Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBL/iÐIÐ BERGLIND EIRÍKSDÓTTIR + Berglind Eiríks- dóttir fæddist 24. september 1977. Hún lést á heimili sínu, Borgai’holtsbraut 38 í Kópavogi, hinn 25. október síðastliðinn. Foreldrar Berg- lindar eru Eirfkur Bjarnason frá Stöðul- felli í Gnúpverja- hreppi og Ásdís Jóna Karlsdóttir frá Kollsá í Hrútafirði. Systkini Berglindar eru Ingþór Karl Ei- rfksson, f. 4. janúar 1974, og Bryndís Eirfksdóttir, f. 16. maí 1984. Berglind ól allan sinn aldur f Kópavogi. Hún gekk í Kársnes- skóla og Þinghólsskóla og að grunnskóla loknum lá leið hennar í Menntaskólann í Kópavogi. Lífið getur verið svo ósanngjarnt og sjaldan eins og núna þegar Berg- lind systir okkar hefur verið kölluð frá okkur í blóma lífsins. Þegar við minnumst Berglindar í dag er ekki laust við að maður brosi, því hlátur og gleði var stór þáttur í hennar lífi. Við munum margar stundir þar sem við systkinin vorum að hlæja að bröndurum úr Fóst- bræðrum, Friends eða bara bulla eitthvað með okkar „einkahúmor". Berglind hafði mjög smitandi hlátur sem fékk okkur oft til þess að hlæja mikið að lítið fyndum bröndurum. Við systkinin tókum oft myndbands- spólur saman en það var sjaldan sem hún komst í gegnum þær allar því hún var gjörn á að sofna yfir sjónvarpinu. ; Þegar Berglind veiktist í fyrra- sumar ákvað hún strax að það væri ekki tilefni til að leggja árar í bát heldur eitthvað sem þyrfti að leysa og það viðhorf lýsir Berglindi mjög vel. Berglind lagði mikla áheyrslu á að stappa stálinu í okkur hin sem sýnir hvað umhyggja hennar fyrir öðrum kom oft á undan eigin hag. Þrátt fyrir röð af slæmum fréttum, erfiðum lyfjameðferðum og öðrum áföllum, var eins og Berglind stæði upp í hvert sinn, sterkari en áður. Þegar útlitið var orðið svart undir það síðasta sagði hún við okkur: „Eg vil ekkert vol og væl.“ Þau orð styrkja okkur mikið og við reynum að haga okkur eftir þeim. Um leið og við kveðjum systur okkar vonum við að henni líði vel á nýja staðnum. Við vitum að hún mun vaka yfir okkur þar til við hittumst á ný Elsku Berglind okkar, engin orð fá lýst hve mikið við munum sakna þín en við þökkum samt fyrir það að hafa svona góða fyrirmynd sem líf þitt mun verða okkur. „Sofðu rótt í alla nótt, guð geymi þig“. Þín systkini, Ingþór og Bryndís. Madríd, 12. október 2000. Elsku Berglind. Ég gerði mér grein fyrir því ídag að ég fæ aldrei að sjá þig aft- ur. Ég fékk þær fréttir í síðustu viku að þessi hjalli væri ókleifur en taldi mér trú um að þú myndir komast yfir hann eins og alla hina. Þegar við kvöddumst fyrir rúm- lega tveimur vikum grunaði mig ekki að það væri í síðasta skipti sem ég talaði við þig. Þú lést aldrei deigan síga og þegar aðrir áttu erfitt með að halda í vonina talaðir þú um hvað þú ætlaðir að gera þegar allt þetta væri yfirstaðið. En örlög okkar eru ákveðin fyrir- fram og jafnvel hetjur eins og þú geta ekki breytt því. Þú ert alveg íÞrúlega dugleg og það er svo ósann- gjarnt að þú fáir ekki uppskorið eins og þú sáðir. Madríd, 28. október 2000. Elsku Berglind. Nú ertu farin og ég hafði ekki tækifæri til að kveðja þig. Þessi bið var mjög erfíð og þó að við höfum öll viljað hafa þig hjá okkur áfram er betra að hún varð ekki lengri. Þú fékkst að sofna svefninum langa á Þaðan lauk hún stúdentsprófi vorið 1997. Haustið 1998 hóf Berglind nám við Kennaraháskóla Islands, leikskóla- skor, og var þar á síðasta ári þegar hún lést. Á náms- árum