Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 29 ERLENT Evrópusambandið, Serbía og Balkanskagi Reuters Bretinn Chris Patten (t.h.), sem fer með samskipti Evrópusambandsins við önnur ríki, ásamt Vojislav Kostunica, forseta Júgóslavíu, í Belgrad. eftir Chris Patten © Project Syndicate TUTTUGASTA og fjórða september kusu íbúar Serbíu - hópum saman - vor eftir langan vetur í stjómmálum þrátt fyrir kerfi sem vann gegn þeim. Þeir lá-öfðust nýrrar byijunar íyrir land sitt - tækifæris til að láta efna- hagslega og pólitíska eymd undanfar- inna ára heyra sögunni til. Tíu árum á eftii- íyrrverandi kommúnistaríkjum Evrópu verður Serbía nú að byija að byggja upp opið, lýðræðislegt samfé- lag. Evrópusambandið hefur lýst vilja sínum til að aðstoða lýðræðislega Serbíu við að gerast aftur meðlimur í evrópsku ijölskyldunni. Evrópusambandið er til marks um einhverja best heppnuðu tilraun sem þjóðir og lönd hafa gert í sögunni til þess að yfírvinna deilur með því að leggja áherslu á samvinnu og sam- keppni á jöfnum grundvelli hefui' kom- ið í staðinn íyrir bardaga á vígstöðv- um. Fyrir fimmtíu árum töldu fáir þetta mögulegt. Megnið af Vestur- Evrópu var í rúst. Fjandskapur kraumaði. Með örlátum stuðningi frá Bandaríkjunum byggðum við upp kröftugt samfélag lýðræðisríkja sem gátu staðið af sér einræði vegna efna- hagsstyrks ogpólitísks frelsis. Bregðast þarf við fjandskap í Júg- óslavíu og rústum efnahagslífs lands- ins með svipuðum hætti. Orðspor Evrópusambandsins er óflekkað. Þegar kommúnisminn hrundi byrjuðum við á því að rétta rílqum Austur-Evrópu hjálparhönd við að koma á lýðræði og skipta yfir í markaðshagkerfi. Við gerðum þetta með sömu einurð og trú á getu þeirra til að ná árangri og Bandaríkin veittu endurbyggingu Vestur-Evrópu eftir síðari heimsstyrjöld. A þeim tíu árum sem liðin eru frá falli Berlínarmúrsins hefur þessum löndum verið umbreytt og eru þau nú að heija þátttöku í Evrópusamband- inu. Við sögðum sem svo, við sjálf okk- ur, að aldrei gæti aftur skollið á stríð í Evrópu. En svo fór nú samt, á Balk- anskaga. Ekki höfðu enn verið kveðnir niður allir evrópskir draugar. Eftir að stríð hefur geisað í áratug erum við lítillátari, vísari, vona ég - en ákveðnari í að snúa við blaðinu, vinna með löndum og þjóðum Suð- austur-Evrópu við að breyta heima- högum þeirra, fremur en við að flýja þá. Um það snýst stöðugleikasáttmál- inn - hann felur í sér viðurkenningu á að takast verði á við vanda þessa heimshluta í grundvallaratriðum; við- urkenningu á að það er mun kostnað- arsamara að takast á við hvert vanda- málið á fætur öðru en að koma á langtíma friðaráætlun. Fáar prófraunir hafa reynt eins mikið á getu Evrópusambandsins til að koma á stöðugleika og Balkanskagi. I Kosovo á síðasta ári tóku Banda- ríkjamenn að sér megnið af hemaðar- aðgerðunum. Bandarískh' og evrópsk- Evrópusambandið hefur lýst vilja sínum til að aðstoða lýðræð- islega Serbíu við að gerast aftur meðlimur í evrópsku fjölskyld- unni. ir friðargæsluliðar standa hlið við hlið í Kosovo og í Rosníu. Hátt í tveir þriðju þessara gæsluliða - um 30 þúsund - eru frá Evrópusambandsríkjunum. Meginstefnumál okkar liggja ljós fyrir: Byggja á sterkt og stöðugt kerfi lýðræðisríkja í þessum heimshluta, kerfi sem - vonum við - Serbía verður nú hluti af. Við erum að byija að fylgja þessari stefnu með því að reisa, bókstaflega og með táknrænum hætti, þjóðveg Suðaustur-Evrópu til sam- runa við aðra hluta álfunnar og Evró- Atlants-samfélagið. Sá þjóðvegur er reistur á gmndvelli þar sem miklar umbætur njóta umtalsverðs stuðn- ings. Varið hefur verið hátt í átta millj- örðum evra í endurbyggingu og neyðaraðstoð í þessum heimshluta síð- an 