Þjóðólfur - 23.04.1877, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 23.04.1877, Blaðsíða 4
56 — |>egar vér lásum í Stjórnartíðindunum B 2. bls. 13.—14. bréf landshöfðingjans frá 10. marz til amtmannsins ( suður- amtinu um ráðstafanir gegn fjárkláðanum, fanst oss þar koma fram ýms miður sönn atriði úr skýrslu lögreglustjórans í fjár- kláðamálinu, viðvíkjandi heilbrigðisástandi sauðfjárins í 2 syðstu hreppum Borgarfjarðarsýslu, hvar af auðráðið er, að veramuni Leirár- og Melahreppur, og Hvalfjarðarstraudarhreppur, því það voru einmitt þeir 2 hreppar fyrir utan Skarðsheiði, er lögreglu- stjórinn með 2 Kjósarmönnum skoðaði í, þó án sjónauka. Á ofannefndum stað i Stjórnartíðindunum stendur svo: «Einn skoðunarmaður úr Kjósinni heíir lýst yfir því, að nokkuð af kindum þeim, er komu fyrir með kláðavotti við skoðun i 2 fyr nefndum hreppum, hefðu verið taldar með vafalausum kláða, ef þær hefðu komið fyrir í Kjósinni, eða hvar annarstaðar þar, sem lögð væri stundun á að þrífa fé sitt». Af þessu leiðir, að við undirskrifaðir neyðumst til að skora á amtmann okkar, að hann útnefni 2 óvilhalla skoðunarmenn úrMýrasýslu, eða öðru ógrunuðu héraði, til að skoða fé okkar, upp á þann máta, að ef nokkuð finst athugavert hjá okkur, þá borgum vér kostn- aðinn; en ef ekkert finnst, þá borgi sá, sem valdið hefirósann- indunum, nefnil. þeir fyrnefndu skoðunarmenn. f>að virðist annars skrítin aðferð af lögreglustjóranum í fjárkláðamálinu, að taka fyrst 2 menn úr Mýrasýslu til að skoða sauðfé í 3 upphreppnm sýslunnar, ogþarámeðal einn af þeim, Ilálsabrepp, er ekki hefirorðið kláðavart í ( 18 ár, en skilja eptir 2 hreppana, sem kláði var í í fyrra og hitt eð fyrra, nefnilega Lundareykjadal og Skorradal; sfðan hætti hann við þessa valin- kunnu menn, sagan segir honum hafi ekki líkað við þá af því þeir hvergi vildu segja kláða; þar eptir fór hann suður í Kjós, teknr þar 2 aðra skoðunarmenn úr grunuðu plázi, — annan þeirra hreppstjórann, sem um nýjársleitið hafði yfirlýst kláða i einni kind ( Hvammi í sveit sinni, og sem þar á ofan hafði ( votta viðurvist lýst þvf yfir, að hann ekki þekkti kláða, þegar hann var á hinni frægn skoðunarferð f Hvalfjarðarstrandar- hreppi — leggur með þá upp ( þessa fyr töldu hreppa, hvað ekki sýndist nauðsýn með Mela- og Leirárhrepp, hvar ekki hefir fundisl kláðavottur í full 17 ár, en skilur eptir Skilmanna- og Akraneshreppa, hvar skorið var fé úr kláða 187ó! Svona heppilegar og áreiðanlegar eru skoðanir lögreglu- stjórans ( fjárkláðamálinu hjá oss, og margt eptir því hvum- leitt og óvinsælt. Að endingu skulum vér geta þess, að við itarlegar skoðanir fyr og síðar á þessum vetri hefir hér eng- inn kláði fundist; þess vegna lýsum vér það, sem stendur á nefndum stað í Stjórnartíðindunum, ósannindi. þessa, er nú er greint, hefir oss fundist skilt að geta, bæði vegna sýslubúa sjálfra, sem og til þess, að sýna öðrum út í frá, að ekki væru ástæður til að festa neinn trúnað á þann kláðagrun, sem nefnd Stjórnartlðindi hafa meðferðis. Lfnur þessar biðjnm vér hinn heiðraða ritstjóra þjóðólfs að taka sem fyrsl í blað sitt. Noldtrir búendur ( syðri hluta Borgarfjarðarsýslu. Á sumardaginn fyrsta kom bátur af Akranesi, og sagði þaðan bjargarskort mikinn; brá þá einn kaupmaður við, Símon Johnsen, og sendi með bátnum I tunnu af korni, en faðir hans Hannes kaupmaður gaf þegar aðra, og Jón kaupmaður Steffensen hina þriðju. Hvorki á Akranesi, hér eða á Álptanesi má segja, að þorskur hafi verið komiun á land á I. sumardag, og er það dæmalaust. AUGLÝSINGAU. í vorer ásett að prenta: 1. Svanlivát. Safn af (slenzkum þýðingum ágætra kvæða eptir erlend þjóðskáld. Útgefendur: Steingrímur Thor- steinsson og Matthías Jochumssou (meiri hluti þýðinganna hef- ir ekki áður verið prentaður). 