Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ 44 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 f-serin PHOSPHATlDYLSiRINi BETRA MINNI - SKARPARI HUGSUN BRAINBOW er fæðubótarefni sem eflír starfsemi heilans og talið er bæta verulega minnið með því að hjálpa taugaboðum að berast á milli taugamóta. f-- A Bónus fyrir korthafa Nú getur þú greitt með EUROCARD og MasterCard greiðslukortum i Bónus! UMRÆÐAN Gáðu vel að kúnum mínum FYRIR rúmum 1.100 árum sigldi fólk frá vesturströnd Nor- egs út í það „eyði- sker“ er síðar var kallað ísland. Fólkið var þó ekki einsamalt. Með í för var skepna sem átti eftir að halda lífinu í landnemunum gegnum ýmiss konar harðæri. Pessi skepna á nú á hættu að deyja út með öllu. Þessi skepna er íslenska kýrin. Svo virðist sem full- sterkir menn hafi aldrei borið skyn- bragð á mikilvægi íslensku kýrinn- ar fyrir íslenska menningu. Það eru konur, börn og gamalmenni þessa lands sem hafa gegnum aldir af ýmiskonar vöntun, fundið líf sitt komið undir því hvort mjólkandi kýr fannst á bænum eða ekki. Sárafáir hafa veitt íslensku kúnni sæmandi virðing að undanskildum Davíð Stefánssyni sem orti Lof- kvæðið um kýrnar, og hitti þar í mark. Málið snýst um innflutning á fósturvísum sem samþykktur var af landbúnaðarráðherra um síðustu mánaðamót. Fósturvísarnir eru úr norsku hvít- og rauðfé, skammstaf- að NRF, sem er hræringur úr gömlu norsku kúastofnunum, skoskum ayrshire-kúm og sænsk- um hvít- og rauðkúm. Ljóst er að menningarlegt stórslys hefur átt sér stað með því að leyfa innflutn- inginn, og eru ráðamenn brýndir til að sporna við yfirtöku NRF-kúnna á alla mögulega vegu. Bændur og fólk almennt er hvatt til að mót- mæla, því þessi þorgeirsbolarækt- un getur útrýmt íslensku kúnni á örfáum árum. Málið hefm’ marga fleti. Á umhverfisráðstefnunni í Rio de Janero skrifuðu Islendingar undir plagg þar sem þeir hétu því að varðveita sín gömlu húsdýrakyn. Þessar undirritanir voru liður í svörun við ákalli frá Matvælastofnun Sam- einuðu þjóðanna (FAO), sem fyrir 20 árum bað lönd um að varðveita þau gömlu húsdýrakyn sem fyrir- fundust í hverju landi. Ástæðan fyrir ákall- inu var einföld þegar kemur að kúm. Næst- um allar framleiðslu- kýr í heiminum, líka þær norsku, eru af s.k. „Holstein-frísísku kyni“, en þetta kyn er rakið af virtum kúafræðingum í Danmörku til einungis þriggja nauta af hollenskum uppruna. Þeg- ar svo er komið að stór hluti af öll- um framleiðslukúm eiga sér sömu Kúakyn Ef íslenska kýrin hverf- ur, segir Bergsveinn Birgisson, hverfur einn- ig stór þáttur úr ís- lensku hugarfari. forfeðurna leiðir það til gríðarlegr- ar innræktunar með stórri áhættu á að gervallt afsprengið verði veik- ara og stráfalli niður einn daginn. Þetta er vegna þess að mikilvægir erfðaeiginleikar glatast í allri rækt- un, eiginleikar sem náttúran sér betur en mennirnir. Þegar menn ætluðu að snúa til baka með hæn- urnar, eftir óskum kaupenda, og hafa umhverfisvænar hænur, þá snaraðist það heldur betur undir kvið. Erfðafræðileg hænsnaræktun hafði leitt til þess að hænurnar höfðu misst sína upprunalegu getu til að vera í félagi, og þegar þeim var hleypt úr úr búrunum, tóku þær upp á því að hakka hverjar aðrar til dauðs þegar þær komu undir bert loft. Nú er eytt miljón- um króna í Danmörku í að rækta upp aftur gömlu góðu landhænuna sem þolir að vera úti. I kúaræktinni er á sama veg mikilvægt að hafa upprunaleg dýr, til að geta byrjað ræktunina upp á nýtt, og þetta var ástæðan