Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Barry Millinglon Richard Wagner Selma Guðmundsdóttir Björnsson „Islendingar fái þann heiður sem þeir eiga skilið“ RICHARD Wagner félagið á ís- landi hefur frá upphafi lagt sér- staka áherslu á að beita sér fyrir rannsóknum og kynningu á áhrif- um íslenskra fornbókmennta á líf og starf tónskáldsins. Fyrir tilstilli félagsins og margra stuðningsaðila þess hefur dr. Árni Björnsson þjóð- háttafræðingur getað helgað sig rannsóknar- og ritstörfum á þessu sviði um nokkurt skeið. Rannsóknir Árna hafa einnig verið styrktar af menntamálaráðuneytinu. Bókin „Wagner og Völsungar", sem nú kemur út hjá Máli og menningu, er rúmlega 200 síður með miklu myndefni og hefur Árni Tómas Ragnarsson verið ritstjóri þess. Á afmælishátíð félagsins, sem hefst kl. 18 á morgun, verður Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra afhent fyrsta eintak af bókinni. „Niðurstöður Árna eru mjög at- hyglisverðar og eiga ekki síður er- indi á alþjóðavettvangi en hér heima. Það er vissulega enginn nýuppgötvaður sannleikur að Eddukvæðin, Snorra-Edda og Völsungasaga, svo dæmi séu tekin, hafi verið ákaflega mikilvægur bakgrunnur fyrir samningu Nifl- ungahringsins. Frá því er sagt í fjölmörgum bókum og ritum. Pað sem vekur spurningar er einkum sú staðreynd að sjaldnast er talað um þessi verk sem íslenskar bók- menntir heldur talað um annað- hvort norrænar bókmenntir, með orðunum „nordic“ og þó oftar orð- inu „norse“, eða þá að talað er um skandinavískar bókmenntir,“ segir Selma Guðmundsdóttir, formaður Richard Wagner félagsins á ís- landi. Frá íslenskum sjónarhóli „Skylt og rétt er að íslenskar bókmenntir verði rétt feðraðar í þessu samhengi og Islendingar fái þann heiður sem þeir eiga skilið fyrir. Það getur vel verið að hinn almenni óperugestur muni trúa því eftir sem áður að Wagner hafi byggt Niflungahringinn á Nifl- ungaljóðinu þýska, sama hvað allri fræðilegri umræðu og umfjöllun líður. En það er engu síður löngu tímabært að fjallað verði um tengsl íslenskra bókmennta og Wagners frá íslenskum sjónarhóli af aðilum sem gjörþekkja okkar bókmennta- arf og að það verði gert þannig að eftir því verði tekið, bæði hér heima og erlendis," segir Selma ennfremur. Niðurstöður Árna sýna, að sögn Selmu, með óyggjandi hætti að vægi íslensku ritanna sem Nifl- ungahringurinn sækir söguefni sitt til er enn meira en búist hafði verið við. Ámi hefur fundið út að um 80% af aðfengnum efnishugmyndum Wagners í Niflungahringnum komi frá íslenskum bókmenntum ein- göngu, um 5% frá þýska Niflunga- ljóðinu og öðrum þýskum heimild- Richard Wagner félagið / á Islandi er fimm ára. --7-------------------- A afmælishátíð á laug- ardag verður sérstak- lega fagnað útkomu bókarinnar „Wagner og Völsungar“ eftir ----------------------- dr. Arna Björnsson. Þá mun breski Wagner- sérfræðingurinn Barry Millington halda tvo fyr- irlestra á vegum félags- ins. Orri Páll Ormars- son ræddi við Selmu Guðmundsdóttur, formann félagsins. um en að um það bil 15% séu þessum fornu bókmenntum sam- eiginleg. Unnið er nú að þýðingu bókar- innar til útgáfu erlendis. Tveir fyrirlestrar Fleira verður um að vera á af- mælishátíðinni, því þekktur bresk- ur Wagner-sérfræðingur, Barry Millington, mun koma í heimsókn og halda tvo fyrirlestra á vegum fé- lagsins. Sá fyrri verður í samstarfi við Tónlistarskólann í Reykjavík, Laugavegi 178, í dag kl. 17 og nefn- ist: „Fyrirmyndir Wagners að tón- listinni í Tristan og Isolde.