Gefn - 01.01.1872, Side 36

Gefn - 01.01.1872, Side 36
38 komið flokkar, kyn ogtegundir. Grundvallarhugmyndin hér er aptur sú, að allt afkvæmi sé lítið eitt frá brugðið for- eldrunum, svo þó ekki undir eins sé um neinn verulegan mismun að tala, þá fari svo á endanum, að eptir marga liði komi fram ný tegund, með því breytíngarnar hafi farið smátt og smátt vaxandi. Mörgumhefir þókt þetta óguðlegt — það hafa náttúrlega verið guðfræðíngarnir sem mest hafa hneykslast á þessu, þó þeir raunar ekki geti annað en sí og æ stagast á »bihlíunni« — »með því hér af hlyti að leiða, að mennirnir sé komnir af öpum«, eins og þetta hafi ekki laungu fyr opt verið sagt? eins og ekkert sé verra til en dýrin? eins og verra sé að vera skyldur öpum en þjófum og morðíngjum? — og allskonar aðsúgur hefir verið gerður að Darwin af .þessum mönnum, sem allstaðar eru sjálfum sér líkir. þeir hafa sagt að þeir gæti ekki orðið ódauðlegir fyrir Darwin, hann truflaði alla trúna, og svo framvegis — þarsem verulega stórbrotin skoðun á allsherjarlífinu, eins og hún verður eptir kenníngu Darwins, hvorki þarf að raska trú né ódauðleika sálarinnar. Enar nýjustu rannsóknir hafa myndað lífsskoðanina þannig, að sjórinn er eiginlega sköp- unarbeður frumlífsins, og það er orðið til af fjarskalegri þrýstíngu sjáfardjúpsins sameinaðri hita og segulmagni; hér með er nú raunar gert ráð fyrir »kviknan« — en með öðru móti en því sem áður var um getið; áður meintum vér til dýra og jurta í heilu líki eða að minnsta kosti svo sem egg eðafræ; hér erfrummynd lifsins eins og slím eða glæta, sem finnst sumstaðar á mararbotni og nefnist af fræðimönnum Bathybius eður Djúplífur; þykir mönnum líklegt, sem þessi glæta sé frumlífið í þess allraeinföldustu mynd og þar af myudist eu lægstu sædýr og sæjurtir og af þeim aptur enar æðri og æðri myndir, þáugað til það loksins verður að mann- legu ágæti og jurtarlegum blóma. það er svo lángt fráþví, að oss finnist þessi hugmynd óguðleg, að hún er þvert á móti svo tignarleg sem hugsast getur. Prummynd alls lífs, hvort það er heldur dýrslegt eða jurtarlegt, er öldúngis eins;

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.