Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.01.1913, Qupperneq 37

Skírnir - 01.01.1913, Qupperneq 37
Lyf og lækningar. 37 Og lyfin geta oft læknað sjúkdómana, þó þau eigi ekki beinlínis við þeim! Sem dæini þessa má nefna botn- langabólgu. Sóttkveikjur setjast að í þröngum botnlang- anum, ínni í kviðarholinu, og valda þar bólgu, sem oft verður að ígjörð. Nú vofir meðal annars sú hætta yfir sjúklingnum, að ígjörðin brjótist gegnum botnlangann og út í kviðarholið og er þá allajafna dauðinn vís. Nú hefir reynslan sýnt, að ópíum er máttugt lyf við veiki þessari, ef hún er ekki því ákafari, og þó getur það hvorki tæmt gröftinn burtu eða drepið sóttkveikjurnar. Lyf þetta hefir þau áhrif, að hreyfingar garnanna minka eða hætta. Alt verður kyrt og rólegt umhverfis botnlangann. Stundum vaxa næstu garnirnar við hann, og vernda þannig kviðar- holið, en við hreyfingarleysið ýfist bólgan minna og lækn- ingaviðleitni náttúrunnar nýtur sín betur. Smám saman drepa hvít blóðkorn sóttkveikjurnar og ígjörðin eyðist, eða utan um hana vex þétt tengivefshúð, sem þær fá ekki brotist gengum og veslast þær þá upp með tímanum. Hér ryður lyfið náttúrubatanum braut, og það hefir nægt til þess að forða óteljandi mönnum frá yfirvofandi lífshættu. Og þó myndi lyf þetta fá litlu um þokað, ef sjúklingurinn borðaði óhentuga fæðu eða reyndi til að vera á fótum. Hvorttveggja gæti valdið hættulegri ýfingu og espað bólg- una. En jafnframt því sem læknirinn gefur sjúklingnum ópíura, skipar hann honum að liggja hreyfingarlaus í rúm- inu og sveltir hann eða gefur honuin mjólk af skornum skamti, -en mestur hluti hennar meltist áreynslulítið í görn- unum. Hér fylgjast að matarhæfi, ákveðnar lífsreglur og lyf. Ekkert af þessu má missast eða vanrækjast, ef til- gangurinn á nást: að greiða fyrir náttúrubatanum og ryðja því úr vegi, sem einkum hindrar hann. Það er allajafna svo, að miklu skiftir hversu með sjúklinginn er farið í veikindum hans, hvað hann borðar, hversu andrúms- loftið er, hversu um hann er búið, hve mikið og hvernig liann reynir á sig. Alt þetta er undir hjúkruninni komið, og sé hún í ólagi, er oft vanséð, að hvaða gagni lyfim koma. Þau eru að eins einn liður í langri keðju.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.