Þjóðólfur - 24.01.1896, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 24.01.1896, Blaðsíða 2
r t Jón Pótursson fyrv. háyfirdómari, er lézt 16. þ. m., eina og getið var í síðasta blaði, var elztur háskólagenginna manna hér á landi. Að eins 3 skólagengnir menu eldri en hann eru nú á lífi, þeir uppgjafaprestarnir séra Þórarinn Erlendsson á Hofi í Álptafirði (96 ára), séra Benedikt Eiríksson í Saur- bæ í Holtum (89 ára) og séra Jón Brynj- ólfsson á Hala í Holtum (86 ára), og eru þessir tveir síðasttöldu skólabræður hins látna, en hinn þriðji, Páll Melsteð sagn- fræðingur,útskrifaðist úr skóla sama ár og Jón Pétursson, og er hann nú elztur lög- fræðinga. Hyggjum vér, að ekki séu nú á lífi aðrir skólabræður J. P. en þessir 3. Þeir eru sjaldnast margir, er verða 60—70 ára gamlir stúdentar, og fylkingarnar riðiast á skemmri tírna. Jón Pétursson var fæddur á Víðivöll- um í Skagafirði 16. jan. 1812, Þar bjuggu þá foreldrar hans Pétur prófastur Péturs- son prestur að Miklabæ og síðari kona hans Þóra Brynjólfsdóttir Halldórssonar biskups á Hólum Brynjólfssonar af ætt Hrólfs sterka í Skagafirði. En Pétur prófastur var son séra Péturs Björnssonar að Tjörn á Vatnsnesi, er í raun réttri var launson Halldórs prófasts Hallssonar á Breiðabólsstað í Vesturhópi, er var mesti merkisklerkur og kominn af hinni göfg- ustu ætt, er rekja má í beinan karllegg til Lopts ríka Guttormssonar og þaðan til landnámsmanna. Var Pétur prófastur tal- inn einhver mestur höfðingi í Skagafirði á sinni tíð og í mjög miklu áliti. Jón Pétursson lærði undir skóia hjá föður sín- um og Sigurði stúdent Arnþórssyni mági sínum (síðar presti á Mælifelli), kom í Bessastaðaskóla 1830 og var útskrifaður þaðan 1834 með bezta vitnisburði fyrir gáfur og siðprýði, var næsta vetur (1834 —35) hjá Hallgrími Scheving á Bessa- stöðum, sigidi til háskólans 1835 og tók þar „exarnen artiurn" og annað lærdóms- próf, hvorttveggja með 1. einkunn, en próf í lögum haustið 1841 einnig með 1. eink., og fékk þá meðal annars ágœtiseinkunn í danskri réttarfarssögu, og munu fáir ís- lendingar h*fa fengið þá einkunn í nokk- urri einstakri námsgrein við lagapróf. Vorið eptir (1842) kom Jón til íslands og var þá faðir hans enn á lífi, en andaðist þá um sumarið 88 ára gamall. Næsta vetur (1842—43) var hann í Hvammi í Vatnsdal að kenna sonum Bjarnar sýslu- manns Blöndals, var settur sýslumaður í Eyjafjarðarýslu 1843, fékk Strandasýslu 1844, en Borgarfjarðarsýslu 1847, og Mýra- 14 sýslu 1848, og þjónaði þá um hríð (1847— 48) amtmannsembættinu vestra í fjarveru Bjarna amtmanns Thorsteinsson. Hann bjó eitt ár (1849—50) í Norðtungu, en flutti vorið 1850 að Hamri í Þverárhlíð, en var þar skamma stund, því að s. á. varð hann 2. meðdómandi og dómsmála ritari í landsyfirréttinum, og 1856 1. með- dómandi, en 1877 háyfirdómari, og fékk lausn frá embætti 1889 eptir 46 ára em- bættisþjónustu, og hafa engir lögfræðingar hér á landi jafnlengi þjónað í embætti á þessari öld nema ísleif'ur Einarsson háyfir- dómari og Páll Melsteð amtmaður. 1874 var hann sæmdur riddarakrossi danne- brogsorðunnar og 1889 heiðursmerki danne- brogsmanna. Jón háyfirdómari var tvíkvæntur. í fyrra skiptið kvæntist hann 1848 Jóhönnu SofFíu yngstu dóttur Boga stúdents Bene- diktssonar á Staðarfelli. Hún andaðist 1855, og eru börn þeirra: séra Pétur á Kálfafellsstað, séra Brynjólfur á ÓlafsvöII- um, Jarðþrúður kona Hanuesar ritstjóra Þorsteinssonar og Jóhanna Soffía kona Zophoníasar prófasts Halldórssonar í Við- vík. í síðara skiptið kvæntist hann 1856 Sigþrúði Friðriksdóttur prests í Akureyj- um Eggertssonar, er