Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 29.11.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000 61 BRÉF TIL BLAÐSINS I i I l i Kaupum í krafti Frá Flosa Guðmundssyni: MÖRGUM er enn í fersku minni ólund sú er greip um sig meðal kirkjunnar manna er í ljós kom áhugaleysi íslendinga á að fagna þúsund ára afmæli þess sorgar- atburðar er Noregskonungi tókst með gíslatöku að þvinga forfeðurna til að afnema tiúírelsi. Nú hefur kirkjufeðrunum hugkvæmst það snjallræði að fá Mammon með í liðið. Kaupmenn sem auglýsa kristilega eiga von á verðlaunum. En hvað er kristilegt við jólin? Ekkert. Alls ekk- ert. Kristnir menn héldu ekki upp á jólin fyrstu tvær eða þrjár aldirnar. Nágrannar þeirra heiðingjarnir gerðu það hinsvegai-. Um allan heim heldur fólk upp á endurfæðingu sól- arinnar á jólum. Á þriðju öld eftir Krist var ákveðið að taka upp kristin jól, af þeirri einföldu meginástæðu að heiðingjarnir kærðu sig ekki um að taka upp jólalausa trú. Þá kom sér vel sagan um vitringana og gjafimar þeirra. (Þessi saga er reyndar furðu- lega lík sögunni af fæðingu Krishna á Indlandi tólf hundruð árum fyrr.) Valið á afmælisdegi fyrir Frelsar- ann var ekki tilviljun. Það var líka á þriðju öld. 25. desember er afmælis- dagur flestra sólguða þar á meðal Mithra sem ásamt Kristi var í fram- boði sem ríkisguð Rómarveldis. Um þetta leyti fann einnig hórkarlinn og kirkjufaðirinn Ágústínus upp erfða- syndina. Eg verð að viðurkenna að ég kem ekki auga á hvaða þörf var á því. Tímabilið sem fór í hönd er kallað: Hinar myrku miðaldir. Það er vegna þess að kirkjan bannaði alla hugsun; háskólar voru lagðir niður og fólk var brennt á báli fyrir að vita eitt- hvað sem stóð ekki í Biblíunni. Svo eru menn sakaðir um ólund og annað verra ef þeir fagna ekki þúsund ára afmæli þessa ófagnaðar á íslandi. Hafa skal það sem sannara reynist stendur í góðri bók. Eftir því sem þekking mannanna á umhverfmu eykst verður ljósai-a að Biblían er Endurbætt stefnuskrá Frá Kristleifi Þorsyeinssyni: 8. OKTÓBER síðastliðinn sendi ég í bréfi til blaðsins drög að stefnuski-á fyrir nýjan stjómmálaflokk sem heit- •r Lýðræðisflokkui-inn. Stefna hans í stuttu máli er sú, að böm, öiyrkjar og eldra fólk verði talið fullgildir þegnar þjóðfélagsins og eigendur ríkisins. Ég hef gert smábreytingar á stefnuski’ánni sem felast m.a. í því að sérstök áhersla verði lögð á aðstoð við böm og unglinga í leit að hæfileikum þeirra og þeim verði síðan í framtíð- inni beint að atvinnu, sem þau geti unnið við af gleði og áhuga. Einnig að bæta konum á einhvern hátt fyrir það sem þær verða að þola vegna viðhalds niannkynsins. Svo bætti ég við í sam- bandi við útrýmingu eiturlyfjanotk- unar að byrjað verði á því að útrýma undirstöðunni, en það em hin leyfðu eiturlyf alkóhól, nikótín og koffein. Að lokum vil ég segja þetta. Ef þjóðin yrði svo lánsöm að þessi flokk- ur næði völdum þá verður hamingja hennar fengin með vinnugleði og miklum afköstum. Þá verður ekki lengur baiist um peningana, allir fá þá að jöfnu og eftir þörfum. Keppt verður að auknum árangri í vinnu með auknum afköstum og bættu skipulagi. Þeir, sem rakað hafa að sér peningum með vafasömum aðferðum, verða fegnir að skila þeim aftur og koma til heiðarlegrar vinnu. Þar munu þeir finna hamingjuna. Ef einhver hefur áhuga, get ég sent honum drög að stefnuskránni. Sími minn er 557 7620. KRISTLEIFUR ÞORSTEINSSON frá Húsafelli. „Tíöld“ og samræmt tímatal Frá Carli J. Eiríkssyni: I MBL. 18. nóv. er grein um orðið >.teinöld“ þar sem segir að þegar ártalið hafi breyst úr 1999 í 2000 hafi verið liðin 2000 ár „frá holdgun frelsarans að samræmdu tímatali kristinna manna“. Það er rangt. Þegar árið 2001 hefst, eru liðin 2000 ár frá fæðingu (ekki holdgun) Krists skv. Gregorianska tímatal- |nu. Á sama hátt eru tíu dagar liðn- ir af nýju ári þegar 11. janúar hefst. Menntakerfið brást. Ranghug- •nyndir manna um tímatalið eru ótrúlega lífseigar og sýna hvernig menntakerfið hefur brugðist. Rugl- ið birtist aftur og aftur í fjölmiðl- um. Kristur var aðeins eins árs þegar annað árið (árið 2. e.Kr.) hófst. Tveim árum áður hófst árið 1 f. Kr. Mér þykja orðin „þúsöld“ og „teinöld" vandræðaleg. Orðið „tein- æringur" sem vitnað er til er enskusletta frá töluorðinu „ten“. „Tíæringur" hefði verið betra. Tíu aldir mætti nefna „tíöld“ sbr. orðin „tíkall“, „tífaldur", „tíund“, „tíhyrningur“, „tístrendingur“, „tíundi