Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Síða 43

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Síða 43
45 melgresi (blöðku, elymus arenarius), helzt á Miðöldu og út frá henni. Mismikið er melgrasið þar, sem annarstaðar, eftir veðrum og árferði. Brotnar og grær á víxl, og jafnvel Miðalda getur færst til, þvi hún mun vera að mestu sanddyngja, er borist hefur í stærsta melinn og ræturnar haldið saman. Rekaréttur. Tii þess að skýra þetta nokkuð nánar, sem nú hefur sagt verið, kemst eg varla hjá því að drepa á þras og mas, sem orðið hefur um trjáreka á Skeiðinu. Býst eg við, að það stafi að nokkru frá breyt- ing áróssins. Minst verður þó sagt hér af því, sem bókað er um þetta málefni á tugum blaðsíða í bréfabókum biskupa, dómabókum og þing- bókum sýslumanna í Árnessýslu — um ríflega 300 ára tímabil. Nafnið »Skerðingarhólmur« er ekki til í elztu rekaskrám Skál- holtsstóls, og finst ekki bókfært fyr en síðast á 14. öld, 1397. Arnar- bæli í Ölfusi á þá V-t rekans á Skeiði og Skerðingarhólma, Þetta tvent bendir til — og mun ekki efamál — að Skálholtsdómkirkja hafi þá átt 3U rekans á þessum stöðum, og eignast hann löngu fyr með jörð- unum (Þorlákshöfn og Drepstokki) sem rekinn fylgdi, en ekki sem sérstakt rekaítak. Eftir að Skerðingarhólmur og Skeiðið alt varð orpið sandi að mestu leyti, var ekki eftir öðru að slægjast þar, en reka af sjó. Trjárekanum sjerstaklega, sem oft var bæði mikill og góður, og svo afarnauðsynlegur þá í timburieysinu, bæði til kirkna, húsa, skipa og búsáhalda. Dómkirkjan átti jarðirnar og meginhluta rekans til beggja handa. Forráðamönnum hennar mátti því gilda eins hvar áin rann, eða hver hirti sandinn og fjöruna, bara ef biskupsstóllinn biði ekki við það tjón eða áhættu hvað rekann snerti. Ekki þekkjast heldur nú orðið landaþrætur á þessum stað. Alt þrasið snýst um það, hve víðtækur sé rekaréttur dómkirkjunnar, og hverjar kröfur Hraun í Ölfusi geti gert til rekaréttar þar, sem siðar er farið að kalla Hraunsskeið. Þykir mér nú trúlegast, að fyrir dug- leysi ábúenda á Drepstokki, afskiftaleysi útlendra og ókunnugra biskupa í Skálholti, en nýtni og ásælni eigenda Hrauns í Ölfusi, hafi siðarnefnd jörð eignast Skerðingarhólma. Þegar állinn var orðinn minni, eða mjög lítill að utanverðu eða horfinn alveg, þá var auð- vitað hægara, að gæta rekans og hirða hann frá Hrauni. Ekki sízt þegar hólminn varð alveg áfastur landi þeirrar jarðar. Gat þetta 'orðið bæði með »þegjandi« samkomulagi — án skjalfestu — eða jafnvel fyrir hefð einungis, þá er tímar liðu. Og ótviræður hefur þessi eignar- réttur Hrauns verið talinn um langt skeið. Eitt dæmi um það er i

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.