður gengur jafn langt í skrifum sínum eru þau gjarnan stimpluð sem klám, þess vegna öfuguggaháttur. Ég kýs að bjóða þessum hugsun- arhætti birginn, enda held ég að karlmenn hafi mikla þörf fyrir að fást við samskipti sín við hitt kyn- ið á sínuin forsendum. Þeir svífa í lausu lofti nú á dögum, vita ekki hver réttur þeirra er gagnvart kvenfólki eða hvort þeir hafi ein- hvern rétt, hvort þeir eigi að vera harðir eða mjúkir. Karlmennirnir í bókinni eru oft ansi ráðvilltir og fara stundum halloka eins og maðurinn sem býðst til að hjálpa konunni sinni yfir læk, riddaraleg tilraun sem fær sneypulegan endi. Sem hcimavinnandi karlmaður nýt ég þess að geta skoðað hlut- verk kynjanna frá sjónarhornum sem stæðu mér ekki opin ef ég færi alltaf út á morgnana og kæmi heim seint á kvöldin. Því sögurnar í bókinni fjalla jafn mik- ið um konur sem karla. ú norska hélt áfram að tala í eyra hans. Það var eitt- hvað í raddblæ hennar sem gerði hann órólegan. Ég vildi bara segja þér að konan þín er í því að draga gifta menn á tálar þegar hún er á ráðstefnum. Hvað veist þú um það? spurði hann kuldalegri röddu. Ég veit það vegna þess að hún var með mann- inum mínum. Var hún hvað? Hún dró manninn minn á tálar. Föður þriggja ungra barna sem þurfa á honum að halda. Sagði að maður- inn sinn væri svo... Hún hikaði og á meðan gaut hann augunum á konu sína sem virtist enn lifa sig inn í tónlistina og dansinn. Það þarf tvo til, heyrði hann sjálfan sig segja. Rétt er það, sagði sú norska, en svona nokkuð gerist ekki nema báðir aðilar séu samþykkir. Ég vildi bara láta þig vita. Og sagði hvað um manninn sinn? Eg ætti auðvitað ekki að segja þér þetta, en hún sagði víst að maðurinn sinn væri svo óáhugaverður. (úrl allri sinni nekt.) Rúnar Helgi Vignisson Listasafn Islands Ráðin deildarstjóri MARGRÉT Elísabet Ól- afsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri listaverka- og sýningardeildar Listasafns Islands. Margrét Elísabet Ólafs- dóttir tók stúdentspróf 1985, lauk DEUG-gráðu í listmiðlun frá Sorbonne- háskóla 1994 en hafði áður verið einn vetur í myndlist við sama skóla. Hún lauk rét Elísa- Dlafsdóttir LICENCE-prófi í fagur- fræði með áherslu á mynd- list frá Sorbonne-háskóla 1995. Masters-prófi í sömu grein frá sama skóla 1997 og DEA prófi - fyrri hluta doktorsprófs - einnig frá sama skóla 1999 í fagur- fræði með áherslu á mynd- list. Umsækjendur um starfið voru 14. Njrjar bækur • Skáldsagan Haustgríma. er eft- ir Idunni Steinsdóttur. Þetta er fyrsta skáldsaga höf- undar fyrir fullorðna og hér leitar hún á fornar slóðir, allt aftur til víkingaaldar. I kynningu forlagsins segir: „Fáeinar línur úr fornum sög- um verða Iðunni Steinsdóttur uppspretta að áhrifamiklu skáldverki, miskunnarlausri fjölskyldusögu um baráttu mæðra, feðra, dætra og sona í vægðarlausri veröld átaka og andstæðna - veröld allra tíma. Haustgríma er ekki saga um glæstar hetjur sem ríða um héruð, heldur um framtíðarhallir sem hrynja til grunna á einu andartaki - og sterkar tilfinningar. Mikil ör- lög eru stundum fólgin í fáum orð- um.“ Iðunn Steinsdóttir hefur áður sent frá sér fjölda barna- og ungl- ingabóka, auk leikrita og annarra verka. Hún hefur hlotið fyrir_þau ýms- ar viðurkenningar, m.a. Islensku barnabókaverðlaunin árið 1991 og Heiðurslaun Bókasafnssjóðs höf- unda árið 2000. Útgei'andi er Iðunn. Bókin er 147 bls., prentuð í Prentsmiðjunni Odda hí’. Leiðbeinandi verð: 3.980 krónur. Islenskar kóraraddir í Svíþjóð NU ER í undirbúningi kóramóts ís- lenskra kóra erlendis, sem haldið verður í Lundi í Svíþjóð 31. mars á næsta ári. Á undanfömum árum hef- ur íslenskt kórastarf erlendis verið í blóma, að sögn Sveins Vilhjálmsson- ar í Lundi. „Kórarnir hafa útvegað sér fagmenn sem kórstjóra og bætt æfingaaðstaða og reglulegur æfinga- tími hefur eflt kórastarfið til muna. Kórarnir taka þátt í safnaðarstarfi og halda eigin tónleika auk þess sem þeir koma fram á skemmtunum Is- lendinga. Þetta öfluga kórastarf hef- ur verið mikil landkynning enda flytja kórarnir mestmegnis íslenska tónlist," segir Sveinn. Samstarf kóranna hófst fyrh- áttá árum með sameiginlegum tónleikum íslensku kóranna í Lundi og Gauta- borg, en síðan hafa árlega verið hald- in kóramót pg sífellt fleiri kórar bæst í hópinn. Á síðasta kóramóti, sem haldið var í Ósló, tóku sjö kórar þátt, en vegna vaxandi umfangs kóramót- anna hefur verið ákveðið að halda þau framvegis annað hvert ár. Nú er röðin komin að íslenska kórnum í Lundi að halda næsta kóra- mót. Undirbúningur er þegar í full- um gangi en þeir sem vilja afla sér frekari upplýsinga um kóramótið og starf kóranna geta haft samband við Svein Vilhjálmsson, netfang: sveinn.vilhjalmsson@swipnet.se. Iðunn Steinsdðttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.