Gefn - 01.01.1870, Page 81

Gefn - 01.01.1870, Page 81
81 uns entgegen gehn», og á fleirum stððum kemur sama kenn- íng hjá honum. Enn fremur er þetta rángt, af því fegurðin er ekki einúngis hin æðsta ímynd sannleikans, heldur einn- ig sannleikurinn sjálfur, og þegar vér höfum fegurðina, þá höfum vér sannleikann. Vér höfum nú tvennt um að velja: annaðhvort er þessi fegurð og sannleikur sama sem persónulegur guð; og þá er rángt að kalla hann fegurð og sannleika; guð er einúngis guð, og öll hans tilvera og allt hans eðli er það, að hann er (»Sá sem er« kallar guð sig sjálfur, 2. Mos. v. 14, sem er essentia excellens eða actus purus hjá enum scholastisku spekíngum) — ellegar það er ein allsherjar sameiníng allrar fegurðar ogalls sannleika; og svo hefur Schiller (og fleiri) án efa viljað láta taka það. Ef vér því ættum að skoða þessa hugmynd sem menn (og öðruvísi getum vér það eklci), þá ætti ein einasta hugsjön að innifela í sér allar myndir úr fegurðarinnar ríki: kvenu- maður, karlmaður, hús, dýr, jurt og ótal fleira ætti þá að vera sameinað í einni einustu hugsjón, og þessi hugsjón hlyti að geta talað og súngið, til þess að hafa í sér einnig saung og skáldskap. J>ó allt sé komið af einu frumefni (Proto- plasma) og þó þetta frumefni þannig feli í sér allt sem af því myndast, þá getum vér samt ekki fremur talað um allar þessar óorðnu myndir, heldur en vér gætum sagt, að tré- bútur væri fallegt lángspil, af því það má smíða úr honum lángspil. Nei, hugsjónirnar eru óteljandi, en engin ein allsherjar hugsjón getur verið til. Guð er ekki ímynd eða hugíjón alls, hann er ekki nein sameiníng allrar íegurðar, heldur er hann höfundur hennar; en fegurðin (og sannleikurinn) birtist oss í ýmsum myndum, án þess vér getum, frá voru sjónarmiði, dregið þessar myndir undir eina hugmynd.

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.