Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Page 189

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Page 189
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1961 195 með messu Gísla prófasts Brynjólfssonar þar hinn 3. september. Gísli Gestsson safnvörður flutti erindi í bænhúsinu um sögu þess og viðgerð. (Um bænhúsið á Núpsstað er grein eftir Gísla Gestsson í Árbók 1961). Hafin var gagnger viðgerð á Hóladómkirkju í Hjaltadal. Hróbjart- ur Jónasson smiður á Hamri í Hegranesi tók að sér að yfirfara allan múrinn að utan og gera við hann eftir þörfum, svo og fara ræki- lega yfir alla glugga og gera við þá. Þjóðminjavörður var á Hólum 9. júlí ásamt Birni Rögnvaldssyni og lögðu þeir sameiginlega á ráð um, hvernig að þessu máli skyldi unnið. Verkið var síðan unnið samkvæmt áætlun, en ætlunin er að laga kirkjuna innan á næsta ári. Sigurður Egilsson var á Keldum á Rangárvöllum um hálfsmán- aðartíma í júní og gerði við skálaþekju og endurnýjaði stafnþil á hjalli, smiðju og litluskemmu og endurreisti mylnuhús við læk. Nokkuð var lagað til í bænum í Laufási og þangað flutt fleira af gripum, sem konur í hreppnum hafa safnað. Var bærinn opinn fyrir gesti og hafði Elís Gíslason umsjón með honum. Töluvert vantar þó á að bærinn sé svo búinn innan sem bezt væri. Veigamesta verkefnið, sem lagt var í á þessu ári, var smíði skála yfir hákarlaskipið Ófeig, sem Pétur bóndi Guðmundsson í Ófeigs- firði í Strandasýslu gaf safninu 1940. Skipið hefur ekki verið gert út á veiðar síðan 1915, en þjóðminjavörður kostaði allmikla viðgerð á því 1940. Síðan hefur ekkert verið fyrir það gert annað en það, að Pétur bóndi hefur annazt árlegt eftirlit með því. Nú var ákveðið að reisa skála yfir skipið á Reykjum í Hrútafirði, sökum þess að þar er menningarmiðstöð fyrir Strandasýslu og Vestur- Húnavatnssýslu og þar hagar að mörgu leyti vel til, þar er m. a. jarðhiti og staðurinn liggur við alfaraveg. Teiknistofa landbúnað- arins gerði uppdrátt að skýlinu, en Hákon Kristjánsson húsasmíða- meistari sá um bygginguna. Jóhann Guðmundsson formaður á Hólmavík tók að sér að flytja skipið frá Ófeigsfirði inn að Reykjum og tókst það vel. Kom Ófeigur að Reykjum hinn 10. júní. Skýlið komst undir þak fyrir haustið, og var þá skipið flutt inn í það, en mikið verk er enn eftir, bæði ýmis frágangur á húsinu og viðgerð skipsins sjálfs. Komið hefur til mála að Strandasýsla og Húnavatns- sýslur reisi byggðasafn á Reykjum, sem næst skipsskýlinu, en það mál er enn ekki komið á framkvæmdastig.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.