Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1913, Side 32

Skírnir - 01.12.1913, Side 32
.320 Nokkrar athugasemdir. ■uin, þvert ofan í handritin? Hjer stiður hvor lögbókin aðra, þvi að það getur varla verið af hendingu sprottið, að þær hafa, allar þrjár, konungserfðir fljettaðar inn í Kristindómsbálk eftir vitnisburði handritanna. Að þvi er Járnsíðu snertir, virðist E. A. halda því fram, að ef konungserfðirnar hafl fllgt Járnsíðu frá upp- hafi, þá hljóti þær að hafa verið lögleiddar hjer »1272 eða 1273, er Járnsíða að frádregnurn þingfararbálki var í lög leidd<r. Enn þá sje óskiljanlegt, hvers vegna hin niju norsku ríkiserfðalög, er samþikt vóru í júlí 1273, hafi ekki verið tekin í lögbókina, heldur gömlu ríkiserfðalögin frá 1260. Höf. ríður hjer í bága við beinan og ótvíræðan vitnisburð Arna biskups sögu, ágætrar heimildar, og bestu islenskra annála, sem ber saman um, að árið 1271 hafl verið lögtekinn Þingfararbálkur lögbókarinnar og 2 kapí- tular í erfðabálki, árið 1272 hafi öll lögbókin, sem ójátað var, verið samþikt, að undanskildum erfðabálki, og loks hafi erfðabálkur verið samþiktur 1273 að undanskildum þeim 2 kapítulum, sem játað var áður (1271).1 Nú eru konungserfðirnar í Járnsíðu ekki partur af erfðabálki, heldur standa í Kristindómsbálki. Þær hljóta því að hafa verið lögteknar árið 1272, enn ekki 1273. Enn það ár, 1272, vóru ríkiserfðalögin frá 1260 í fullu gildi um allan Noreg, og gat ekki komið til neinna raála að lögleiða önn- ur lög um það efni á íslandi. Rjett er það, að ríkiserfða- kafli Járnsíðu kemur að forminu til fram sem fræð- andi skírsla um hvaða reglur gildi um ríkiserfðir i Nor- egi, því að lögbókin tekur upp óbreitt ríkiserfðalögin frá 1260, og eru þar í íms orðatiltæki, sem eiga við Noreg, enn geta ekki átt við um ísland. Enn þrátt firir þetta er engin ástæða til að rengja, að íslendingar hafi árið 1272 samþikt e f n i þessa kafla, erfðaskipunina, reglurnar um konungskosning, þegar enginn óðalborinn erfingi er til, eiðana, o. s. frv. Lík ónákvæmni kemur víðar firir i Járnsíðu, sem er mjög hroðvirknislega samin. T. d. tek- ‘) Bisk. I 688—690 og 695. bls. Annales vetustissimi og Konungs- annáll við árin 1271—1273.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.