hluti“ o.fl. CARL J. EIRÍKSSON Skólagerði 42, Kóp. usgögk\ ! Meiriháttar tilboð - einnig útlitsgölluð húsgögn á tombóluverði Minningarkort Styrktarfélags 11 krabbameinssjúkra barna f | www.skb.is/framlog/minningarkort.html sími 588 7555 Krists Urræði við sogæða- bjúg í Heilsu- stofnun NLFÍ engan veginn áreiðanleg heimild um þau málefni sem hún fjallar um. Stór hluti af því sem í henni stendur er einfaldlega bull. Þegar mótmælend- ur þýddu Biblíuna á þjóðtungur og leyfðu hverjum sem var að lesa hana, kom svo í Ijós að túlkun kaþólsku kirkjunnar var engan veginn sú eina mögulega. Núna nota kristnir söfn- uðir Biblíuna eins og kjörbúð kenn- inganna til að klastra saman sinni út- gáfu af sannleikanum. I rauninni ætti Þjóðkirkan heldur að kenna sig við Pál postula, því að ef þá greinir á Pál og Jesú, og það hendir oft, þá tekur kirkjan venjulega afstöðu með Páli. Reyndar vita flestir sem telja sig kristna lítið um hvað stendur í Bibl- íunni. Þeim stendur raunar algjör- lega á sama. Mikið framboð er nú á öði-um trúarbrögum og mörgum hentar að taka freistandi tilboðum þeirra. Mikill hluti þjóðarinnar trúir til dæmis á endurfæðingu en ekki á eilift líf í Kristi, sem bendir til þess að þeir séu Búddatrúar en ekki kristnir. Það er enda lítið tilhlökkun- arefni að lenda í himnaríki með kirkjufeðrunum. Nú fara í hönd jól, sem þjóðin mun að venju fagna að heiðnum sið. Þá verða gjafir gefnar, vambir kýldar og margur bikar tæmdur. Þá ættu kirkjunnar menn að kyngja þeim bitra kaleik að tími ríkisrekinna hindurvitna er liðinn. Það er full- komin tímaskekkja að ríkið sé með fjölda manna á launum við að fleipra um hindurvitni og útbreiða rangai- upplýsingar um umheiminn. Miklu nær væri að þeir sem áhuga hafi á slíku standi straum af því sjálfir. FLOSIGUÐMUNDSSON Stóragerði 11, Reykjavík. Frá Sigurði B. Jónssyni: MÁNUDAGINN 4. nóvember sl. svaraði Magnús Jóhannsson, læknir, spurningu lesanda blaðsins um sog: æðabjúg og meðferð við honum. í svari Magnúsar kemur fram að með- ferðarúiræði séu ekki upp á marga fiska og árangur þeirra úrræða, sem reynd eru, sé oftast lélegur. í grein- inni nefnir hann ýmis úrræði, sem geta komið að gagni, en nefnir ekki sogæðanudd. Marjolein Roodbergen, sjúkraþjálfari, gerir góða grein fyrir sogæðameðferð í Morgunblaðinu 17. nóvember sl., en hér er nokkru við að bæta. Við komu í Heilsustofnun NLFÍ rekja dvalargestir sjúkrasögu sína við lækni, sem vísar þeim í meðferð samkvæmt ástandi hvers og eins. Auk sérmeðferðar eru einnig stund- aðar almennar hópæfingar, sem flestir geta tekið þátt í, svo sem gönguferðir, vatnsleikfimi, bakæf- ingar, línudans og slökun. Einnig er boðið upp á fræðslu- og umræðu- fundi. I Heilsustofnun NLFÍ í Hvera- gerði hefur meðferð við sogæðabjúg verið stunduð um árabil. Sjúkranuddarar á stofnuninni eru allir löggildir og a.m.k tveir þeirra hafa lokið fjögurra vikna námskeiði (180 klst.) í sogæðameðferð hjá við- urkenndum aðilum í Þýskalandi (m.a. í Földi og Asdonk skólum). Fjöldi fólks, sem þarf á endurhæf- ingu, styrkingu og hvíld að halda, kemur í Heilsustofnun NLFÍ ár hvert. í þessum hópi er oft fólk sem er með sogæðabjúg, sem orsakast m.a. af skurðaðgerðum og/eða geisla- meðferð við krabbameini. Aðal- áhersla er lögð á sogæðanudd og æf- ingar við hæfi. Viðkomandi fær líka leiðbeiningar um það hvemig á að haga sér til vamar því að bjúgur. myndist aftur. Þverfaglegur hópur vinnur saman að meðferð sem við á hverju sinni. í hópnum er læknir, sjúkranuddari, sjúkraþjálfari, hjúki'- unarfræðingur og íþróttakennari. Þar er tekið á öllum þáttum meðferð- ar, bæði líkamlegum og andlegum. Sogæðanudd er mjög tímafrekt og getur því reynst fólki kostnaðarsamt, en ríkið greiðir ekki niður meðferð hjá sjúkranuddurum (löggiltum). All: ir sem dveljast í Heilsustofnun NLFÍ bera hluta kostnaðar af meðferð, gistingu og fæði, en ríkið ber stærsta hlutann. Sjúkranudd og heilsuböð hafaver- ið stunduð í Heilsustofnun NLFÍ frá því að starfsemi hófst þar árið 1955^-^ Á Nudd- og baðdeild er auk þess boð- ið upp á leirböð, vatnsnudd, sogæða- nudd, víxlböð og stuttbylgjur. Að undanfömu hefur nálastungumeð- ferð einnig verið í boði. Bað- og nudd- menning stendur á gömlum merg í Heilsustofnun NLFI og fjöldi dvalar- gesta getur vitnað um góð áhrif þeirrar menningar. SIGURÐUR B. JÓNSSON, sjúkranuddari HNLFÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.