1991. Efnahagsaðstoð Evrópu- sambandsins við þennan heimshluta á þessum árum nemur 17 milljörðum evra. Á þessu ári ver framkvæmda- stjóm Evrópusambandsins hátt í 600 milljónum evra til endurreisnar í Kosovo og Bosníu, og styður hug- rakka og nýkjöma leiðtoga í Króatíu, styður umbætur í Makedóníu og Alb- aníu. í Svartfjallalandi veitti Ewópusam- bandið umtalsverða aðstoð þegar stjómvöld í landinu stóðu uppi í hárinu á Milosevic. Aðstoð Evrópusam- bandsins við Svartfjallaland var tvö- folduð - í sem nemur 20 milljónum evra - á þessu ári. Leiðtogafimdur sambandsins í Lissabon mælti fyrir um frekari aðstoð við að aflétta mest knýjandi efnahagsvanda Svartfjalla- lands. Við erum reiðubúin til að rétta Serbíu hjálparhönd á sama hátt. Framfarir víða í Balkanríkjum Þegar hinir nýju leiðtogar Serbíu Hta í kringum sig blasir við þeim að miklar framfarir hafa orðið. I Króatíu hefur lýðræði breiðst út síðan kosning- ar vom haldnar fyrr á þessu ári; í Makedóníu hefur nærri verið lokið samningaviðræðum við Evrópusam- bandið um stöðugleika- og samstarfs- sáttmála, og er það fyrsta ríkið sem nær þeim árangri; í Álbaníu er póH- tískum og efnahagslegum umbótum haldið tíl streitu; og í Bosníu hafa sí- fellt fleiri flóttamenn snúið heim. Jafn- vel í Kosovo, þar sem mörg ljón em á veginum, hafa framfarir orðið. Þessar framfarir em líka svæðis- bundnar: FjárfestingarsáttmáH innan héraðs, barátta gegn spilHngu í héraði, umbætur í fjölmiðlun. Samningar hafa verið gerðir um endumýjun Blace- landamærastöðvarinnar milH Mak- edóníu og Kosovo, og um byggingu nýrrar brúar yfir Dóná á milfi Búlgar- íu og Rúmeníu. Þetta er umtalsverður árangur sem stöðugleikasáttmálinn gerði mögulegan. Evrópa stendur ennfremur straum af kostnaði við fjöldamörg byrjunar- verkefni - sem hafist verður handa við á næstunni, eða innan árs - við að gera endurbætur á brúm, vegum, flugvöU- um, vatnsdreifikerfum og rafveitum víðsvegar á svæðinu. Þá er það ekki síður mfidlvægt verkefni að koma upp hugbúnaði stofnana - embættis- mannakerfi, írjálsum fjöfiniðlum, óháðu dómskerfi, starfhæfum og ábyrgum stofnunum sem alfir þjóðfé- lagsþegnar geta treyst og trúað á. Framkvæmdastjóm Evrópusam- bandsins hefúr heitið að verja 530 mUljónum evra tfi byijunarverkefn- anna. En samstarf er tvíhliða. Til þess að árangur náist þurfa löndin sjálf að koma til móts við þessar fram- kvæmdir af sömu eindrægni við að gera umbætur. Þessi aðferð - hjálp við sjálfshjálp, í beinum tengslum við raunveralegar umbætui' - er kjam- inn í stöðugleika- og samstarfsfram- kvæmdum Evrópusambandsins. Þær framkvæmdir munu veita - og eru þegar byrjaðar að veita - umtals- verðan ágóða til handa þessum heimshluta, í formi viðskiptatæki- færa, stjómmálatengsla og samvinnu héraða. Hér má nefna, að nýlega vom sam- þykktar byltingarkenndar tillögur um aukin tækifæri í viðskiptum - með ósamhverfum viðskiptaháttum - á Evrópusambandsmarkaði til handa löndunum í þessum heimshluta. Þetta kemur til framkvæmda fyrsta nóvember. Hálfu öðm ári eftir að loftárásir vora gerðar á Kosovo er okkur farið að miða áfram. Breytingamar í Serb- íu em til marks um að íbúar Serbíu hafa Hka veitt því athygli sem er að gerast annars staðar í þeirra heims- hluta og vilja ekki lengur vera út und- an. Við viljum heldur ekki að þeir verði af betri tengslum við Evrópu. Chris Patten fer með samskipti við önnur ríki í framkvæmdastjóm Evrópusambandsins. Lakktöskur í mörgum litum Verö: 2950,- Verð: 2950,- Leðurtöskur Nýsendingaf léttum nylon-satin töskum. Verö frá 1500kr. - 3000kr. Stærsta töskuverslun landsins Skólavörðustíg 7, RVfK, Sími 551-5814 torg-is tSLENSKA UPÞHAFSSÍBAHI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.