Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís Smyril Line hefur ekki staðið í skilum við skipasmíðastöðina vegna smíði nýrrar ferju Hótað að yfírtaka gömlu N orrænu Þórshöfn. Morgunblaðið. Börn kynn- ast gömlum jólasiðum NEMENDUR úr Foldaskóla fengu að kynnast jólasiðum fyrri tíma þegar þeir heimsóttu Arbæjarsafn. Þar var þeim meðal annars sýnt hvernig tólgarkerti og annað jóla- skraut var búið til í gamla daga. Einnig fengu þeir að heyra alls kyns sögur, meðal annars af jóla- kettinum og jólaveinunum þrettán, sem brátt koma til byggða. Um helgina verða Ijós tendruð á jólatrjám um Iand allt, meðal ann- ars á Óslóartrénu á Austurvelli. Ógnaði fullorðinni konu með hnífi MAÐUR veittist að fullorðinni konu í Þverholti í Reykjavík í gærkvöld, ógnaði henni með hnífi og hrifsaði af henni hand- tösku. Maðurinn hljóp á brott er hann hafði náð töskunni af konunni. Konan fór beint á lögreglu- stöðina við Hverfisgötu og gaf lögreglu greinargóða lýsingu á manninum og er hans nú leit- að. Að sögn lögreglu slasaðist konan ekki en henni var mjög brugðið. FÆREYINGAR eiga nú á hættu að missa flaggskip sitt, farþegaskipið Norrænu, sem siglir á sumrin á Norður-Atlantshafi á milli Færeyja, Islands, Danmerkur, Noregs og Hjaltlandseyja. Utgerð skipsins, Smyril Line, hefur ekki getað staðið í skilum við skipasmíðastöð í Flens- borg vegna smíði nýs lúxusskips, sem á að leysa Norrænu af hólmi. A neyðarfundi í gær vegna málsins ákvað landstjóm Færeyja að neita útgerðinni um fjárhagslega aðstoð. Smyril Line gerði síðasta sumar samning við skipasmíðastöð í Flens- borg um að smíða nýtt skip og nam kostnaðaráætlun 660 milljónum danskra króna. Nýja skipið átti að koma í stað núverandi Norrænu, sem er farin að láta á sjá eftir 30 ára siglingar í Norðurhöfum. Út- gerðin gaf út veð í Norrænu upp á 50 milljónir danskra króna og hefur þýska skipasmíðastöðin hótað að taka skipið upp í vangoldnar skuld- ir. Fjárhagsvandræði Smyril Line stafa ma. af hækkandi olíuverði og breytingum sem hefur þurft að gera á Norrænu vegna krafna um bætta öryggisþætti í skipinu. Sam- kvæmt samningnum við smíðastöð- ina á Smyril Line að greiða afborg- anir af nýja skipinu, en hefur ekki ennþá greitt síðustu afborgun og mun einnig eiga í erfiðleikum með næstu afborgun. Skipasmíðastöðin hefur krafist þess að Smyril Line bæti eiginfjár- stöðu fyrirtækisins um 75 milljónir danskra króna áður en smíði nýja skipsins heldur áfram. Að öðrum kosti mun skipasmíðastöðin leysa út veðið í Norrænu og þar með eignast skipið. Útgerð Norrænu hefur árangurs- laust leitað til færeyskra fjárfesta, sem ekki hafa viljað setja fjármagn í útgerðina. Á þriðjudaginn leitaði Smyril Line til landstjórnarinnar og óskaði eftir tryggingu fyrir láni upp á 30 milljónir danskra króna, en því hafnaði stjórnin á neyðarfundi í gær. Landstjórnin hætt að ábyrgjast einkafyrirtæki Bjarni Djurholm, ráðherra at- vinnumála í færeysku landstjórn- inni, segir að stjórnin vilji ekki end- urtaka mistökin frá níunda áratugn- um, þegar landstjórnin gaf út allt of margar ábyrgðir fyrir ótraust einkafyrirtæki í Færeyjum. „Og þrátt fyrir að afleiðingar þess að landstjórnin segi nei við Srnyril Line verði harkalegar fyrir færeyskt samfélag stöndum við fast á þeirri