Morgunblaðið - 16.11.2000, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 16.11.2000, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Áskrift að Stöð 2 hækkar um 5% ÍSLENSKA útvarpsfélagið hefur tilkynnt breytingar á áskriftar- gjaldi Stöðvar 2, Sýnar, Fjölvarps og Bíórásar. Almennt áskriftar- verð Stöðvar 2 hækkar úr 3.895 kr. í 4.090 kr. á mánuði um næstu mánaðamót og nemur hækkunin rúmum 5%. Nýja verðskráin felur í sér hækkanir allt að tæpum 10% og lækkanir allt að 2,5%. Samkvæmt upplýsingum Hilmars Sigurðsson- ar, framkvæmdastjóra sjónvarps Norðurljósa, er hækkunin tilkomin vegna verulegrar hækkunar á gengi Bandaríkjadollara en fyrir- tækið kaupir allt efni inn í þeim gjaldmiðli. Gengisbreytingin nem- ur um 8,5% á síðustu þremur mán- uðum og 21,7% á síðustu tólf mán- uðum. Auk þess hafi þurft að mæta almennum verðlagsbreytingum hér á landi. Afsláttur út á viðskipti Tilhögun verðbreytinganna mið- ar fyrst og fremst að því að gera vel við þá áskrifendur sem eru í mestum viðskiptum við Islenska útvarpsfélagið, samkvæmt upplýs- ingum Hilmars. Svokallaðir M12- áskrifendur, það er að segja þeir sem skuldbinda sig til að greiða áskriftargjald alla tólf mánuði árs- ins, greiða lægri áskriftargjöld en almennir áskrifendur og munar þar um það bil einum áskriftar- mánuði á ári. Þeir sem eru áskrif- endur að flestum rásum njóta mestrar lækkunar á áskriftargjöld- um sínum. Eins mánaðar áskrift að Stöð 2 hækkar úr 3.895 í 4.090 kr., eða um rúm 5%. M12-áskrifandi greiðir 3.770 kr. fyrir sömu áskrift. Gjald fyrir sameiginlega áskrift að Stöð 2 og Sýn hækkar um 5,84%. Mestu hækkanirnar eru hjá þeim sem eingöngu kaupa áskrift að Sýn eða Fjölvarpi, eða hátt í 10%. Þannig mun almenn áskrift að Sýn kosta 3.290 kr. og að Fjölvarpi 1.780 kr. á mánuði. Þeim sem eru með áskrift að öll- um sjónvarpsrásunum fjórum er gert að greiða 6.950 á mánuði og er það örlítil lækkun frá núgildandi gjaldskrá. M12-áskriftin fyrir sömu þjónustu er nokkru lægri, eða 6.390 kr. á mánuði. 80 nemar hafa skráð sig hjá Atvinnu- miðstöðinni UM 80 nemar hafa skráð sig hjá At- vinnumiðstöð stúdenta í leit að vinnu frá því verkfall fram- haldsskólakennara hófst hinn 7. nóvember sl. Samkvæmt upplýsingum frá At- vinnumiðstöðinni leita margir nem- anna að fullu starfi meðan á verk- falli stendur en einnig er nokkuð um að óskað sé eftir starfi í jólafríi. MikiII straumur nema var í At- vinnumiðstöðina í byrjun vikunnar. Nemendur héldu í fjármálaráðuneytið Milli 60 og 70 framhaldsskóla- nemendur settust að í fjármála- ráðuneytinu í gær í þeim tilgangi að koma á framfæri óánægju með af- stöðu fjármálaráðherra í verkfalli kennara. Geir H. Haarde fjárrnála- ráðherra ræddi stuttlega við nem- enduma um verkfallið og afstöðu stjómvalda til krafna kennara. Við- vera nemanna í fjármálaráðu- neytinu raskaði ekki störfum í ráðu- neytinu. Þeir héldu á braut lokað var kl. 16 ( gær. Nemendur áforma að mæta aftur í ráðuneytið í dag. MorgunDiaoio/KAA Geir H. Haarde fjármálaráðherra ræddi stuttlega við framhaldsskóla- nema sem settust að í fjármálaráðuneytinu í gær. Greitt úr vinnu- deilusjóði kennara FYRSTU greiðslur úr vinnu- deilusjóði Kennarasambands íslands voru í gær lagðar inn á reikninga félagsmanna sem verkfall hófst hjá 7. nóvember og höfðu sent sjóðnum upplýs- ingar um starfshlutfall og bankareikninga. Alls nema greiðslumar rösklega 35 millj- ónum króna til 1.042 félags- manna. Enn liggja ekki fyrir upplýsingar frá 193 félags- mönnum. í