Gefn - 01.01.1872, Blaðsíða 36

Gefn - 01.01.1872, Blaðsíða 36
38 komið flokkar, kyn ogtegundir. Grundvallarhugmyndin hér er aptur sú, að allt afkvæmi sé lítið eitt frá brugðið for- eldrunum, svo þó ekki undir eins sé um neinn verulegan mismun að tala, þá fari svo á endanum, að eptir marga liði komi fram ný tegund, með því breytíngarnar hafi farið smátt og smátt vaxandi. Mörgumhefir þókt þetta óguðlegt — það hafa náttúrlega verið guðfræðíngarnir sem mest hafa hneykslast á þessu, þó þeir raunar ekki geti annað en sí og æ stagast á »bihlíunni« — »með því hér af hlyti að leiða, að mennirnir sé komnir af öpum«, eins og þetta hafi ekki laungu fyr opt verið sagt? eins og ekkert sé verra til en dýrin? eins og verra sé að vera skyldur öpum en þjófum og morðíngjum? — og allskonar aðsúgur hefir verið gerður að Darwin af .þessum mönnum, sem allstaðar eru sjálfum sér líkir. þeir hafa sagt að þeir gæti ekki orðið ódauðlegir fyrir Darwin, hann truflaði alla trúna, og svo framvegis — þarsem verulega stórbrotin skoðun á allsherjarlífinu, eins og hún verður eptir kenníngu Darwins, hvorki þarf að raska trú né ódauðleika sálarinnar. Enar nýjustu rannsóknir hafa myndað lífsskoðanina þannig, að sjórinn er eiginlega sköp- unarbeður frumlífsins, og það er orðið til af fjarskalegri þrýstíngu sjáfardjúpsins sameinaðri hita og segulmagni; hér með er nú raunar gert ráð fyrir »kviknan« — en með öðru móti en því sem áður var um getið; áður meintum vér til dýra og jurta í heilu líki eða að minnsta kosti svo sem egg eðafræ; hér erfrummynd lifsins eins og slím eða glæta, sem finnst sumstaðar á mararbotni og nefnist af fræðimönnum Bathybius eður Djúplífur; þykir mönnum líklegt, sem þessi glæta sé frumlífið í þess allraeinföldustu mynd og þar af myudist eu lægstu sædýr og sæjurtir og af þeim aptur enar æðri og æðri myndir, þáugað til það loksins verður að mann- legu ágæti og jurtarlegum blóma. það er svo lángt fráþví, að oss finnist þessi hugmynd óguðleg, að hún er þvert á móti svo tignarleg sem hugsast getur. Prummynd alls lífs, hvort það er heldur dýrslegt eða jurtarlegt, er öldúngis eins;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Gefn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.