Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1912, Blaðsíða 7

Skírnir - 01.08.1912, Blaðsíða 7
Jörgen Pétur Havstein. 199 •obsson og Sidse Katrine áttu tvo sonu, Jakob og Due, og voru þeir bræður báðir fæddir í Kaupmannahöfn og lík- lega í Nýbúðum, því þar höfðu starfsmenn við Hólminn aðsetur sitt að jafnaði. Var Jakob fæddur 1771. Þeir bræður munu báðir hafa farið til Islands i æsku með móð- urbróður sínum. Voru þeir við verzlun í Hofsósi lengi síðan og kölluðu sig Havsteen. Var Due faðir Kr. Hav- steins, er lengi var síðan kaupmaður í Reykjavik. Eftir Johan Höwisch gamla, móðurbróður sinn, mun Jakób Havsteen hafa eignast verzlunarstaðinn sjálfan í Hofsósi, þótt annar gerði síðan út verzlunina. Rak hann þar verzlun um langan aldur og hafði allmikið umleikis. Verzlun var um þær mundir, fyrst framan af 19. öldinni, allstopul og ýmsum erfiðleikum bundin, sem nú eru með öllu úr sögunni. Á öllum þeim árum, frá aldamótunum og fram yfir 1815, geisaði hinn megnasti ófriður um alla Norðurálfu, og varð ógreitt um siglingar oft og tíðum, er víkingar og herskip af ýmsum þjóðum sveimuðu í norðurhöfum og tóku upp á víxl hver fyrir öðrum skip og góz, er þeir hittu fyrir sér. Máttu Islendingar kenna þess í óspektum Jörundar Hundadagakonungs og oftar. Var sigling öll mjög stopul um þær mundir og horfði oft til stórvandræða bæði hjá kaupmönnum og lands- iýðnum, einkum norðanlandS. Var það oft að engin sigl- ing kom sumarlangt á norðurhafnirnar, svo menn urðu að sækja erlendar nauðsynjar, járn, steinkol og annað, suður i Reykjavík eða Hafnarfjörð. En jafnvel þótt eitt skip eða svo kæmi á hverja höfn, er bezt lét, voru nauðsynjar svo dýrar sakir ófriðar og annara atvika, að lítt þótti við- unandi; urðu menn þannig stundum að gefa 2 skpd. af fiski fyrir eina korntunnu, og svo annað eftir því. Af þessum verzlunarbrestum mun það sprottið, að Jakob Hav- steen tók að leggja stund á landbúnað og fiskiveiðar auk kaupskaparins. Keypti hann Drangey og hið forna höfuð- ból Höfða, er Hólastólsjarðir voru seldar 1803, og enn síðar Hof á Höfðaströnd. Voru þetta hvorttveggja stórbýli og hlunnindajarðir, svo Havsteen kaupmaður var nú orðinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.