sínum stund- aði Berglind ýmsa vinnu á sumrin og með skóla. Hún vann meðal annars í versl- un, pósthúsi, ýmis störf á gistiheimili, en mest starfaði hún á leikskóla. Unnusti Berglindar er Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, Efsta- hjalla í Kópavogi. Utför Berglindar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. koddanum þínum og ert nú laus við þjáningarnar. Nú ertu örugg hjá báðum öfum þínum og fleira góðu fólki. En við fáum ekki að heimsækja þig og því verða minningarnar einar að duga. Ég vona að þú getir fylgst með lífi okkar sem þykir vænt um þig og ég veit að þú munt standa með okkur í gegnum súrt og sætt og hjálpa okkur að halda í vonina eins og áður. Ég get ekki fylgt þér á leiðarenda en verð hjá þér í huganum og sendi strauma til allra aðstandenda okkar heima á Fróni. Þín frænka, Dagný. Það er erfitt að vera langt í burtu þegar ástvinir manns deyja. Miðvikudaginn 25. október hringdi María systir mín í mig og sagði mér að Berglind okkar væri farin. Ég brást við einsog flestir gerðu örugglega með spumingum og tár- um. Þá sagði María við mig: „Auður, þú hefðir átt að sjá hana, hún var svo falleg og friðsæl." Við rifjuðum upp margar góðar stundir sem við áttum saman og þær eru allmargar. Það var með ólíkind- um hvað María og Berglind nenntu að leyfa okkur Bryndísi að hanga í rassinum á sér. Og það var alltaf svo sjálfsagt. Við fórum t.d. alltaf á Þor- láksmessu í bæinn, borðuðum, rölt- um um og skynjuðum jólastemning- una saman. Þær systur Berglind og Bryndís minntu mig á þennan ár- vissa atburð ekki alls fyrir löngu þeg- ar þær sendu mér SMS í símann minn hingað út um að nú yrði Þor- láksmessan í ár ekki sú sama þar sem ég væri vant við látin. En nú veit ég að hún verður aldrei sú sama. Berglind var einhver sú blíðasta og hlýjasta manneskja sem ég hef kynnst og það eru mínar verðmæt- ustu minningar, minningaperlur sem ég og þú, Bryndís mín, eigum eftir að ylja okkur á í framtíðinni. Elsku Bryndís og fjölskyldan öll. Ég sendi ykkur samúðarkveðjur héðan frá Kanarí og bið góðan guð um að styrkja ykkur og vemda í þessari sorg. Auður Ósk. Hún Berglind frænka mín er dáin. Það sem eftir lifir eru minningam- ar og bréfin sem hún skrifaði þegar ég bjó erlendis. Ég fékk alltaf svo líf- leg og skemmtileg bréf frá henni og í gegnum þau styrktist samband okk- ar mikið. í bréfunum lýsti hún hversu gam- an hún hafði af skólanum og talaði mikið um fjölskyldu sína og Tomma sem vom svo stór þáttur í lífi hennar. Berglind var svo yndisleg og barn- góð manneskja. Systur mínar elsk- uðu hana og fannst svo gaman þegar þær Bryndís komu í heimsókn og léku við þær. Þegar veikindin komu upp lét hún engan bilbug á sér finna. Hún barðist eins og hetja allan tímann og er fyrir- mynd okkar í baráttu Helenu systur í hennar veikindum. Húmorinn var samt aldrei langt undan og var alltaf gaman að hittast og hlæja saman. Minnist ég helst bæjarferðar okkar um síðustu jól þegar við fengum að velja gjöfina sem við gáfum hvor annarri og þótt- umst svo verða mjög hissa á aðfanga- dagskvöld. Ég sakna hennar sárt. Elsku Tommi, Bryndís, Ingþór, Ásdís og Eiríkur, megi góður guð styrkja ykkur og varðveita í þessari miklu sorg. Kolbrún Edda. Nú hefur Berglind kvatt þetta líf þrátt fyrh' hetjulega baráttu fram á síðasta dag. Þær eru margar minn- ingarnar sem koma upp í hugann á stundu sem þessari. Margs er að minnast, allra samverustunda á