Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Page 24

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1899, Page 24
24 Á ferð sinni um ísland sumarið 1898 fann fornfræðingurinn Daniel Bruun 2 rúnasteina í Hjarðarholti í Dölum, og ljet flitja þá hingað til Reykjavíkur, og eru þeir nú í forngripasafninu. Jeg hef skoðað báða steinana þar og auk þess haft firir mjer mót, sem D. Bruun tók af þeim, og mun jeg nú lísa þeim svo nákvæmlega, sem kostur er á án minda. 7. Kálund getur um það í ritgjörð sinni, að í söfnum Jóns Sigurðssonar sje mind af steini, reistum eftir Hall nokkurn Ara- son; segir hann, að það sjáist ekki á teikningunni, hvar steinninn sje fundinn, enn giskar á, að hann muni vera frá Hvammi í Norðurárdal. Þetta er ekki rjett, því að steinn þessi, sem Ká- lund á við, er einmitt annar af þeim steinum, sem D. Bruun fann í Hjarðarholti í Dölum. Það er basaltsteinn aflangur með 5 hliðarflötum, og er nú brotinn í tvent um miðjuna þvers um. Meðan steinninn var heill, hefur hann verið 136 centimeter á lengd og rúnaletur á honum til annars endans á einum fletinum, sem er 14 centimeter á breidd, og hefur letrið tekið ifir tæpan helming af lengd steinsins, enn ekkert letur á þeim helmingi rúmum, sem eftir er, þegar letrinu sleppir. Nú er sá endi steins- ins, sem letrið er á, brotinn frá, og er það brotið 66 centimeter á lengd. Rúnaletrið birjar 5 centimeter frá enda steinsins, og er línan 51 centimeter á lengd og endar 10 centimeter frá þeim endanum, sem af er brotið. Rúnastafirnir ná ekki alveg út á brúnir flatarins að ofan og neðan, heldur er letrið höggvið nokk- uð línuskakt eftir honum miðjum endilöngum. Á flestum islensk- um rúnasteinum takmarkast hver iína að ofan og neðan af tveimur jafnhliða rákum, sem rúnameistarinn hefur höggvið sjer til leiðbeiningar til að afmarka lengd rúnastafanna, sem þá vana- lega ná úr efri rákinni niður í hina neðri. Á þessum steini eru engar slíkar rákir hvorki að ofan nje neðan við linuna, og því er linan ekki heldur alveg bein. Hitt brotið, sem ekkert letur er á, er 70 centimeter á lengd. L e t r i ð : iiMmiraiami R á ð n i n g : herligrhallrarason þ. e. hér liggr hallr arason. Orðaskil hafa engin verið á steinin-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.