Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 20

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 20
24 sé þar um að saka að einhverju leyti. En sannleikurinn er sá, að byggð gat myndazt hér á 10. öld og haldizt í hundruð ára og þó verið komin í auðn mannsöldrum fyrir svartadauða. Að gefnu tilefni má ætla, að það ákvæði hafi verið sett í kristinrétt hinn forna, frá um 1123, að kirkju sé rétt að flytja, ef „héruð eyði úr afdölum eða útströndum“. Vér vitum t. d., að ægilegt eldgos varð úr Heklu um 20 árum fyrr en þetta er ritað, og telja jarðfræðingar, að íslenzk mold muni enn geyma glöggar og átakanlegar minjar þess. Eitt er þó með vissu vitað: Nokkur hundruð jarða víðs vegar um landið hafa verið í ábúð allt frá landnámstíð og til vorra daga. Þann fróðleik eigum vér að þakka fyrst og fremst þeim mönnum, sem skráðu Landnámu. Þrettándu aldar rit vor, fornsögurnar, Sturlunga og fá önnur, bæta og nokkru við þarna. Samt sem áður vitum vér næsta lítið um aldur og uppruna alls þorra þeirra jarða, sem enn eru í ábúð, eða hafa verið til skamms tíma. Að vísu er fjölmargra þeirra, og lík- lega langflestra lögbýla, getið fyrr eða síðar í bréfum og skjölum fyrri alda, allt frá þrettándu öld og fram um 1700, en af atvikum einum, er veita oss enga fræðslu um upphaf þeirra né aldur. Hjáleigujarða og annarra smærri býla mun fæstra getið fyrr en við Jarðabókar- gerðina. En þar sem vér vitum, að ýmsar jarðir hafa verið í byggð allt frá landnámstíð, ættum vér að hafa leyfi til að álykta, að svo muni einnig vera um margar aðrar, þó að skjallegar heimildir skorti fyrir því. Ari fróði hefir það eftir ,,spökum“ mönnum, ,,að á 60 vetrum yrði ísland albyggt, svo að eigi yrði meira síðan“. Vefengt hefir verið, að þetta megi skilja svo, að landsmönnum hafi ekkert fjölgað, né byggð- um býlum, eftir lok landnámsaldar og til daga Ara, enda er það næsta ólíklegt og óeðlilegt, eins og á stóð. Líklegra er, að þarna sé átt við það eitt, að eftir 60 ár hafi þegar verið lokið við að festa byggð um öll útnes og afdali og allt þar á milli, þannig að ekkert svæði lands- ins, sem á annað borð var byggilegt, væri ónumið þá. En byggðin hefir efalaust verið gisin og fólkinu átt eftir að fjölga. Það hefir hlotið að taka alllangan tíma að kljúfa hin stærri landnám niður í hæfilega stórar bújarðir. Hefir væntanlega skort þar til fyrst lengi vel fólk, skipulag og vilja þess, sem landið átti. En þróunin hefir samt orðið í þessa átt. Og þar kom, að ísland mátti teljast fullsetið. Hvenær það hefir orðið, vitum vér nú ekki. En tala þeirra manna, sem þingfarar- kaupi áttu að svara í lok 11. aldar, miðað við skattgjaldendur í upp- hafi 14. aldar, vísar til, að búandi mönnum hafi eigi fjölgað hér, á þessu tímabili, að óbreyttum efnahag manna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.