fyrir ákalli FAÓ sem íslendingar eru nú á góðri leið með að svíkja. I framtíðinni, þegar þörf fer að verða á eldri erfðaeiginleikum í ræktuninni, má allt eins ætla að eftirspurn verði eftir genum úr einu elsta óblandaða kúakyni í Evrópu. En hvað þá? Nú veit ég að menn segja að ís- lenska kýrin verði alltaf til og hér sé bara um tilraun að ræða. Hér vita Norðmenn betur. Sé ekki spornað við þróuninni mun NRF kýrin taka yfir á nokkrum árum. Nokkrar gamlar íslenskar kýr verða hafðar í girðingu einhvers staðar (kannski á túninu bakvið Árnastofnun?), en þetta leiðir til svo mikillar innræktunar að kynið verður veikt eftir nokkur ár, og deyr að lokum út. Prófessorarnir við Landbúnaðarháskólann að Ási í Noregi viðurkenna að svona sé að fara fyrir gömlu kúastofnunum þeirra. Hagnaðinum má deila í tvennt: NRF-kýrnar mjólka meira og gefa af sér meira kjöt en þær íslensku. Athugum þessar forsendur nánar. NRF-kýrnar mjólka meira, það er rétt. En þetta eru líka hálfs- tonns þung túnhveli sem þarf að ryðja kjarnfóðri í nánast viðstöðu- laust, og staðreyndin er sú að þær lifa ekki nema í 5-6 ár. Dýralækn- ar hér í Noregi líkja lífi þeirra við feril íþróttaafreksfólks á hátindin- um. Þær eru keyrðar út á skömm- um tíma. Gömlu kýrnar í Noregi urðu 10-14 ára gamlar, og dóu saddari lífdaga. Islensku kýrnar Bergsveinn Birgisson Umferðaróhöpp, hálka og mengun UNDANFARNAR vikur hefur orðið mikið af umferðaróhöppum vegna hálku. Rifjað skal upp að í haust hófst árleg áróðurs- herferð gegn nagla- dekkjum. Að venju fór gatnamálastjóri í Revkjavík fyrir her- ferðinni og sló um sig með fullyrðingum um mikinn kostnað vegna skemmda á malbiki af völdum naglanna en lítinn ávinning öku- manna á móti. Ekki ræddi hann um sam- spil saltaustursins og naglanna sem hefur þó væntanlega mest áhrif til skemmda á malbiks- slitlagi. Það skýrist af því að saltið leysir upp bindiefnið í malbikinu þannig að naglarnir eiga auðvelt með að tæta það upp. Þá taldi hann freistandi hugmynd að ökumenn þyrftu að kaupa leyfi til að fá að aka um á nagladekkjum að norskri fyrirmynd. Oryggismála- og dreifbýlisskattur Skattur á notendur nagladekkja yrði fyrst og fremst skattur á þá sem þurfa nauðsynlega út á vegina í verstu akstursskilyrðum. Það eru þeir sem vinna að öryggismálum, þjón- ustu og neyðarhjálp en einnig fólk víðs vegar í dreifbýli. Ég verð ég að segja að mér finnst þetta ekki góð hug- mynd þó að hún kitli gatnamálastjóra. Ókostir söltunar, umhverfísspj öll Mig grunar að saltið valdi meiru um vegskemmdir heldur en nagl- arnir en ég man ekki eftir að emb- ætti gatnamálastjóra eða Vegagerð- in hafi staðið fyrir rannsókn á því, sem væri þó rík ástæða til miðað við allt sem í húfi er. Ég tel líklegt að notkun salts skapi meiri vanda held- ur en það leysir, einnig býst ég við að umferðaróhöpp séu fleiri en þyrfti að vera vegna þess og vil ég færa rök fyrir því. • í fyrsta lagi: Misræmi verður í hemlunar- og aksturshæfni bíla um- fram það sem óhjákvæmilegt er. M.a. er mikill munur á gripi dekkja, hvort þau eru tjöruhúðuð eða ekki. Þetta veldur aukinni þörf fyrir nagla. Einnig má nefna filmu sem leggst á bílrúður og veldur skertu útsýni bflstjóra. • I öðru lagi: Vandamál sem fylgir söltun í dreifbýlinu en það felst í því að sé búið að salta þjóð- veginn og snjói í saltið veðst það upp í snjóelg sem þjappast ekki og verða úr hættuleg akstursskilyrði. Þetta veldur því að snjóruðning- stæki þurfa helst stöðugt að vera á ferðinni