Þjóðólfur - 24.01.1896, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 24.01.1896, Blaðsíða 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr. Erlendis 5 kr.— Borgist fyrir 15. jöll. ÞJÖÐ.ÓLFUR Dppsögn, bnndin viö ár&mót Agild nema koml tUötgefanda tyrir 1. október. XIYIII. árg. Keykjarík, föstndaglnn 24. jannar 1896. Nr. 4. Victor Rydberg. (Kveðið við andlátsfregn hane). Nú kveð eg annan austur með Svíum Hjálmar hníginn hugumstóra, og Ijós liðið það er langa æfi nam við námshimin, Norðurlanda. Eru slíkir menn ódauðlegir og hátt hafnir yíir harm og ekka. Skín guðs geisii þó á gleri sjái, og ljós er Ijós þótt lampar brotni. En hver mun nú á Norðurlöndum verður Victors vopn að bera? Hver svo fjölvitur? hver svo fuiispakur? hver svo hagvirkur og hágöfugur? Autt mun skarð frá Eystrasalti. norður lengst und leiðarstjörnu eptir öðling þanns allir dá, þeir er þjóðmærings þekkja snilli. Send þú vor Saga Sviaskáldi liðnu lauf lofs og þakkar, því að allkær var ísienzk tunga og vor vegur Victor Rydberg. Sigursæil, sannur Victor,1 eig nú óðul með Ynglingum! *) Victor þýðir sigrari. Göfgari þér og Gústafi vissi eg engan á Agnafit.1 Matth. Jochumsson. Um vatnsveitingar. Eptir bónda. Mörgum er það víst ljóst, að jurtirnar nærast líkt og dýrin, þótt á lægra stigi sé. Næringarefnin taka jurtirnar mest- megnis með rótunum, en ekki er einhlítt að nóg sé af þeim í jarðveginum; ef hæfi- legan raka vantar, geta jurtirn&r ekki notað sér þau. Þess vegna verður hver góður bóndi að gera sér allt far um, að að veita landi því, er hann yrkir, nægi- legt vatn. En að þetta sé mjög vanrækt, það sanna hinar tíðu kvartanir yfir því, að túnin eða engin hafi brunnið, sem þá er kennt um úrfellalitlu tíðarfari, eða snjó- léttum vetri. Að vísu hafa slíkar kvart- anir nokkuð til síns máis, en meðan land þetta er ekki þéttbyggðara né mannfleira, en það er, ætti grasbrestur ekki að verða af þessum orsökum, því hversu víða er ekki auðvelt að veita vatni um tún og engi, þar sem það er ekki gert, og i annan stað sé ekki hægt að veita vatni á túnin, þá hagar víða landi svo, að við túnin liggja fitjar með margfalt dýpri jarðvegi, og svo lágt, að vatni yrði veitt á þær, þá þörf gerðist. Þar sem hér um bil 3/4 jurtanna er vatn, og vatnið uppleysir efni í jarðvegin- um, svo þau verða hæfileg til jurt.anær- ingar, þá er auðskilið, hversu afar-nauð- synlegt að vatnið er þeim. Með þessu er þó ekki sagt, að vatninu megi veita ótak- markað eða reglulaust, því eins og hin góðu áhrif vatnsins eru ákaflega mikil, eins geta undir vissum ski'yrðum hin skaðlegu áhrif þess verið allmikil. Hin bætandi áhrif vatnsins eru einkan- lega þessi: ad vatnið gerir jarðveginn rak- an, það er að segja, veitir jurtunum vatn það, sem í þeim er, kemur í stað þess vatns, er burt gufar og uppleysir næring- arefnin í jarðveginum, að það flytur jurta- nærandi efni, annarsvegar uppleyst og hins *) o: Stokkhólmi. vegar ónppleyst, gleypir í sig lopttegundir, er sumpart flýta fyrir efnabreytingum og gera loptið í jarðveginum heilnæmara fyrir jurtirnar og að sumu leyti næra þær. Hin skaðlegu áhrif vatnsins eru sér i lagi þessi: að það sýrir hallalítil engi ó- framræst, einkum þá mór er undir, að það getur uppleyst allt um of jurtanær- andi efni og flutt þau burtu, að það get- ur gert jörðina of kalda, og grafið á óheppi- legum stöðum. Aðaliega eru vatnsveitingarnar tvenns- konar, vætuvatnsveiting og áburðarvatns- veiting. Vætuvatnsveiting á frekast við á tún, og aldrei skyldi öðruvísi á þau veita, því annars er gefið, að vatnið flytur burt nær- ingarefni. Þess vegna verður að varast, að vatnið renni nokkurstaðar með straum eða meira í einum stað en öðrum, heldur sem allra jafnast. Má þá skemur renna á í bili. Þar sem nóg vatn er, skal veita á að kveldi, en hleypa af fyrir sólarrás, svo vatnið sé sígið ofan í jörðina, þá sól er á lopt komin, annars missist mikill hiti við burtgufun vatnsins, sé því veitt á að degi. Á það engi, sem að jafnaði er tölu- vert deigt, en þornar í þurkatíð, væri á- gætt að viðhafa vætuvatnsveiting — þótt ekki sé kostur á meira vatni — þar gras- spretta á því bregst fyrir þá sök, að jurt- ir þær, er á því vaxa, hafa vanizt öðrum lífsskilyrðum, þ. e. meiri raka. Yíða mætti geyma vetrarvatn til áveitu, svo engi of- þorni ekki. Áburðarvatnsveiting sr einungis við- höfð á engi; þá er aðalstarf vatnsins að flytja næringarefni og uppleysa þau. Það mun eiga nokkuð í land, að vér veitum vatninu eins reglulega og gert er erlendis. Ávallt ætti að kvísla vatnið sem jafnast um, rista engið svo fram, að ekki komi rot í það, og að það geti þornað fljótlega. Yatnið er mismunandi að gæð- um. Bezt er það vatn, er langt er að- runnið, sér í iagi hafl það runnið um grýttan farveg og þar sem sundurleystir meiar liggja að. (Niöurl. næst).

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.