“ Fjallað verður um áhrif frá tón- skáldunum Spohr, Bellini, Beethov- en og Berlioz og rætt um athyglis- verða notkun Wagners á tóna- ljóðinu „Nirvana" eftir Hans von Biilow. Síðustu taktana úr því verki notaði Wagner og umbreytti í tón- list Ástardauðans (Liebestod). Síðari fyrirlestur Millingtons verður á afmælishátíðinni á morg- un kl. 18.15 og heitir „Wagner og annað fólk“ (Wagner as a Social Being). Athugun á félagslegum kringumstæðum skoðana og hátta- lags Wagners í ljósi tilhneiginga til að gera skratta úr honum. Jóhann Friðgeir Valdemarsson tenórsöngvari mun syngja á afmæl- ishátíðinni á morgun við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar píanó- leikara kl. 19.30. Að söng loknum, kl. 20, verður borðhald. Endurgalt þakkarskuld Richard Wagner félagið var stofnað í desember 1995, ári eftir að stytt útgáfa á Niflungahring Wagners var sýnd á Listahátíð 1994 í samvinnu við Wagner-hátíð- ina í Bayreuth. „Sýningin vakti at- hygli og aðdáun bæði hér á landi og víða um heim og markaði tímamót á margan hátt,“ segir Selma. Aldrei áður höfðu afkomendur tónskáldsins staðið að styttum upp- færslum á þessu risaverki Wagners sem samanstendur af 4 óperum og er samanlagt um 15 tímar að lengd. „Með stuðningi sínum og hvatn- ingu að þessu verkefni vildi sonar- sonur tónskáldins og núverandi stjórnandi í Bayreuth, Wolfgang Wagner, endurgjalda þakkarskuld þá sem f slendingar áttu inni vegna hins mikilvæga hlutverks sem ís- lenskar fornbókmenntir gegndu við tilurð Niflungahringsins. Sýning Niflungahringsins á ís- landi varð til að þjappa saman áhugamönnum um Wagner á land- inu. Ári síðar fór 30 manna hópur íslendinga í heimsókn á Bayreuth- hátíðina og þar úti var haldinn und- irbúningsfundur að stofnun félags- ins. Félagar í dag eru um 160 talsins. Fyrir utan þá áherslu sem lögð hefur verið á að stuðla að rannsóknum og kynningu á áhrif- um íslenskra fornbókmennta á Niflungahringinn hefur markmið félagsins verið að auka skilning á verkum Wagners. Óperur Wagners hafa verið sýndar af myndböndum og haldnir hafa verið kynningarfyr- irlestrar og málþing um þær og önnur efni tengd tónskáldinu," seg- ir Selma. Richard Wagner félagið hefur haft milligöngu um að senda ís- lenska styrkþega sem gesti á Bayr- euthhátíðina. Styrkþegar fram að þessu hafa verið Anna M. Magnús- dóttir, tónlistarfræðingur og sem- balleikari, og bassasöngvararnir Bjarni Thor Kristinsson og Tómas Tómasson. Á liðnu sumri tók Magnea Tómasdóttir sópransöng- kona sem fulltrúi félagsins þátt í al- þjóðlegri keppni Wagnersöngradda í Þýskalandi og komst í 16 manna úrslit. Auk þess hefur fjöldi Islendinga á undanförnum árum getað séð sýningar á Bayreuthhátíðinni vegna þeirra tengsla sem komist hafa á við Bayreuth og Wolfgang Wagner. „Það eru mikil forréttindi því hátfðin er afar eftirsótt og bið eftir miðum á hana að jafnaði um sjö ár,“ segir Selma. Stjórn Richard Wagner-félagsins er þannig skipuð: Formaður frá upphafl Selma Guðmundsdóttir, varaformaður Jóhann J. Ólafsson, gjaldkeri Jón Ragnar Höskuldsson, ritari Halldór Halldórsson og Sól- rún Jensdóttir. Varastjórn Árni Björnsson, Árni Tómas Ragnar- sson og Gretar Ivarsson. Þess má geta að Barry Milling- ton, sem er orgelleikari, mun koma fram á tónleikum ásamt eiginkonu sinni, Deborah Calland trompet- leikara, á tónleikum á Tónlistar- dögum Dómkirkjunnar á sunnudag kl. 17. Ungling’akórar í Langholtskirkj u TÓNLEIKAR á vegum Kristni- hátíðarnefndar Reykjavíkur- prófastsdæma verða í Langholts- kirkju á sunnudag kl. 17. Þar koma fram sjö unglinga- kórar við kirkjur prófastsdæm- anna, alls um 270 söngvarar, ásamt 20 manna hljómsveit, einn- ig skipaðri unglingum. Kórarnir flytja saman þrjá þætti úr Gloria