Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1912, Blaðsíða 74

Skírnir - 01.08.1912, Blaðsíða 74
264 Um talshætti i iilensku. c) »Að láta eitthvað liggja milli hluta* er almennur talsh. sem þýðir »að láta e-ð koma sjer ekki við, hirða ekk- ert um e-ð, eiga ekkert við e-ð«; en af hverju er hann leiddur ? Efalaust, að minni ætlun, af skiftíngu herfángs; því var skift milli þeirra, sem tekið höfðu þátt í herför- inni (skipsagnarinnar t. d.) og áttu hver sinn »hlut« í því. En oft voru einstöku gripir undan skildir, sem for- ínginn eignaði sjer »að afnámi«, sem kallað var, eða af óskiftu (afnámsfje, afnámsgripir); það voru þess konar gripir, sem voru látnir liggja »milli hluta«, þ. e. sjer, sem heyrandi einum manni til. d) Verslunar-talshættir. »Að sæta afarkaupum* er fornt mál, og er nú víst oft haft í sinni eiginlegu merk- íngu; en jafntitt mun hitt eða tíðhafðara, að talsh. er hafður um harða kosti yíir höfuð, hvort sem um kaup er að ræða eða ekki. — »Að vera ljettur á metunum« = að vera rýr og lítilfjörlegur; met = metaskálar (met merkir eiginlega að eins lóðin). Enn eru tveir talshættir mjög fornir eða sem leiddir eru af mjög fornu máli. »Að vera ekki á marga fiska« = að vera lítils virði, lítils megnugur, og haft um mart (t. d. getur lasinn maður haft talsh. um sjálfan sig). Sölu- verð var áður miðað við fisk (fiskvirði, sbr. »hann á ekki fiskvirði*), og jeg má segja, að á Viðeyjarbókum sjest: »selst . . . fiskum«; það er ekki lengra síðan. Nú er það algjörlega horfið. — »Það er ekki hundrað í hættunni« ,= það er ekki mikil hætta á ferð; hjer er eflaust átt við hið gamla »hundrað« sem vissa upphæð, og er þá eflaust átt við »jarðarhundraðið«, sem er enn haft þegar jarðir eru metnar og gánga kaupum og sölum. 5. Talshættir leiddir af ferðalögum á sjó og landi. Þess var von, að ekki allfáir talshættir ættu rót sína í ferð- um manna, og skulu nú nokkrir taldir. Ef jeg segi: »hann tók snöggt í taumana svo að ekki skyldi hrökkva upp af« — skilja allir þetta og orðin eru höfð hjer í sinni upphaf- legu merkíngu. En oftast er »að taka í taumana* haft um að hindra, stöðva e-ð, sem ekki er talið rjett eða við-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.