Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1906, Page 62

Skírnir - 01.01.1906, Page 62
62 lTr trúarsögu Forn-íslendinga. Skírnir. á Alþingi árið 1120. Þorgils Oddason segir við Böðvar Asbjarnarson: »Þat mæla menn, at þú sér trúlauss, mágr,. ok meðallagi góðgjarn.......... Böðvarr mælti: »Þat er ok satt er þú segir«20). Orð Böðvars eru afar eftirtektarverð. Kirkjan var þá snemrna á 12. öld, ekki búin að ná betra tangarhaldi á Islendingum en þetta! Sá orðrómur gat legið á íslenzk- um höfðingja, að hann væri trúlaus, það er að segja and- lega óháður kirkjunni; og hann játaði þetta hiklaust á sjálfu Alþingi, ef svo bar undir. Svona mikið var andlegt frelsi hér á landi, á dögum þeirra Ara fróða og Sæmundar. Og ætli ekki hefði orð- ið daufari »ljóminn af frægðaröld Islands«, hinar fornu bókmentir vorar, ef andinn sá, sem kom fram í hinum helgu mönnum Jóni og Þorláki, í Guðmundi Arasyni og Staða-Arna, að eg ekki nefni útlendu biskupana, hefði þegar á 12. öld verið búinn að blinda svo hina góðu is- lenzku skynsemi, eins og síðar varð? Framfarir trúarinnar næstu 200 árin eítir daga Böðvars Ásbjarnarsonar voru geysimiklar. Illa hefði farið fyrir þeim manni, sem á alþingi 1320 liefði dirfst að segja að hann væri trúlaus. En það var ekki hætt við að slikt kæmi fyrir. Trúleysi eða andlegt frelsi var þá dáið út á Islandi — og einnig sú snild, sem skapað hafði meistaraverk er seint munu fyrnast. En að góðgirninni hafi farið fram að sama skapi og‘ trúnni, er meir en vafasamt. Árið 1331 er beitt þeirri hryllilegustu refsingu, sem mannlegri grimd hefir hug- kvæmst, kviksetningu21). Skömmu síðar, (1343) er brend nunna í Kirkjubæjarklaustri fyrir ekki stærri sakir en þær, að hún hafði »mælt óvirðulega til páfans« eins og Espólín kemst að orði22). Engar sögur fara af því, að svo viðbjóðslega grimdar- fullar refsingar hafi tíðkast í heiðni hér á landi; og er næsta efasamt, að meiri mannúð hafi ríkt i íslenzkri kristni á 14. öld, heldur en í íslenzkri heiðni á 10. öld. Yfirleitt er mjög erfitt að leggja trúnað á það mál sumra manna, að afturför í grimd, en framfarir í mannúð séu

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.