Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Síða 69

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Síða 69
69 6186. ®/9 6187. — 6188. — 6189. “/, 6190. 18/9 * 6191. — 6192. — Orf, nýsmíðað, úr furu, eftir Pál Kristjánsson, Húsavík; með venjulegu, íslenzku lagi að mestu leyti. L. 181,5 sm. — Osneitt að neðan og hólkalaust. Hrífa, nýsmiðuð, skaft úr furu, haus úr beyki, tindar úr brúnspæni; eftir sama og síðasta nr. Járnbeygja er sett á haus og skaft, svo sem tíðkast á síðustu árum. L. 204 sm. Ullarþráður tvinnaður, hvítur, tvær hespur; einkar vel spunninn og tvinnaður; grannur mjög. Frá húsfrú Jó- hönnu Jóhannsdóttur, Kolgröf í Skagafirði. Þessi síðasttöldu 4 nr. (6185—88) voru fengin til safnsins af Iðnsýningunni s. á. Finnur Jónsson prófessor, Kaupmannahöfn: Met úr bronzi, sívalt, þverm. 2,7 sm., hæð 1,5 sm., bollamyndað, vídd innan 1,3—1,7 sm., dýpt 1 sm. Þyngd um 53—4 gr. (2 aurar?). Fundið á Gásum við Eyjafjörð fyrir nokkr- um árum, ofarlega í jörð nálægt búðatóftum þar; hefir nýlega verið sorfið á tveim stöðum lítið eitt, en óskemt og heilt að öðru leyti. Líkneski Mattheusar guðspjallamanns, skorið úr tré og málað, kyrtillinn gulur, kápan græn með gyltum borð- um. Líkneskið er stórskemt, vantar á hægra fót, hægra framhandlegg og hendi, nefið og fleira. Hæð, með litl- um palli, sem áfastur er undir, 40 sm. Maðurinn vængj- aði (eða svo sem var álitið á síðari öldum: engillinn) stend- ur við hægri hlið Mattheusar aftan til og hafa þeir snúið höfðum saman, en höfuð, hægra væng og hægri hendi vantar á þessa mynd. Mattheus heldur bók undir vinstri hendi. Líkneski Markúsar guðspjallamanns; svipað nr. 6190 að öllu leyti; kyrtillinn blár og kápan ranð; hægri fram- handleggur og hönd af. Ljónið liggur við vinstri hlið. Hæð 40 sm. Bók í vinstri hendi. Líkneski Jóhannesar guðspjallamanns; svipað nr. 6190 og 6191 að öllu leyti; Jóh. er hér myndaður sem ung- lingur. skegglaus; kyrtill stuttur, rauður; kápan fellur niður um fæturna, græn. Hægri arm og hönd vantar. Bók í vinstri hendi. örnin við hægri hlið. Hæð 39 sm. Öll þessi líkneski voru fyrrum á prédikunarstól í kirkjunni á Ingjaldshóli, en sá stóll er gjöreyðilagður. Líkneski Lúkasar mun og glatað. Myndirnar eru vel

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.