almennu reglu, að land- stjórnin eigi ekki oftar að ábyrgjast fyrirtæki í einkageiranum," sagði Bjarni, en ríkissjóður Færeyja á að hans sögn 18,5% hlut í Srnyril Line. Framkvæmdastjóri Smyril Line í Færeyjum, Oli Hammer, segir að í þessari stöðu muni hann nú bíða og sjá til hvaða aðgerða skipasmíða- stöðin í Flensborg grípi í næstu viku. Smíði nýja skipsins hófst í vor og stendur til að afhenda það 31. mars 2002. Nýja skipið verður þrisvar sinnum stærra en núverandi Nor- ræna og er 163 metra langt og 30 metra breitt. Það getur tekið um 1.500 farþega og 800 fólksbíla. Kaupin átti að fjármagna með sölu á gömlu Norrænu, eigin fé og láni frá þýskum banka. íslendingar eiga um 8% hlutafjár í Smyril Line. Aðstoð Hjálparstofnun- ar kirkjunnar og Mæðrastyrksnefndar Þörf fyrir aðstoð hefur ekki minnkað ÞÖRF fólks fyrh' aðstoð fyrir jólin nú er ekki minni en hún var fyrir síðustu jól, samkvæmt upplýsingum Hjálparstofnunar kirkjunnai- og Mæðrastyrksnefndar en þessir aðil- ar eru byrjaðir eða byrja í næstu viku að taka við umsóknum vegna aðstoðar fyrir jólin. Jónas Þórisson, framkvæmda- stjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar, sagði að allt benti til þess að þörfin fyrir aðstoð fyrir jólin nú væri svip- uð og verið hefði. Þeir vonuðu auð- vitað að þeim aðilum sem þyrftu á aðstoð að halda fækkaði en þeim hefði ekki orðið að þeirri ósk sinni fyrir síðustu jól og miðað við þann fjölda sem hefði leitað til þeirra á undanfórnum mánuðum væru ekki miklar líkur til fækkunar í þessum hóp nú fyrir jólin. Jónas sagði að stærsti hópurinn sem leitaði til þeirra væru öryrkjar en auk þess væri um að ræða lág- launafólk, ellilífeyrisþega o.fl. „Menn reyna að bera höfuðið hátt og bjarga sér í lengstu lög. Það eru þung og erfið spor sem allir þeir sem hingað koma þurfa að ganga. Við verðum oft vör við það,“ sagði Jónas. 1.100 umsóknir til Mæðra- styrksnefndar í fyrra Ásgerður Jóna Flosadóttir, for- maður Mæðrastyrksnefndar, sagði að þær hefðu byrjað að taka á móti umsóknum um aðstoð á miðvikudag- inn var og hefði þá á annað hundrað manns sótt um. Byrjað yrði að út- hluta matvælum, matarmiðum, jóla- trjám og jólapökkum í næstu viku. Starfið byggðist alfarið á velvilja fyrirtækja og einstaklinga. Þannig hefði til dæmis fjölskylda Ingvars Helgasonar fært nefndinni 300 hangikjötslæri og Krónan hefði gef- ið þeim eina milljón kr. í styrk í formi matvæla. „Skjólstæðingar okkar eru eink- um einstæðar mæður, öryrkjar, aldraðir og fleiri. Okkur sýnist eymdin jafnvel verða meiri í ár en í fyrra,“ sagði Ásgerður. Hún sagði að fyrir síðustu jól hefðu þær fengið um 1.100 umsóknir og margfalda mætti þann fjölda með þremur til fjórum til að fá fram fjölda þeirra sem hefðu fengið að- stoð fyrir jólin í fyrra. Ásgerður sagði að Mæðrastyrks- nefnd hefði ákveðið að bjóða þing- mönnum Reykvíkinga að fylgjast með starfi og úthlutun nefndarinn- ar. Þingmennirnir væru nítján tals- ins og væri gert ráð fyrir að þeir myndu skiptast á um að fylgjast með starfinu. Hún bætti því við að frá og með næsta mánudegi yrði opið hjá nefnd- inni frá klukkan 14-17 daglega fram að jólum. c Morgunblaðinu í dag fylgir Triumph- bæklingurfrá „Ar- mann Reykjavík ehf.“ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.