Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 6

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 6
10 odd (Þjms.) og hrosstennur. Gætu þetta verið leifar af heiðinni dys. Staðinn auðkenndum við með smávörðu. Spjótsoddurinn var nokkru neðar, í þurri vatnsrás. 15. Norðan við S elj amýri er bæjarrúst, austan í suðurmúla melöldu þeirrar, er nær frá læknum, sem fellur úr Hafragljúfri, inn undir Grjótá. Rústin er blásin og sést vel tilsýndar, svo að auðvelt er að finna hana. (Lýsing og uppdráttur Árb. ’84—5, nr. 11.) Br. J. getur þess (Árb. ’84 —5, bls. 39), að á Seljamýri séu seltættur frá síð- ari tímum. Við leituðum þeirra mikið, en fundum ekkert, sem benti á þær. Þeir, sem kunnugastir eru á þessum slóðum, höfðu heldur aldrei orðið þeirra varir. Okkur þykir líklegast, að engar leifar af þessum seltóftum sé að finna ofan- jarðar. 16. Undir L am b h ö fS a eru bæjarrústir í hallanum upp frá Bergálfsstaðaá, gegnt þeim stað, þar sem undirlendið endar austan ár. Þær sjást vel tilsýndar að sunnan og austan. Lækur rennur aust- an við aðalrústina og hefur e. t. v. brotið eitthvað af henni. Rústin er á moldarbing og sér þar lítið fyrir húsalagi. Þar er mikið af kljástein- um og nokkurt beinarusl. Hinum megin við lækinn er fjósrúst nokkuð hærra uppi. Þar standa nokkrar báshellur enn uppi og virðist fjósið hafa rúmað 18 kýr. Fleiri rústir verða ekki greindar með vissu. Ekki er vitað um nafn á þessum bæ. Á kortum herforingjaráðsins er hann nefndur Á s, en það styðst ekki við munnmæli, heldur aðeins ágizk- un eftir Holta-Þóris sögu. (Lýsing ásamt uppdrætti Árb. ’84—5, nr. 12.) Þorsteinn Erlingsson gróf hér upp leifar af búri (1895), sjá RST, bls. 30 og 59—61 (þrír uppdrættir). 17. B er g álf s s t að ir (Jón Egilsson: BeighalsstaSir (Safn I, 32). Nafnið BerghálsstaSir er notað bæði í Jb. og Fbrs. II, 865). Rústin er ofan við samnefnda grasfit, sem er áningarstaður leitar- manna. Fitin er allstór, hallar til vesturs og sést langt að. I efri rönd fitjarinnar er stór, stakur steinn, sem mikið ber á, og er rústin um 80 m beint upp frá honum. Rústin er á hallandi grjótmel og ber hátt á henni. Undir litlum hluta hennar er moldarþúst, ekki fullblásin, annars er ekkert að sjá nema grjótdreif á melnum og lítilsháttar beinarusl, m. a. stórgripstennur. Þarna fundum við hnífsblað og einn kljástein (Þjms.). Jb. nefnir tvenna Berghálsstaði, en getur aðeins um sýnilegar leifar af öðrum bænum. Ekki er nú vitað um aðra bæjarrúst en þessa. Þorst. Erl. gróf hér eitthvað 1895 (RST, bls. 30), Sjá enn fremur Árb. ’84—5, nr. 13.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.