Morgunblaðið - 01.11.2000, Side 35

Morgunblaðið - 01.11.2000, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 35 Víkingaöldin og Viktoríutíminn BÆKUR Bðkmenntafræði THE VIKINGS AND THE VICTORIANS Inventing the Old North in Nine- teenth-Century Britain eftir Andrew Wawn. 434 bls. D.S. Brewer. Cambridge 2000. BÓK ÞESSI er dálítið þung en eigi að síður áhugaverð, fjörlega skrifuö og frjálslega í stflinn færð mætti segja. Höfundur hefur ekki aðeins rannsakað í þaula efnið eins og það kemur fyrir sjónir heima fyr- ir. Hann hefur einnig kynnt sér við- fangsefnið eins og það lítur út frá bæjardyrum Islendinga. Þegar Bretar horfa um öxl minnast þeir Viktoríutímabilsins sem dýrðartíma velmegunar og áhrifa. Undir krúnu þeirra ástsælu drottningar varð Bretaveldi voldugast, víðlendast og ríkast. En einmitt á sama tíma dróg- ust íslendingar hvað bagalegast aft- ur úr öðrum. Wawn getur þess að áhugi Breta á norrænum fræðum hafi einmitt vaknað við upphaf þessa tímabils, Viktoríutímans. Allt til þess hafi Bretum komið í hug fiskur frem- ur en forn fræði þegar ísland var nefnt. Wawn hefur eftir Stanley, sem ferðaðist um ísland 1791, að furðu gegndi hversu lítið landar hans vissu um þessi heimkynni sagnari- tara norðursins. Island var á hjara heims. Noregur stóð nær. Því var of- ureðlilegt breskir fræðimenn skyldu horfa til Noregs jafnskjótt sem þeir vöknuðu til vitundar um þessa löngu liðnu tíma. Kom þá af sjálfu sér að víkingaöldin var færð til bókar undir merkjum „Old Norse“. Margir Bret- ar lögðu leið sína til Noregs. Á sama tíma var sterk þjóðemisvakning að færa Norðmönnum heim sanninn um mátt sinn og megin. Þeim þótti því hvergi verra að aðrir hefðu nokkuð til þeirra að sækja! Heimskringla kom fyrst út í enskri þýðingu 1844. Þýðandinn var Samuel Laing. Hann hafði starfað erlendis, þar af dvalist þrjú ár í Noregi. Til íslands kom hann aldrei og skildi ekki orð í ís- lensku, naut engrai' aðstoðar frá Is- lendingum en fór eftir danskri þýð- ingu. Árið 1861 kom svo Njála fyrir sjónir enskra lesenda. Þýðandinn var enskuprófessor í London, Ge- orge Dasent að nafni. Hann hafði raunar þýtt bókina tæpum tuttugu árum áður þegar hann starfaði í breska sendiráðinu í Stokkhólmi. Wawn getur þess að á þeim tíma hefðu afar fáir Bretar haft á valdi sínu að þýða beint úr íslensku. Allt um það gat Njála ekki verið fullkom- lega „Norse“ í sama skilningi og Heimskringla sem gerðist í Noregi. Njála gerðist þó á Islandi enda þótt Noregur kæmi þar lítið eitt inn í myndina. Dasent langaði að sjá sögustaðina og gerði tvisvar ferð sína til íslands. Hann hreifst af landi og þjóð þótt þar sætu hvorki fyrir lá- varðar né hefðarfrúr. William Morris lagði líka tvívegis leið sína til íslands. Orð hans vógu þungt þar sem hann var þekktur í heimalandi sínu, mun þekktari en hinir tveir. Hann var hugsjónamað- ur, alþýðusinni, sósíalisti. Wawn giskar á að Islandsáhugi hans kunni að hafa tengst því. Svo mjög sem örbirgðin háði íslendingum leit Morris svo til að hún væri þó snöggt- um bærilegri en misréttið heima fyr- ir. Wawn tekur upp eftir honum þessa Islandslýsingu: „Island er undursamlegur, fagur og hátíðlegur staður... þar sem égundi mér sann- arlega vel.“ William Morris kynntist mörgum íslendingum, þeirra á meðal Jóni Sigurðssyni, og lét sér annt um hag landsins. Hann fór þess meðal ann- ars á leit við Jón að tiltekin kvæði sín yrðu þýdd á íslensku og birt í Nýjum félagsritum. Wawn getur þess að á síðari hluta aldarinnar hafi enskir fræðimenn, sem fengust við fornar bókmenntir, notið aðstoðar Islendinga sem bú- settir voru í Bretlandi. Fremstir að telja voru þeir Eiríkur Magnússon í Cambridge og Guðbrandur Vigfús- son í Oxford. Guðbrandur hafði um þrjátíu ára skeið setið að orðabókar- gerð auk fleiri starfa. Eiríkur hafði verið bókavörður í fullu starfi, ís- lenskukennari að aukastarfi og fræðimaður í tómstundum. Báðir hafi svo menn þessir sinnt endalaus- um fyrirspurnum breskra fræði- manna sem langaði að fræðast um fornnorræn málefni. Þorleif Repp nefnir Wawn einnig. Wawn ber rækilega saman ís- lenskan og enskan texta þeirra rita sem þýdd voru á ensku og áður eru nefnd. Samanburðurinn ber með sér að hinir ensku þýðendur hafa vandað sig eins og kostur var enda þótt ekki væri þýtt úr frummáli. Hvað sem þvi líður stendur hitt eftir að enskan og íslenskan eru eins og tveir heimar. Hugblær sá, sem hin mögnuðu og margræðu tilsvör í Islendingasögun- um vekja með íslenskum lesanda, verður seint