Þjóðólfur - 24.01.1896, Síða 4

Þjóðólfur - 24.01.1896, Síða 4
16 orðið til nokkurs gagns fyrir þá, því að annars mundu þeir hafa stutt fyrirtækið betur en þeir hafa gert. En ekki er að vita nema þeir manni sig upp, þá er þeir eru nægilega búnir að átta sig. Þeir eru opt lengi að því. Thorvaldsensfélagið, sem opt hefur glatt bágstadda hér í bænum og seinast nú um jólaleytið, auk þess sem það hefur komið ýmsu góðu og þörfu til leiðar, t. d. látið byggja Laugahúsið og haldið skóla fyrir fátækar smástúlkur á sumrin, gefur nú 50 þurfamönnum miðdegisverð á hverj- um degi og er það faliega og rausnar- lega gert. Maður varð úti 9. des. f. á. millum Kolbeinsvíkur og Byrgisvíkur á Strönd- um norður. Hann hét Tómas Guðmunds- son ættaður úr Geiradal. Drubknun. Hinn 21. des. f. á. drukkn- aði í Hörgá norðvestur frá Hlöðum Jón skipstjóri Jónsson (Antonssonar) frá Arn- arnesi við Eyjafjörð, reið í náttmyrkri of- an í vök á ánni, en hyldýpi og straumur undir, svo að hestinn og manninn bar þeg- ar undir ísinn. Jón heit. var tæplega tvít- ugur, og talinn einhver hinn efnilegasti ungra manna þar við Eyjafjörð. Prestaskólakennari, sóra Jón Helga- son prédikar í dömkirkjunni á Bunnudaginn kem- ur ekki kl. 5, heldur kl. 12 á hádegi. „Yerði ljós!“ Mánaðarrit fyrir kristinddm og kristilegan frdðleik. Útgefendur: Jón Helgason, preataskftlakennari, Sigurður P. Sivertsen og Bjarni Símonarson, kandídatar í guðfræði. Kemur út einu sinni á mánuði og kostar um árið 1 kr. 50 aur., er greiðist fyrir miðjan júli- mánuð ár hvert. Þeir sem gerast vilja áskrifendur að blaðinu snúi sér til einhvera af útgefendunum. Einnig geta menn snúið sér til bftksalanna Sigfúsar Ey- mundssonar og Sigurðar Kristjánssonar, or báðir taka á móti áskrifendun að blaðinu. Orgel, skrifborð og lítið borð úr hnot- við er til sölu með niðursettu verði hjá Gisla Þor- bjarnarsyni á Geysi. Nýtt „Atelier" hef eg byggt í Kirkjustræti nr. 2. — Þar fást teknar myndir daglega frá kl. 10 f. m. til kl. 3 e. m. Verðið er sama og áður. Reykjavík 31. des. 1895. Aug. Guðmundsson. Ferðabók Eggerts og Bjarna I—II, öbrúhuð, í góðu bandi, fæst keypt hjá Guðmundi bóksaia á Eyrarbakka. Sömuleiðis: Dahlströms Illustreret Verd- enshistorie I—III. og ýmsar danskar fræði- og skemmtibækur og hennslubæhur í þýzku og frönsku. Tóbaksbindindismenn! Þeir meðlimir tóbaksbindindisfélagsins „Framsókninu, sem eiga ógreidd árstillög sín fyrir árið 1895 eru vinsamlegast beðn- ir að greiða þau hið allra fyrsta til félags- stjórnarinnar annaðhvort í peningum eða frímerkjum og skýra um leið frá gerðum sinum í þarfir félagsins. Möðruvöllum í Hörgárdal, 2. jan. 1896. Stjbrnarnefndin. Steinsmíði. Legsteinar af öllum stærðum og með fjölbreyttu lagi, vandaðir að öllum frá- gangi, ennfremur stólpar til að girða með grafreiti, og tröppur og fleira steinsmíði fæst hvergi ódýrara eða með betri borg unarskilmálum en hjá undirskrifuðum stein- smiðum í Reykjavik. Magnús O. Ouðnason. Ólafur Sigurdsson. For Frimærkesamlere. Enhver, der sender mig 100 godt. blan- dede Islandske Frimærker, faar sendt Retour 150 forskjellige udeulandske Frimærker. Mönsters