lifir mann sinn, og eru börn þeirra: Arndís kona Guðm. læknis Guðmundssonar í Laugardælum, Þóra kona Jóns Magnússonar sýslumanns í Vest- manneyjum, Friðrik cand. theol. og Sturla kaupmenn í Reykjavík, Elinborg og Sig- ríður. Það mun rétt hermt í 1. árg. Sunnan- fara nr. 7 (jan. 1892), að um 1850 hafi ekki aðrir hér á landi verið meiri virð- ingamenn, eða þótt öllu líklegri til mik- ils frama, en þeir þrír bræður: dr. Pétur, þáverandi forstöðumaður prestaskólans, Brynjólfur, forstöðumaður íslenzku stjórn- ardeildarinnar í Khöfn, og Jón yfirdómari. En Brynjólfur varð ei maður gamall og var mikill mannskaði að jafnmiklum hæíi- leika- og ágætismanni. En hinsvegar varð bræðrum hans langra Iífdaga auðið, og þeir unnu einnig föðurlandi síuu mikið gagn, hver í sínum verkahring. Og þótt Pétur biskup væri í þeirri stöðu, að meira hlyti að bera á honum út á við en bróð- ur hans, þá munu þeir, er þekktu Jón háyfirdómara bezt, fullkomlega viðurkeuna, að hann hafi hvívetna fyllt sæti sitt með sæmd og heiðri. Hann sat fyrst á al- þingi 1855 sem þjóðkjörinn þingmsður og 1859 í fyrsta skipti sem konungkjörinn þingmaður og á öllum þingum upp frá því til 1886, og var hann þá aldursforseti þingsins. Var hann jafnan talinn einhver hinnallrafrjálslyndastikonungkjörinnaþing- manna, svo að stjórninni mun hafa verið nóg boðið opt og einatt. En frjálslyndi hans stafaði af einlægri þjóðrækni og ó- bifanlegri sannfæriugu um það, að hver þingmaður ætti að skoða sig sem fulltrúa sinnar eigin þjóðar, vinna heuui það gagn, er hann gæti, og fylgja sinni eigin sann- færingu, án tillits til af hverjum hann væri kosinn. Það mun einnig vera leitun á konunglegum embættismanni, er hafi verið jafn íslenzkur í hugsunarhætti sem Jón háyfirdómari. Það mun hafa verið houum mest að þakka, að stofnað var kennaraembættið í íslenzkri sögu og bók- menntum við Kaupmannahafnarháskóla, en hann hafði reyndar stungið upp á, að það yrði stofnað í Reykjavík, en að því gat stjórnia auðvitað ekki gengið. Það sem ef til vill ber þó einna ljósastan vott um þjóðrækni hans og þekkingu á högum lands- ins að fornu og nýju, er landbúnaðarlaga- frumv. það, er hann samdi og lét prenta 1877, stórmerkiiegt rit og vandað, og sniðið allmjög að fornum lögum, enda þótti stjórninni það svo íslcnzkt, að hún gat ekki fallizt á það. Hann var og einhver hinn fyrsti uppástuugumaður bankastofn- unar hér á landi og lét sér mjög hugað um það mál, þótt sumir aðrir létu meira á sér bera síðar, og teldu sig forvígis- menn þess og flytjendur. Yms fleiri mik- ilsverð mál mætti nefna, er hann átti mik- inn og góðan þátt í, eu honum var fjarri skapi að trana sér fram eða berast mikið á, því að hann var laus við alla hégóma- girni, og nutu þá stundum aðrir, er frama- djarfari voru, þeirrar viðurkenningar, er að réttu lagi hefði átt að koma annars- staðar niður. Af ritverkum Jóns háyflrdómara má sérstaklega nefna „Kirkjurétt“ hans, er hann gaf tvisvar út. Mun það rit Iengi bera vott um skarpskyggni höf. og djúp- sæja lögfræðislega þekkingu, enda má óhætt segja, að hann var í miklu áliti sem lagamaður og réttsýnn dómari. Hann var frábærlega vel að sér í réttarfarssögu landsins að fornu og nýju. Sögu landsins yfirhöfuð en þó einkum á miðöldunum (14., 15. og 16. öld) var hann svo kuunugur, að vér hyggjum engan íslending á síðari tím- um hafa verið hans jafnoka á þvi svæði, aunan en Jón Sigurðsson, en hvað ætt- fræði snertir sérstaklega, þá er kunnugt, að hann lagði jafnan mikla stund á hana, og hatði hið mesta yndi af þeim rannsókn-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.