í þeim aðstæðum til að koma í veg fyrir óhöpp. Þetta gerist reyndar líka í þéttbýli en mokstur er tíðari þar. • I þriðja lagi: Umhverfið meng- ast af þeirri eitursúpu sem verður til úr samsulli salts, malbiks og vatns og rennur af götunum, einnig af aukinni notkun leysiefna við þrif á bílum. Nýjar rannsóknir á vist- kerfi Elliðaánna sýna vel hvaða áhrif verða á lifríkið og hvað í húfi er. Vantar þig vinnu? www.radning.is Sverrir Hjaltason mjólka miklu meira miðað við líkamsþyngd og þær mjólka nóg. Það vantar ekki mjólk á Islandi. Og hvað eiga Islendingar að gera við meira kjöt? Það vantar ekki kjöt. Meðan ekki hefur tekist að selja erlendis besta lambakjöt á þessum hnetti, hvernig ætla menn þá að selja haug af norsku kúa- kjöti? Næringarfræðingar eru farnir að benda á að þegar maður borðar kjöt, borðar maður ekki bara dýrið, heldur líka verund dýrsins. Þetta verður sjálfsögð hugsun í framtíð- inni. í stærri löndum má nú orðið finna búðir þar sem segir af því af hvaða skepnu kjötið er komið, hvað sú skepna borðaði, hvers lensk skepnan var, hvað hún hét og svo framvegis. Og má þá ekki ætla að í framtíðinni kaupi fólk frekar hana Auðhumlu sem er af því gamla „OId-Norse“-kyni sem lifað hefur stóískt í grösugum sveitum íslands frá dögum Egils og Njáls, en norsk-skosk-sænska NRF-kú frá Islandi sem dó úr elli 5 ára og át 100 tonn af kjarnfóðri? Og hvað skyldi verða um íslenskt mál, þeg- ar norsk-skosk-sænsk mjólk er komin í þjóðtungufernurnar? Er ekki alltaf verið að segja manni að maður sé það sem maður borðar? Ef íslenska kýrin hverfur, hverfur einnig stór þáttur úr íslensku hug- arfari. Þetta er ekki hægt að sanna í dag, en hafi menn einhverjar leif- ar af innsæi eða brjóstviti í sér, á ekki að þurfa sönnunar við. Gamla stefið segir: Sæl María, guðs móðir, seztu nú á stein og gáðu vel að kúnum mínum, meðan eg fer heim. Þessi rödd úr fortíðinni biður ráðamenn að varðveita íslensku kúna og sýna henni viðeigandi sóma. Fái Bændasamtökin óheft frelsi til að rækta sína þorgeirsbola á kostnað íslensku kýrinnar er þessi fortíðarrödd kæfð niður í nafni markaðsguðsins og aukinnar framleiðni, sem þó er ógerningur að sjá nokkurn hagnað af. Og þá er óhætt að spyrja hvort það borgi sig yfirhöfuð að hafa menningu eða nokkuð annað úr fortíðinni á ís- landi ef það eykur ekki framleiðni. Höfundur er nemi í norrænum fræðum í Björgvin í Noregi. Hjólbarðar Skattur á notendur nagladekkja yrði fyrst og fremst skattur á þá, segir Sverrir Hjaltason, sem þurfa nauðsynlega út á vegina í verstu akstursskilyrðum. • í fjórða lagi: Skemmdir á bfl- um, fatnaði, skótaui og inni í húsum af völdum óþverrans sem berst inn af götunum. Merkilegt finnst mér reyndar að „græningjar" og aðrir sem mest hamast út af nýtingu náttúrugæða í óbyggðum, og eru nú síðast búnir að fá hugljómun um að friðlýsa Yatna- jökul og allt sem frá honum rennur, virðast vera sem næst ónæmir fyrir umhverfisspjöllum sem framin eru á höfuðborgarsvæðinu með ýmsum hætti. Hvað er hægt að gera? Að þessu samanlögðu legg ég til að þeir sem fjalla um þessi mál hjá ríki og borg taki sig nú til og efni til víðtækrar rannsóknar á hvaða úr- ræði dygðu okkur best í öryggis-, umhverfis- og kostnaðarmálum vegna vetraraksturs. Stefna yrði mörkuð í framhaldi af því. Það yrði vafalaust árangursríkara heldur en þessi árlega og margþvælda tugga um skaðsemi nagladekkja. Höfundur er rafveitustjórí á Hvammstanga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.