Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Side 49

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Side 49
49 með árefti hafi fallið niðr, og það gersamlega orðið fúið, með því að fremr er hér raklent vegna vatnsæðarinnar, sem undir er, eða þá öllu heldr, að smáhrisi hafi verið stráð á gólfið, eða einhverju þess konar, og það fúnað þar, enn víst var hitt, að ekki var skepnu- tað i þessu dökka lagi. Oðru meginn í kampinum var stór jarð- fastr steinn, og myndaði hann kampinn öðru meginn , enn hinu meginn í kampinum var greinileg hleðsla af steinum, þó ein- ungis i dyrunum sjálfum og þeim meginn sem inn vissi; dyrnar vóru ekki breiðari enn svo, að smokka hefir mátt sér á hlið inn, og sýnast hafa legið á snið inn með steininum. Langan hellustein fann eg i tóttinni, sem líklega hefir legið yfir dyrunum, og verið hafðr fyrir dyratré, og síðan hefir hann fallið inn í tóttina. Innanmál á þessari ferskeyttu tótt var 8 fet á annan veg, enn 7 fet á hinn. Eins og áðr er sagt, sást enginn vottr fyrir veggjum að utan, er stœði upp umhverfis; miklu heldr hallaði of- an í þessa laut, einkannlega að ofan. Eegar nú þannig var reft yfir, þá hefir hæðin frá gólfi og upp undir þakið verið á þriðju al., eða kann ske fram undir mannhæð; máttiþágera þakið bunguvaxið ; varð þetta þó ekki hærra enn aðrar þúfur þar f kring; og með því að skógarhrísium hafi verið stungið ofan i þakið, leit þetta út sem annar skógarrunni þar í kring. íslenzkar fornsögur, Kaupmh. 1881 (Reykdœla) bl. 19, talar um þannig til búið jarðhús, sem forleifr melrakki fann, enn Hánefr hafði gert, til að fela í slátr af geld- ingum, er hann hafði stolið: „En nú grunar hann, hverju gegna myndi. f>ar váru hrísrunnar nökkurir, sem hann var, ok þar hittir hann jarðhúss munna. f»ar var þann veg um búit, at þar var borinn fyrir hrísflekkr, ok stungit í gegnum hríslum, ok var svá á at sjá, sem heilir runnar stœði, ef eigi var allt at gengit“ ‘. þ>essi stóra laut hefir öll verið áðr þakin þykkum skógi; það var auðséð, því bæði vóru þar digrir lurkar niðr í, og skógrinn nú á báðar hliðar, og að ofan ekki lengra frá enn 8 faðma; skógrinn hefir verið upp- rœttr hér með vilja, til að geta slegið þetta grashvolf. f>að var því tilliti hentugt að hafa hér fylgsni, bæði var það ekki langt frá bœnum og þó innan í skóginum, og annað hitt, að héðan mátti vfða sjá, og allar mannaferðir sem að utan komu. Ms. talar um þetta fylgsni á tveim stöðum, enn tiltekr ekki nákvæmar staðinn, bl' 125: „pat var fyrir norðan ána“, og bl. 128, þegar njósnar- Helgi var annað sinn sendr f Geirþjófsfjörð, og var í burtu viku og sat um Gísla síð og snemma: „Nú sér hann einh vern dag, hvart Gísli gengr frá leyni sínu nyrSra, ok kennir hann“. f>etta nyrðra 1) Fornaldar s. 2. b., Örvar-Odds s. bl. 197'—198, cg bl. LÍS, 11 rg talað um jarðhús undir hrísrunna. þetta sýnir einungis j £ ð, eð sfgnit- arinn hefir hugsað sér slfkt fyrirkomulag. 4

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.