Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1912, Page 74

Skírnir - 01.08.1912, Page 74
264 Um talshætti i iilensku. c) »Að láta eitthvað liggja milli hluta* er almennur talsh. sem þýðir »að láta e-ð koma sjer ekki við, hirða ekk- ert um e-ð, eiga ekkert við e-ð«; en af hverju er hann leiddur ? Efalaust, að minni ætlun, af skiftíngu herfángs; því var skift milli þeirra, sem tekið höfðu þátt í herför- inni (skipsagnarinnar t. d.) og áttu hver sinn »hlut« í því. En oft voru einstöku gripir undan skildir, sem for- ínginn eignaði sjer »að afnámi«, sem kallað var, eða af óskiftu (afnámsfje, afnámsgripir); það voru þess konar gripir, sem voru látnir liggja »milli hluta«, þ. e. sjer, sem heyrandi einum manni til. d) Verslunar-talshættir. »Að sæta afarkaupum* er fornt mál, og er nú víst oft haft í sinni eiginlegu merk- íngu; en jafntitt mun hitt eða tíðhafðara, að talsh. er hafður um harða kosti yíir höfuð, hvort sem um kaup er að ræða eða ekki. — »Að vera ljettur á metunum« = að vera rýr og lítilfjörlegur; met = metaskálar (met merkir eiginlega að eins lóðin). Enn eru tveir talshættir mjög fornir eða sem leiddir eru af mjög fornu máli. »Að vera ekki á marga fiska« = að vera lítils virði, lítils megnugur, og haft um mart (t. d. getur lasinn maður haft talsh. um sjálfan sig). Sölu- verð var áður miðað við fisk (fiskvirði, sbr. »hann á ekki fiskvirði*), og jeg má segja, að á Viðeyjarbókum sjest: »selst . . . fiskum«; það er ekki lengra síðan. Nú er það algjörlega horfið. — »Það er ekki hundrað í hættunni« ,= það er ekki mikil hætta á ferð; hjer er eflaust átt við hið gamla »hundrað« sem vissa upphæð, og er þá eflaust átt við »jarðarhundraðið«, sem er enn haft þegar jarðir eru metnar og gánga kaupum og sölum. 5. Talshættir leiddir af ferðalögum á sjó og landi. Þess var von, að ekki allfáir talshættir ættu rót sína í ferð- um manna, og skulu nú nokkrir taldir. Ef jeg segi: »hann tók snöggt í taumana svo að ekki skyldi hrökkva upp af« — skilja allir þetta og orðin eru höfð hjer í sinni upphaf- legu merkíngu. En oftast er »að taka í taumana* haft um að hindra, stöðva e-ð, sem ekki er talið rjett eða við-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.