Kollsá, ættarmóta, fjölskylduboða, frænkukvölda og heimsókna sem við áttum saman í þessi ár. Þrátt fyrir erfiða baráttu síðastlið- ið eitt og hálft ár sá Berglind sér allt- af fært að mæta. Til að mynda var ég afar stolt af henni þegar hún og Bryndís systir hennar tóku að sér að bera fram veitingar í stúdentsveisl- unni minni í vor. Einnig er ofarlega í huga mínum ættarmót sumarið 1999 þar sem Berglind stóð sig eins og hetja þrátt fyrir mjög erfitt tímabil sem þá stóð yfir. Það var gaman að fylgjast með hvernig samband Berglindar og Bryndísar varð alltaf nánara með ár- unum og hvað þær náðu einstaklega vel saman, þær voru eitt. Berglind var þekkt fyrir dugnað og gott hjartalag. Hún var einstak- lega natin við böm og kom það eng- um á óvart þegai' hún tók þá ákvörð- un að fara í leikskólakennaranám þar sem hún stóð sig með mikilli prýði. Það er erfitt að trúa því að nú sé hún farin og sætta sig við að hún hafi verið tekin frá okkur svona fljótt. En maður trúir því að þeir sem Guðirnir elska deyi ungir og ég trúi því að Berglind hafi mikilvægu hlutverki að gegna þar sem hún er núna. Elsku Tommi, Ásdís, Eiiíkur, Ing- þór, Bryndís, amma og allir aðstand- endur, minn hugui’ er hjá ykkur og ég vona að Guð styrki ykkur í sorg- inni. Inga Rut. Við Berglind kynntumst þegar við hófum mám við Kennaraháskóla Is- lands, leikskólaskor. Strax fyrsta skóladaginn sátum við hlið við hlið og líklega alla daga upp frá því. Við unn- um nánast öll verkefni saman og vor- um duglegar að bera saman bækur okkar, innan sem utan skóla. Vinátta okkar þróaðist og styrktist mjög á meðan hetjuleg barátta Berg- lindar við þennan skæða vágest stóð yfir. Við fundum báðar að við áttum vel saman og gátum fengið styrk hvor frá annarri. Vinátta hennar er mér ómetanleg. „Þú veist, ég er svo skemmtileg," áttum við til að segja við hvor aðra, það fékk okkur til að hlæja og kæt- ast. Við höfðum gaman af að borða góðan mat, spjalla um fjölskyldur okkar, vini og það spillti sko alls ekki hvað okkur fannst gaman að tala um „gæludýrin" okkar, Tomma og Ella. Það er erfitt að horfast í augu við það að þú sért ekki lengur hérna hjá okkur en allt sem þú gafst mér ætla ég að varðveita í hjarta mínu. Elsku Tommi, Ásdís, Eiríkur, Ing- þór, Bryndís og aðrir ástvinir. Megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm, er verður að hlíta þeim lögum. Að beygja sig undir þann allsheijardóm, semævinatelurídögum. Við áttum hér saman svo indæla stund, sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu gengin á guðanna fúnd, það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Ég sakna þín. Þín vinkona að ei- lífu. Sædís. Mig langar til að skrifa nokkrar línur til að minnast Berglindar frænku minnar. Ég á svo margar Ijúfar minningar um þig og okkur frændsystkinin. Við vorum mikið saman þegar við vorum litlar. Við sváfum oft heima hjá hvor annarri og földum okkur svo þegar það átti að koma að sækja okkur. Ég man sér- staklega eftir einu skipti þegar þú og Bryndís vonið hjá okkur í nokkra daga og við fundum upp á ýmsum uppátækjum eins og að fá okkur slát- urís. Ég og þú ferðuðumst líka mikið saman með fjölskyldum okkar. Við skemmtum okkur alltaf mjög vel í þessum ferðalögum. Ég man sér- staklega eftir einu ferðalagi þegar ég, þú og Bryndís rökræddum allt ferðalagið hvort texti í einu lagi með Bubba væri „í skot hvelli" eða „ís- köldu hlekki“. Við vorum líka alltaf að finna upp á einhverju