Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Blaðsíða 30

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Blaðsíða 30
32 Heiísufar og mannaíát. við fornar venjur sínar; vinfastur og viðskiptagóður og mjög gestrisinn. Hafliði Markússon, prests Sigurðssonar að Mosfelli, and- aðist 1 Jaðarkoti í Flóa 4. marz. (f. 17. nóv. 1808). Hann var bróðir Jóns kaupmanns Markússonar, þess er fórst undir Svörtu- loptum á póstskipinu 1857, lærði skólanám hjá Árna biskupi Helgasyni og útskrifaðist af honum 1833, var síðan við verzl- un í Keflavík 6 ár og fór pá að búa og bjó lengst í Torfu- staðakoti í Biskupstungum. Kona hans var Sigurlaug Sigurð- ardóttir stúdents frá Varmahlíð undir Eyjafjöllum (d. 1878). Ouðmundur Jónatansson, bóndi á Brettingsstöðum á Flateyjardal, andaðist 27. apríl (f. 18. des. 1829), búhöldurgóð- ur; elzta dóttir hans, Valgerður Karólína, er gipt síra Árna Jóhannessyni á fönglabakka. Hannes porvarðarson, bóndi á Haukagili í Vatnsdal, and- aðist í maí, »einn af gildari búhöldum par nyrðra«. Magnús Magnússon, dannebrogsmaður í Skaptárdal á Síðu, andaðist 1 júní á níræðisaldri, »efnaðastur bóndi í Skaptafells- sýslu og hafði sjálfur grætt eigur sínar«. Árni porleifsson, hreppstjóri á Yzta-Mói í Skagafirði, andaðist 5. sept., 66 ára, »mesti dugnaðar- og atorkumaður og efnaður í betra lagi«. Jón Benidiktsson, bóndi að Stóruvöllum í Bárðardal, and- aðist 28. sept., um sextugt, »rausnarbóndi og pjóðhagi*. Guðmundur Arason, bóndi í Eyrardal, andaðist 30. sept. (f. 27. nóv. 1822), merkisbóndi og dugnaðarmaður. Stefán Jónsson á Steinsstöðum í öxnadal andaðist 11. okt. Hann var fæddur að Hlöðum á |>elamörk 30. sept. 1802. Vorið 1809 fluttist hann með foreldrum sínum, Jóni hrepp- stjóra Jónssyni og |>óreyju Stefánsdóttur, að Espihóli og 1812 að Lögmannshlíð, dvaldist par með foreldrum sínum 17 ár og fluttist vorið 1829 að Syðri-Reistará til Árna umboðsmanns Árnasonar og gekk að eiga Sigríði, dóttur hans, 10. okt. s. á. Vorið 1833 hóf hann búskap par að Reistará eptir tengdaföð- ur sinn látinn og bjó par til 1856. Hann missti Sigríði, konu sína, 30. sept. 1851; varð peim 3 barna auðið; eitt peirra var f>órey, kona Árna Hallgrímssonar, trjesmiðs, er síðan bjó

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.