Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1907, Side 8

Skírnir - 01.08.1907, Side 8
200 Stephan Gr. Stephansson. Mót böli skal hugurinn herSa sitt megn og hylli við minniS þitt syna — og bera það, sigra það, ganga því gegn og geyma svo ástina þína. Svo alúSar kveðjur og þökk fyrir þor unz þjáninga-sigur var háSur, og eins — að þú hrestir sem hlæjandi vor á heiibrigðis-dögunum áSur. — Þó ástvinir kvíSi aS koma nú heim og kalt virðist sumarsins heiSi, skal svölun og styrkur að stundunum þeim enn stafa frá gróandi leiöi. Þannig yrkir aldinn greppur eftir unga konu. Þessi orð> koma frá hlýjum huga og vörmum vörum. Sá maður er þó ekki öreigi hjartnæmra tilfinninga, sem þannig kveður. Tilfinningarnar eru þó enn heitari og þrungnari af samansöfnuðum og hálfbyrgðum eldi í kvæðinu,-;*sem Stephan gerir eftir nafna sinn og systurson, rúnilega tvítugan: Margblessaöur, heimkominn, velkominn vertu’! þó viðtakan setji okkur hljóöa. ViS vefjum þig grátfegnir eins og þú ert í arroana, hjartað vort góða! Þú kemur að flytjh aldrei frá oss, þú ætlar í fraratíS að verða hjá oss. — I boði var öll okkar eiga, en ónyt varð hún — neroa í sveiga, svo kranzinn frá okkur sé ljósari en lín og lifandi grænn eins og minningin þi'n. Já, velkominn heim, þó oss virðist nú hljótt á vonglaSra unglinga fundum, og autt kring um ellina stundum ■— Vor söknuður ann þér að sofa nú rótt ] samvöfðum átthagans mutidum, hjá straumklið’ og lifandi lundum, við barnsminnin ljúfu um brekkur og völl með bæinn þinn kæra og sporin þt'n öll.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.