2. fiðainict Dana-prinz. Sorgarleikur eptir W. Shahspeare. Úýðari: Matthías Jochumsson. Til þess að gefa út rit þetta heflr landshöfðingi veitt 200 króna styrk af því fé, sem ællað er vísindalegum fyrirtækjum. — Hérmeð auglýsist, að samkvæmt sætt og fógetagjörð 12. febr. þ. á., verður opinbert uppboð haldið á húseigninni nr. 8 í Hafnarstræti hér í bænnm með 2 útihúsum, garði, lóð og stakkstæði, í fyrsta sinn miðvikudaginn 9. maí þ. á., ( 2.sinni 23. maí og (3. sinn fimmtudaginn 14. júní. Tvö fyrri uppboð- in verða haldin hér á skrifstofunni kl. 12 á hádegi, en hið þriðja hjá húseigninni, sem selja á. Söluskilmálar munu liggja til sýnis hér á skrifstofunni frá því 2 dögum á undan fýrs uppboðinu. Skrifstofu bæjarfógeta í Reykjavík, 5 apríl 1 877. L. E. Sveinbjörnsson. — Samkvæmt opnu bréfi 4. janúar 1861 kveð eg hér w16® alla þá, er skuldir eiga að heimta i dánarbúi Helga sál. J16118! sonar, er andaðist ( Keflavík 2. april f. á. til þess áður mánuðir sé liðnir frá síðustu birtingu þessarar augIýsi0g{*r» að lýsa skuldakröfum sinum og sanna þær fyrir skiptaráðanda hér i sýslu. Kröfum þeim, er seinna er lýst en nú var getið, verðu eigi gaumur gefinn. Skrifstofu Kjósar- og Gullbringusýslu 17. febrúar 1877. L. E. Sveinbiörnsson. ________ __________________________________________*! Frá fardögum 1877 eða jafnvel fardögum 1878, feest til ábúðar jörðin Laugarnes i Selljarnarneshreppi. Ábúðinni get' ur fylgt, eptir þvi sem óskað verður: 'I. öll jörðin með öllum húsum, túni og úthögum eða 2. án ibúðarhússins með túni og úthögum, eða 3. að eins túnið, en hvorki hús né úthagar, nema til beitaf fyrir tiltekinn skepnufjölda. J>eir, sem vilja ganga að einhverjum af þesstim kostum, eru því efni beðnir að leila sem fyrst, eða innan fardaga þ. a'' mín, er mnn gefa nákvæmar upplýsingar fyrir hönd sameigU' armannanna. Reykjavík, 3. apríl 1877. A. Thorsteinson. Sameigendur Laugarness banna hér með, að nota laug' arnar við Laugarnes án leyfis þeirra. Beir, sem vilja nota laugarnar við þvott, geta fengið leý” til þess hjá gjaldkera eignarinnar ; þóknun er ákveöin þannig • 1. fyrir herskip eða slærri skip 20 kr. um sumarið, 2. fyrir ullarþvott eptir samkomulagi, 3. fyrir heimili hvert 1 króna til næstu ársloka, 4. fyrir að nota laugina eitt skipti ( senn 25 aura. |>eir, sem nota laugina án þess að borga fyrir hana, mega vænta sekta og að svara skaðabótum fyrir usla. AiiKTÍka. Ankor- Línunnar atlantiska-hafs gufuskipafélag fly***, Vesturfara frá íslandi yfir Skotland til allra hafna ( Ameriltllj og á það félag, eins og kuonugt er, hin bcztu skip til fól8s flutninga. Fæði ókeypis á ferðinni yfir Allantshafið, svo og lækU)S hjálp og meðöl, ef þörf gjörist. Ef nægilega margir vildu fara, sendir félagið eitt af h'J1, nm miklu skipum sínnm hingað til lands, og flytur þa® P beina leið héðan til Ameriku. t*eir, sem ætla sér að fara til Vesturheims, ættu að l>a= nýta sér tilboð þessa félags. [ Nánari upplýsingar og sannanir fást hjá herra Egil*son Reykjavík. Reykjavfk, 2. des. 1876. pr. Henderson Brothers. W. P a y. (K2r Robert haupmaður iiliinon i Leith gjörir ugt bœndum á íslandi, að hann cetlar að senda kaptein ^ hill enn í sumar til hestakaupa. Mun hann halda rna,f'rg. á venjulegum stöðum, en par einungis viss töluupphceð v ur keypt, beiðist hann pess að einungis ógallaðir, ungá' ar verði hafðir til sölu á mörkuðunum. — Eplir skýrslu lyfsalans í Rvik eru gjafameðulin fjrir þe ár gengin upp. J. Jónassen■ Afgreíðslustofa J>jóðólfs: í Gunnlögsens húsi. — Útgefandi og ábyrgðarmaður: Mattbías Joclmm Prentaður í prentsmiðju Einars pórðarsonar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.