fréttatilkynningu frá stjóm vinnudeilusjóðs em þeir hvattir til að senda upplýsingar sem allra fyrst svo hægt verði að Ijúka þessum greiðslum í næstu viku. Ef starfshlutfall þeirra er svipað og þeirra sem þegar hafa fengið greiðslu má ætla að enn sé eftir að greiða í þessari lotu um 6 milljónir króna. Að óbreyttu ástandi verða næstu reglulegu greiðslur úr sjóðnum 1. og 15. desember og taka þá einnig til félagsmanna í Verzlunarskóla íslands en verkfall þeirra hófst þann 13. nóvember. Skólameistari VI fékk formlega at- hugasemd frá verkfallsstjórn kennara Ovíst hvort tek- ið verður tillit til athugasemda ÞORVARÐUR Eh'asson, skólameist- ari Verzlunarskóla íslands, segir að verkfallsstjóm framhaldsskólakenn- ara hafi ekld fært nein lagaleg rök fyrir því að breyting á vinnutilhögun stundakennslu í Verzlunarskólanum sé óheimil. Hann segist ætla að skoða þetta mál á morgun í samráði við lög- fræðinga og skólanefndarmenn. Ekki sé ákveðið hvort stundaskrá verði breytt. Verkfallsverðir heimsóttu Verzlun- arskólann og gerðu athugasemd við að stundaskrá stundakennara, sem starfa við skólann í verkfallinu, hefði verið breytt. Þorvarður óskaði eftir því að fá formlegan rökstuðning fyrir athugasemdum framhaldsskólakenn- ara og þá sérstaklega hvaða lagagrein þeir teldu að hann hefði brotið. Verkfallsstjóm sendi Þorvarði bréf í gær þar sem segir. „Vinnuskipulagi stundakennara og kennara í fullu starfi sem ekki em félagar í Félagi framhaldsskólakennara hefur verið breytt á þann hátt að kennslutímar þeirra hafa verið færðir til í vinnu- tímaskipulagi skólans og þeir færðir saman þannig að kennslu- tími nem: enda verði samfelldari en ella væri. í tilviki a.m.k. eins stundakennara hef- ur þeim kennslustundafjölda sem eft- ir er af önninni auk þess verið þjapp- að á færri kennsluvikm- til að kennslu verði lokið fyrr á önninni en upphaf- lega var ráðgert, þ.e. kenndar em tvöfalt fleiri kennslustundir á viku en fram kemur í stundaskrám kennara og nemenda. Ljóst er að með þessari breytingu hefur kennslutími ofangreindra kenn- ara verið færður irm á kennslutíma þeirra kennara sem í verkfalli em og forsendur breytinganna era þær eyð- ur sem myndast í stundaskrám nem- enda vegna verkfalls annarra kenn- ara. Þar með stuðla breytingamar að því að draga úr áhrifum verkfalls Fé- lags framhaldsskólakennara. Það er viðtekin venja við framkvæmd verk- falla að hagræða ekki vinnu starfs- manna stofnunar eða fyrirtækis sem ekki em í verkfalli. Verkfallsstjóm KÍ álítur að fram- angreindar breytingar séu ekki heim- ilar í verkfalli og beinir þeim ein- dregnu tilmælum til yðar að þér sjáið til þess að horfið verði frá þessum breytingum." Þorvarður sagði athyglisvert að verkfallsstjóm tréysti sér ekki til að vísa til lagagreina í rökstuðningi sín- um eins og hann hefði óskað eftir. Hann sagðist líta á þetta sem viður- kenningu á því að hann væri ekki að brjóta lög. „Mér finnst afar erfitt að banna nemendum og kennurum að færa til tíma ef það er eingöngu gert í þeim tilgangi að skapa þeim ónæði að ástæðulausu. Mér er ekki alveg Ijóst hvort það væri álitið eðlilegt eins og málum er háttað," sagði Þorvarður. Hann sagði að um 20 stundakenn- arar störfuðu við Verzlunarskólann og kennsla þeirra væri óvemlegur hluti af allri kennslu við skólann. I einstaka bekkjum væri þetta þó um- talsverður hluti kennslunni. Hann sagði að nemendur hefðu látið í ljós óánægju með að þurfa að mæta frá kl- 8 á morgnanna tH kl. 4 á daginn til að sækja þessa