eftir Vivaldi og einnig fjölbreytta efnisskrá hver fyrir sig. Þetta er einn liður í hátíðahöldum Reykja- víkurprófastsdæma á Kristnihá- tíðarári, en síðastliðið vor sungu yngri barnakórar, alls um 400 börn, á söngdegi í Digraneskirkju. Kórarnir sem syngja á sunnu- daginn eru Unglingakór Fella- og Hólakirkju, stj. Þórdís Þórhalls- dóttir, Unglingakór Grafarvog- skirkju, stj. Oddný Þorsteinsdótt- ir, Stúlkna- og Kammerkór Bústaðakirkju, stj. Jóhanna Þór- hallsdóttir, Kór Snælandsskóla, stj. Heiðrún Hákonardóttir, Stúlkna- og Kammerkór Grens- áskirkju, stj. Margrét Pálmadótt- ir, Unglingakór Hallgrímskirkju, stj. Bjarney Ingibjörg Gunnlaugs- dóttir, og Gradualekór Langholts- kirkju, stj. Jón Stefánsson. Kórarnir gegna allir mikilvægu hlutverki við kirkjur sínar og hafa einnig haldið sjálfstæða tónleika og verið boðið í tónleikaferðir er- lendis. Aðgangseyrir er 500 krónur. HAPPDHÆTTI ást dae Vinningaskrá 27. útdráttur 2. nóvember 2000 íbnðavinitingur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 49264 F erðavinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 5009 36946 44 124 69878 Ferðavinningui Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 869 11498 39547 45764 57716 67183 9376 32669 45578 51626 57826 69392 Húsbúnaðarvinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) 984 10469 17282 28541 40907 49503 60456 72270 3492 10632 18500 28889 42904 49622 60848 73499 4879 11000 18703 29179 44038 51756 61286 73756 5164 11943 19034 29266 44044 52138 61315 74142 5436 12558 20642 31125 45721 53080 61948 74756 5608 12600 21431 31841 45777 53612 64849 75534 5737 13568 21848 35786 46301 53705 65019 76147 5741 14176 23042 36425 46399 54936 67326 76530 6060 14984 23508 37524 46520 55574 67687 77688 6112 15340 25072 39825 46797 58380 69318 6869 15618 25299 39828 47271 58619 69726 7184 15682 25453 39905 47536 59505 70871 9862 16123 26688 40499 49265 59750 71371 Húsbúnaðarvinningur Kr. 5.000 Kr. 10.000 (tvöfaldur) 34 7968 16364 30658 41334 49747 57806, 70077 204 8381 16743 31137 41361 49847 57895 70566 463 8563 17631 31447 42136 50124 57995 70847 579 8590 18150 32139 42169 50273 58030 71637 735 8657 19267 32775 42728 50279 59266 72238 911 9569 19741 32924 42932 50794 59672 73411 1114 9587 19852 33034 43196 50833 59730 73940 1344 9918 20574 33229 43911 51246 59830 74488 1364 9957 21093 33329 43915 51313 60234 74687 1624 10148 21552 33845 44519 51452 61030 74716 1732 10464 22202 33995 44585 51469 61649 74770 1927 10719 22221 34240 44683 51904 62002 76090 2110 11351 23986 34748 44781 52274 62137 76386 2470 11813 24158 34852 45282 52430 62874 76520 2649 11974 24198 35164 46078 52437 63019 76986 2925 12368 24742 35883 46694 54061 63609 77068 3330 12464 25177 36324 46722 54171 63806 78399 3671 12507 25452 36398 46773 54283 64071 78701 3817 12693 25632 36592 46789 54456 64079 79233 4145 13060 25793 36647 46801 54770 64219 79237 4465 13327 26812 37042 46883 55032 65526 79307 4668 13373 26942 37254 48265 55142 65588 79316 5568 13591 26992 37470 48266 55227 65652 79358 5586 13646 27981 37550 48553 55326 66274 79406 6085 13969 28637 37578 48641 55453 66385 79458 6164 14341 28831 38262 48651 56055 66392 79689 6743 14732 29002 39434 48736 56502 66746 6909 14773 29167 39894 49036 56843 67350 7259 15497 29465 40283 49039 56844 68569 7829 15899 29474 40363 49387 56857 69513 7876 16156 29962 40621 49555 56900 69612 7955 16332 30402 40918 49559 57742 70028 Næstu útdrættir fara fram 9. nóv., 16. nóv., 23. nóv. & 30. nóv. 2000 Heimasiða á Interneti: www.das.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.