útlagður á nokkurt er- lent tungumál. Vandi sá, sem breskur íslands- áhugamaður stóð frammi fyrir á seinni hluta 19. aldar, var auðvitað margvíslegur. Wawn getur þess hve erfitt var að komast til íslands og þá ekki síður að ferðast um landið eftir að þangað var komið. En erindið var oftar en ekki að vitja sögustaða. Stóra-Bretland var háþróað menn- ingarríki með afar greiðum sam- göngum. ísland stóð á byrjunarreit, nánast eins og Guð hafði skapað það. íslensk stafsetning var enn á reiki. Sumir vildu fyrna mál sitt auk þess sem íslensku bókstafirnir, ð og þ, komu framandlega fyrir sjónir í öðr- um löndum. Á titilsíðum segist Wawn t.d. hafa rekist á orðmyndim- ar, Guðbrandr, Guðbrand, Gud- brandr og Gudbrand. Hann hafi því ákveðið að taka upp stafrétta þá ís- lenska texta sem hann skírskotar tíl. Að öðru leyti styðst hann við ís- lenska nútímastafsetningu. Margur metur bók eftir þvi hvers konar áhrif hún skilur eftir í hug- skotinu að lestri loknum. Niðurstað- an verður sú að stundum þeim, sem það tekur að fara í gegnum þessa miklu bók, sé nokkuð vel varið. Þó Wawn sé fræðimaður og leggi meg- ináherslu á faglegu hliðina lokar hann ekki augunum fyrir hinu mann- lega. P.s. I grein minni um bókina Skólalíf eftir Guðlaug R. Guðmunds- son, sem birtist 24. okt. sl., hefur tölvuveiran gert sig heimakomna. Þar sem sagt er frá Bessastaðaskóla stendur rektor í blaðinu en á að vera lektor. Það leiðréttist hér með. E.J. Erlendur Jónsson Náttúran í fáum dráttum BÆKUR Lj»ð GLERMEISTARINN eftir Olav H. Hauge. Þýðandi: Árni Óskar Árnason. Bjartur 2000 - 56 bls. kenni á ljóðum Hauges að hnita afar fáa og knappa hringi um eina hug- mynd. Með þessum hætti eru Ijóðin líkust leifturljósi sem skilur eftir skýra mynd af viðfangsefninu í kolli lesandans. Sum minna á austur- lenska Ijóðlist, krafturinn í hverju orðið mikill. Dæmi um slíkt Ijóð er Desembermáni 1969: hverfið sem skáldið lifði í. Kímnin er sjaldan langt undan, sjá t.d. Sleggju: Ég er bara sleggja. Þama stend ég nú. Ér er bara til taks þegar á reynir. OLAV Hauge var sérstakur mað- ur og sérstakt skáld. Hann bjó af- skekkt í Noregi, var einbúi og kunn- ur fyrir að yrkja bæði Ijóð og jörð. Fyrstu Ijóðabók sína gaf hann út 38 ára gamall, þá þroskaður lífs- reynslu. Glermeistarinn er safn 40 Ijóða skáldsins, langflest þeirra eru stutt og hnitmiðuð. Það er einmitt ein- Hann felur stálið í silfurslíðri. Það er blóð á egginni. Þýðandinn, Árni Óskar Árnason, hefur sótt flest ljóðin í þessa sýnis- bók til síðustu þriggja Ijóðabóka Hauges. Mörg eru Ijóðin tengd nátt- úrunni enda í samræmi við um- Fátt skal hér sagt um hvemig til hefur tekist með þýðingu Óskars Áma; frumtextinn er ekki við hönd- ina. Hitt er ljóst að myndir og merking skila sér prýðilega á ís- lensku - og er þá ekki gefið að þær séu jafntærar á frummálinu. Ingi Bogi Bogason VIÐ ERUIVl FLUTT eru fluttar í Heimsferðir hafa nú flutt aðalskrifstofur sínar í Skógarhlíð 18, og bjóða viðskiptavini sínavelkomna í nýtt og glæsilegt húsnæði þar sem þú finnur nóg af bílastæðum. Heimsferðir Skógarhlíð 18 • Reykjavík • Sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Ríkisvíxlar í Tnarkflolckum Utboð miðvikudagmii 1. nóvember í dag, miðvikudaginn 1. nóvember kl. 11:00, fer fram útboð á ríkisvíxlum hjá Lánasýslu ríkisins. Að þessu sinni verður boðið upp á Vh mánaða ríkisvíxla en að öðru leyti eru skilmálar útboðsins í helstu atriðum þeir sömu og í síðustu útboðum. I boði verður eftirfarandi flokkur ríkisvíxla í markflokkum: Aitkðhflmaik Flokkur Gjalddagi linsumi Núvcimuii stala* tekinna tíiixxSa* RVOl-0117 17.janúar 2001 2,5 mónuðir 700.- 3.500- *MUljónir króna Sölufyrirkomulag: Ríkisvíxlamir verða seldir með tilboðsfyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í ríkisvíxla að þvi tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 20 milljónir. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestingalánasjóðum, verðbréfafyrirtækjum, verðbréfasjóðum, lifeyrissjóðum og tryggingafélögum er heimilt að gera tilboð í meðalverð samþykktra tilboða að lágmarki 500.000 krónur. Öll tilboð í ríkisvíxla þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 11:00 í dag, miðvikudaginn 1. nóvember 2000. Útboðsskilmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríldsins, Hverfisgötu 6 og í síma 540 7500. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: 540 7500 • Fax: 562 6068 www.lanasysla.is • utbod@lanasysla.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.