bráðsniðugu og spennandi. Ég, þú og Krissi héldum saman tombólu og stofnuðum hljómsveit þar sem við spiluðum á Macintosh dósir og fleira sem glamraði í. Svo vorum við alltaf að semja leikrit og sýna fyrir fjölskyldur okkar. Leikrit- in vöktu mismikla athygli og okkm' fannst mömmur okkar og pabbar alltaf hlæja á vitlausum stöðum og þá vorum við ekki sátt. Við vorum ungir listamenn sem vildu láta taka sig al- varlega. Þega afi var áttræður gerð- um við, yngri hlutinn af frændsystk- inunum, líkan af Stöðulfelli. Ég man að þú leiddir hópinn og fórst upp í ræðupúltið í afmælinu og afhentir afa líkanið stolt á svipinn. Þú passaðir alltaf upp á að allir fengju að vera með, litlu krakkamir líka. Þú varst líka oft sáttasemjarinn ef ég eða ein- hver vildi ráða of miklu. Þú varst ákveðin en æstir þig samt ekki held- ur ræddir málin í rólegheitum. Þú varst líka yfirleitt viss um hvað þú vildir, ég gleymi því til dæmis ekki þegar þú fórst á hárgreiðslustofu harðákveðin í því að láta klippa hárið á þér sítt. Á unglingsárunum minnkaði samr bandið milli okkar aðeins en jókst svo aftur og í sumar héldum við, öll frændsystkinin sem erum á líkum aldri, grillveislu. Þá vora allár þessar sögur rifjaðar upp og mikið hlegið. Þetta kvöld á eftir að vera mér mjög minnistætt því það var eins og við væram öll komin í okkar gömlu hlut- verk og þú varst glöð þrátt fyrir veik- indi þín. Þú stóðst þig svo vel meðan á veikindunum stóð að það var með ólíkindum. Það var enginn uppgjaf- artónn í þér og þú hélst ótrauð áfram að vinna og í skólanum. Þrátt fyrir veikindin styrkti krafturinn í þér aðra í kringum þig. Ég kom að heim- sækja þig fyrir stuttu og þá varstu mjög máttvana en þú sagðir við mig: Ég á svo erfitt með að tala en það er gaman að sjá þig, og svo tókstu í höndina á mér. Svona varstu við alla, þér fannst gaman að fá gesti og vera innan um fólk. Þú varst fjölskyldu þinni og öllum nákomnum góð. Þú og Bryndís voruð sérstaklega nánar þrátt fyrir að sjö ára aldursmunur sé á milli ykkar. Þannig mun ég alltaf muna þig sem heiðarlega, rólega og góða manneskju. Ég er mjög þakklát fyrir allar góðu minningarnar sem ég á af þér og ekki síst seinustu orðin sem þú sagðir við mig. Ég hélt alltaf að þér hlyti að batna og að þú fengir að lifa áfram eins og manni finnst svo sjálfsagt. En nú ertu farin 23 ára gömul og það er mjög erfitt að þurfa að kyngja því. Ég get þó huggað mig við það að nú þarftu ekki lengur að kveijast og vonandi ertu hjá öfum þínum núna. Elsku Berglind mín, minning þín lifir. Ég vona að góður guð styrki Tomma, Bryndísi, Ingþór, Eirík og Ásdísi á þessum erfiðu tímum. Kristín Björg Viggósdóttir. Berglind, kær frænka mín, er far- in. Eftir að hafa barist við sjúkdóm í fleiri mánuði, sjúkdóm sem færastu vísindamenn áttu ekkert svar við, varð Berglind að játa sig sigraða. Barnæskan og unglingsárin vora að baki. Framundan var að ljúka námi, stofna heimili og fjölskyldu. Hún fékk ekki það tækifæri. Tækifæri sem okkur öllum finnst svo sjálfsagt að allir eigi að fá. Heimilið á Borgar- holtsbrautinni ber þess merki að fjöl- skyldugildi era þar hátt skrifuð og hafði það ásamt góðu upplagi mótað Berglindi til þeirrar yndislegu pers- ónu sem hún var. Hún hafði miklar áhyggjur af fjölskyldunni sinni, sorg þeirra, meðan baráttan stóð yfir og nú eftir að hún er farin á vit hins ókunna. Hún kom oft í heimsókn til okkar, ávallt glöð og bar það ekki með sér að alvarlegur sjúkdómur væri að hreiðra um sig enda vildi hún ekki að aðrir liðu fyrir þann ótta, hræðslu og þjáningar sem hún þurfti að bera. Við sem lifum Berglindi ætt- um að staldra við og velta fyiTi' okkur lífinu og spyrja okkur hvað það er sem gefur hinu raunveralega lífi gildi. Elsku fjölskylda, Tommi, Eiríkur, Ásdís, Ingþór og Bryndís, Guð styrki ykkur í sorginni og leiði ykkur áfram ílífinu. Sigurhans. „Berglind er komin! Vei, sjáiði, Berglind er komin.