Frimærkehandel, Kjöbenhavn. Aug. Guðmundsson stækkar myndir og tekur eptir gömlum. Allt með nýrri aðferð. Leiðrétting. Á næstl. hausti var eg staddur út á Blönduösi ásamt heiðruðum hjftnum hér úr nágrenninu og vinnumaður þeirra Jftn Magnússon. Áður en við fórum á stað, segist Jftn hafa misst úr kápuvasa sínum 30 kr., sem hann hafl tekið út þá samstundis hjá kaupmanni, en nú veit eg, að þetta eru tðm ósannindi, þvi hann tftk engá peninga út í þeirri ferð, og gat þess vegna ekki tapað þeim. Nú varð saga þessi talsvert hljftðbær og án efa einhver sak- laus grunaður; því finn eg mig knúðan til að láta menn vita hið sanna, svo hinn villti grunur falli niður. Yæri óskandi, að menn létu sér þessi víti að varnaði verða, að búa ekki til sögur, sem geta ærumeitt saklaust fólk. Bergstöðum á Vatnsnesi 7. jan. 1896. Friðrik Gunnarsson. Seldar óskilakindur í Mosfellshréppi haustið 1895: 1. Hvítur sauður, tvævetur: stýfður helmingur fr. h.; þrístýft apt., biti fr. v. Ólæsilegt brennim. 2. Hvítur lambhrútur: sneitt apt. v. 3. Hvít lambgimbur: stýft, biti fr. h.; hálftaf fr., 2 fjaðrir apt. v. 4. Hvít lambgimbur: stýft h.; hálftaf og fjöð. fr. v. Þeir, sem sanna fullan eignarrétt sinn að ofan- rituðum kindum, geta vitjað andvirðis þeirra, að frádregnum kostnaði, til undirBkrifaðs hreppstjóra fyrir 6. júní næstkomandi. Mosfellshrepp, 2. janúar 1896. Halldór Jóusson. Fjármark Jftns Auðunssonar í Hjarðarholti í Stafholtstungum er: blaðstýft fr. h., biti apt.; ekkert á vinstra eyra. Hinn eini ekta Brama-Xjífs-Elixlr. (Heilbrlgðis matbitter). Þau nærfollt 25 ár, sem almenningur hefur notað bitter þennan, hefur hann rutt sér i fremstu röð sem matarlyf og lofstír hans breiðzt út um allan heim. Honum hafa hlotnazt hæstu verðlaun. Þegar Brama-lífs-elixír hefur verið brúkaður, eykst öllum líkamanum þrbttur og þol, sálin endurlifnar og fjörgast, maður verður glaðlyndur. hugrakkur og starffíis, skiln- ingarvitin verða nœmari og menn hafa meiri ánœgju af gæðum lífsins. Enginn bitter hefur sýnt betur að hann beri nafn með rentu en Brama-lífs- elixír, en sú hylli, sem hann hefur náð hjá almenningi, hefur gefið tilefni til einskis- nýtra eptirlíkinga, og viljum vér vara menn við þeim. Kaupið Brama-lífs-elixír vorn einungis hjá útsölumönnum vorum, þeim sem fengið hafa umboð frá oss, sem eru þessir: Akureyri: Hr. Carl Höepfner. -----Gránufélagið. Borgarnes: Hr. Johan Lange. Dýrafjörður; Hr. N. Chr. Gram. Húsavík: Örum & Wulffs verzlun. Keflavík: H. P. Duus verzlun. _____Knudtzon’s verzlun. Reykjavík: Hr. W. Fischer. _— Hr. Jón O. Jhorsteinson. Raufarhöfn: Gránufélagið. Sauðárkrókur: ---- Seyðisfjörður:-------- Siglufjörður:--------- Stykkishólmur: Hr. N. Chr. Gram. Vestmannaeyjar: Hr. J. P. T. Bryde. Yík í Mýrdal: Hr. Halldór Jónsson. Ærlækjarsel: Hr. Sigurður Gunnlógsson. Einkenni: Blátt Ijbn og gidlhani á einkennismiðanum. Mansfeld-Búllner & Lassen, hinir einu, sem búa til hinn verðlaiinaðii Brama-lífs-Elixír. Kaupmannahöfn, Nörregade 6. |Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. — Félagsprentsmiðjan. y*j*

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.