Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 37

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1970, Blaðsíða 37
KTRKJA FRÁ SÍÐMIÐÖLDUM AÐ VARMÁ 41 þessum árum. Segir Jón Gissurarson að hann hafi verið þingaprestur og útsendari Alexíusar ábóta í Viðey, áður klaustrið var tekið, og haft Gufuneskirkju.7 Hefur hann þá messað við kirkjur í Gufunes- þingum, sem voru í eigu klaustursins. Það kemur vel heim við það að séra Jón tekur kaup sitt gjarna af Lágafelli og Varmá samkvæmt reikningunum, en á báðum þessum bæjum eru þá kirkjukúgildi. Þann- ig er ekki ástæða til að ætla annað en að Varmárkirkja hafi staðið uppi og verið notuð árið 1558. Séra Jón Bárðarson hefur látizt lík- lega árið 1554, því að dómur gengur um arf eftir hann 19. nóvember 1554 á Kópavogsþingi.8 Eftir þetta er um 30 ára gloppa 1 heimildirnar og er næst til að taka jarðabók Bessastaðaumboðs, líklega frá árinu 1584. 1 jarðabókinni er einungis getið leigukúgilda að Varmá.9 Ef að líkum lætur hefur kirkjan þá verið svipt kúgildum sínum einhvern tíma á þessu 30 ára tímabili. Er þá eðlilegast að hugsa sér að kirkjan hafi einnig lagzt af á sama tímabili. Eftir þetta yfirlit er rétt að draga saman: Á f jórtándu öld vitum við um kirkju að Varmá og hefur maður að nafni Ketill Ivarsson átt hana einhvern tíma á þeirri öld. Nokkru fyrr eða á árinu 1395 eignast Viðeyjarklaustur kirkjuna og er hún í eigu þess til siðaskipta. Um 1600 er ekki kirkja að Varmá. Eftir óbeinum aðferðum má fá fram að kirkjan hefur sennilega lagzt af á árabilinu 1553-1584. 3. Nokkrir fundnir munir og tímasetning húsaleifanna. Nær allir hlutir og hlutabrot, stórt sem smátt, sem fannst við rannsóknina að Varmá, voru skráðir og lega þeirra mæld, þannig að sjá má hvar þeir hafa legið á láskurðarteikningum. Alls voru skráð 282 fundanúmer. Legumældar hlutaeiningar inn á láskurði eru held- ur fleiri eða 296. Hinsvegar eru aðeins 256 einingar af þeim hæðar- mældar, þannig að þær má kóordinera inn á bæði lá- og lóðskurði, þ. e. a. s. lengd, breidd og hæð (x,y,z) legu þeirra miðaðar við mælinga- kerfi rannsóknarinnar eru mældar. Hér verða ekki allir þessir hlutir og hlutabrot taldir upp og lýst. Eru ástæðurnar einkum að margt þessara eininga er mjög brotakennt og í raun og veru ekkert eigin- legt lag á að finna. Þá eru ástæður rúmsins vegna sem og lesand- ans, lýsing og upptalning brota þessara yrði álíka umfangsmikil og lítið yrði á henni að græða. Munu þeir sem vilja athuga sérhvert 7 Safn til sögu íslands I, bls. 662, sjá einnig bls. 667. 8 Dipl. Isl. XII bls. 779-780; frekari heimildir um séra Jón er að finna í Safni til sögu íslands I bls. 98 og í Sigilla Islandica II (1967). 9 AM 459 fol. afskrift dr. Jóns Þorkelssonar í Þjóðskjalasafni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.