“ Svona voru móttökurnar sem þú varst vön að fá, Berglind, þegar þú mættir á skilavaktina á Skólatröð. Þú varst líka alltaf tilbúin með opinn faðminn, tilbúin að knúsa litlu kútana þína. Það var sérstaklega einn sem kunni vel að meta faðminn þinn og hjartahlýjuna, börn era oft sérlega næm á hvaða innri mann maður hef- ur að geyma. Okkur á Kátakotinu fannst svo gott að fá þig í lok dagsins, þú hafðir svo ljúf áhrif á okkur öll. Það var aldrei neitt stress í kringum þig og þú tókst öllu með jafnaðargeði. Við töluðum líka oft um það, Sigrún og ég, hvað þú værir tilvalin í leikskóla- kennarastarfið. . Þú ert hetjan mín. Baráttuvilji þinn og hugrekki var einstakt, þú komst alltaf til okkar á Skólatröð, al- veg sama hvort þú hafðir fengið slæmar eða góðar fréttir. Vonin skein alltaf í gegn. Ég er þakklát fyrii- að hafa fengið að kynnast þér og ég á eftir að sakna þín og Ijúfu viðbragðanna frá börn- unum þegar þú komst inn um dyrnar. En hver veit nema faðmurinn þinn sé fullur af litlum labbakútum núna. Pú sólargeisli sem gægist inn og glaður skýst inn um gluggann minn. Mig langar svo til að Mkjast þér og ljósi varpa á hvem sem er. (Leikskólalag.) Ásdís Sigurrós Jesdóttir. Berglind Eiríksdóttir er fallin frá eftir hetjulega baráttu við illkynja sjúkdóm. Stórt skarð hefur myndast í hóp þriðja árs leikskólakennara- nema við Kennaraháskóla Islands. Við í 3. bekk A viljum þakka þér, elsku Berglind, fyrir samfylgdina. Sagt er að þeir deyi ungir sem guð- imir elska og við efumst ekki um að þér hefur verið ætlað mikilvægt hlut- verk á æðra tilverastigi. Fjölskyldu, vinum og öðram að- standendum Berglindar vottum við okkar dýpstu samúð. Guð geymi þig, elsku Berglind. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H.P.) Fyrir hönd 3-A, Þórlaug Þorfinnsdóttir. Kveðja frá heilsuleikskólanum Skólatröð Hinn 1. desember 1997 byrjaði Berglind að vinna í heilsuleikskólan- um Skólatröð í Kópavogi. Hún hafði lokið stúdentsprófi vorið áður og vildi reyna sig í uppeldis- og kennslustarfi í leikskóla. Ekki hafði hún unnið í margar vikur þegar ég og deildar- stjórinn hennar urðum sammála um að Berglind væri mikið efni í kenn- ara. Hún var fljót að kynnast hverju barni, hafði góða yfirsýn yfir barna- hópinn og átti mjög gott með sam- skipti við samstarfsfólk og foreldra. Hún var glaðvær og afskaplega rösk til allrar vinnu og var ævinlega búin að gera það sem þurfti að gera áður en henni var sagt það. Eftir nokkurra vikna starf ræddum við hæfileika hennar til þessa starfs og hvöttum hana til að sækja um í Kennarahá- skóla Islands, leikskólaskor. Á miðj- um vetri sótti Berglind um skólavist og ég gaf henni þau bestu meðmæli sem ég hef hingað til gefið leiðbein- anda sem unnið hefur í Skólatröð. Fyrsta vetur hennar í skólanum vann hún hjá okkur síðdegis og fórst það afar vel úr hendi. Sumarið 1999 fór hún til annarra starfa, en um það leyti hófust veikindi hennar. Allan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.