kennslu og þess vegna hefði hún verið færð saman og búin til heildstæð stundaskrá. Þorvarður sagði að nemendur hefðu mætt ágæt- lega í tíma hjá stundakennurum fram að þessu. Vöktum breytt hjá neyðarteymi VEGNA andláts konu á Landspít- alanum - háskólasjúkrahúsi nýlega, en hún lést af völdum bráðaofnæmis eftir ranga lyfjagjöf, hafa verið gerð- ar ráðstafanir til að breyta vöktum þess heilbrigðisstarfsfólks sem er í svokölluðu neyðai-teymi eða útkalls- teymi. Þegar mistök við lyfjagjöf í tilviki konunnar urðu ljós varð misbrestur í útkalli neyðarteymisins en með breytingunum nú ætti ekki að verða vandkvæðum bundið að kalla teymið út, að sögn Jóhannesar M. Gunnars- sonar lækningaforstjóra. Mönnun teymisins sé þéttari og öðmvísi en áð- ur var. Einnig var strax gripið til lag- færinga á boðtækjum spítalans en við útkallið reyndist einn læknanna með rangt boðtæki. Landspítalinn er einii- ig að yfirfara reglur um lyfjagjafir og lýkui’ þeirri vinnu næstu daga. Rok vikunnar i% 16.-23. nóvember J TÍMALAND / ZEITLAND % Þessi bók er hvort tveggja í senn, listaverkabók og Ljóðabók. í henni er að finna 30 Ljóð eftir Baldur Óskarsson, skáld, þýdd af þýskum Ijóðskáldum, og vatnslitamyndir eftir þýska málarann Bernd Koberling. 2.797 Verð áður 3.995 kr. VORHÆNAN OG AÐRAR SÖGUR -eftir Guðberg Bergsson 2.576 kr. Verð áður 3.680 kr. Eymundsson Rcykjavik www.penninn.is tymundsson Akurcyri Bókval Akurcyri Andlát JÓN ÁSGEIRSSON JÓN Ásgeirsson, rit- stjóri og fyrrverandi fréttamaður, lést á Land- spítalanum í Reykjavík í gær 63 ára að aldri. Jón fæddist í Reykja- vík 1. febrúar 1937 og tók íþróttakennarapróf árið 1957, lauk námi í sjúkra- þjálfun í Noregi árið 1959 og starfaði þar í landi um tíma eftir nám. Hann var fyrsti sjúkra- þjálfari Reykjalundar samhliða eigin rekstri sjúkraþjálfunarstofu ár- in 1960 til 1970. Þá var hann um skeið umsjónarmaður iþróttafrétta í útvarpi og sjónvarpi og starfaði síð- an sem fréttamaður útvarps 1968 til 1977. Jón stofnaði eigið ráðgjafar- og út- gáfufyrirtæki, Mannamót, árið 1975 og gerðist síðan rit- stjóri Lögbergs- Heimskringlu í Winni- peg í Kanada og var jafnframt fréttaritari RÚV þar í landi. Einnig starfaði hann að land- kynningar- og félags- málum. Árið 1980 réðst Jón til Rauða kross íslands og starfaði þar sem deildarstjóri fræðslu- og kynningardeildar og var ráðinn fram- kvæmdastjóri RKÍ árið 1981 og gegndi því í nokkur ár. Eftir það starfaði hann sjálfstætt sem ráð- gjafi og sinnti ýmsum verkefnum. Kona Jóns var Rannvá S. Kjeld og eignuðust þau þrjú börn. Þau skildu. Sambýliskona hans síðustu árin var Jóhanna Guðmundsdóttir. Viðræður um Vífilfell SAMKVÆMT áreiðanlegum heirn- ildum Morgunblaðsins munu við- ræður um kaup Þorsteins M. JónS- sonar, forstjóra Vífilfells, Sigfúsai' Sigfússonar í Heklu og Kaupþingsfl Vífilfelli hefjast innan skamms. Nij- verandi eigandi Vífilfells er fyrúj- tækið Coca Cola Nordic Beverages sem er í eigu Carlsberg og Coca Colfl Company, en Coca Cola Nordíc Beverages keypti Vífilfell fyrir um tveimur áram. Ekki er talið að viðræðumar þurfi að taka langan tíma, því þar sem framkvæmdastjóri Vífilfells er einn kaupendanna er ekki talin þörf á áreiðanleikakönnun, sem oft tekur töluverðan tíma í slíkum viðskiptum- Kaupþing á 51% í Sól-Víkingi og Þorsteinn M. Jónsson er formaður stjórnar þess fyrirtækis, þannig að við því er búist að Vífilfell og Sól- Víking verði sameinuð ef af kaupun- um verður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.