Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Síða 144

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Síða 144
FERÐALOK Spilaborð Tryggva Gunnarssonar í Þjms. (Tr. G. HA b). Frásögn hans sjálfs. Ég' hef lofað að skrifa ævisögu borðsins, sem ég gaf Forngripasafninu fyrir nokkrum árum, og vil ég nú binda endi á ioforð mitt. Nálægt 1820 kom til Reykjavíkur enskur lord, stórríkur og á sínu eigin skipi. Hann fékk sér hesta og marga fylgdarmenn og fór til Geysis, ríkmannlega. Á leiðinni til baka datt hann af baki og meiddi sig í fæti. Faðir minn, Gunnar Gunnarsson, var þá skrifari hjá Geir biskupi Vídalín, en stundaði meðfram lækningar, sem heppnuðust svo vel, að hann hafði læknisleyfi. Nefndur lord fór til föður míns og bað hann um meðul og góð ráð, og ráð hans báru svo góðan árangur, að eftir nokkra daga gat lordinn gengið óhindrað. Hann borgaði föður mínum ríflega peningaupphæð og gaf honum til minningar tvo ágæta rakhnífa í hulstri og spilaborð úr íbenholtviði. Árið 1828 dó föðurafi minn, og fékk þá faðir minn veitingu fyrir Laufási og flutti sama ár frá Reykjavík sem prestur að Laufási. Þá voru samgöngur ekki greiðari en svo, að ekkert flutningasamband var milli suður- og norðurlands nema á hestum. Það sem flytja átti sjóveg frá suðurlandi til norðurlands, varð að senda fyrst til Kaupmannahafnar og svo aftur þaðan næsta sumar með segl- skipi til norðurlandsins. Tók faðir minn því það ráð að flytja húslóð sína á hest- um norður, og þar á meðal vai' spilahorðið. Hann sá, að í margra hesta lest mundu fæturnir verða brotnir af borðinu, svo hann sagaði þá af og setti þá við borðið aftur með járn-skrúfboltum, þegar farangurinn var kominn í Laufás. Þar átti hann borðið í 26 ár, þar til hann andaðist 1853. Þegar móðir mín fluttist að Hálsi í Fnjóskadal vorið 1854, var mest af búinu selt við uppboð, þar á meðal borðið. Ég ætlaði að kaupa borðið, ég ólst upp með því, og spilaði stundum á því, þótti því vænt um það. En meðan ég var að sækja aðra hluti, sem selja átti, var borðið selt, og varð kaupmaður Páll Johnsen hæst- bjóðandi, Ég bað hann að selja mér borðið, en það fékkst ekki. Átti hann það svo í nokkur ár á Akureyri, þar til hann varð að hætta verslun vegna skulda og of mikillar vináttu við Bakkus. Fluttist hann þá til Kaupmannahafnar á vegu móð- ur sinnar, Hildar Johnsen, ekkju eftir svonefndan Húsavíkur-Johnsen. Eftir nokk- urn tíma gafst honum kostur á faktorsstöðu á Grænlandi og fluttist þangað. Og alltaf hafði hann borðið með sér. Eftir nokkur ár missti hann þá stöðu vegna Bakkusar og fluttist aftur til Kaupmannahafnar. Ég var þá kominn til Gránu- félagsins og var búsettur í Kaupmannahöfn. Kom Páll þá oft til mín og oftast til þess að lána smáupphæðir, því að alltaf vantaði hann peninga. En loks sagði ég, að ég vildi ekki lána honum lengur, ég vissi að upp á ekkert var að lána. Eftir nokkra daga kemur hann enn og' býður mér margnefnt spilaborð til kaups, því að alltaf hafði hann draslast með það á flækingi sínum. Ég gaf honum ríflega fyrir borðið og átti það 12—14 ár í Kaupmannahöfn. Þegar ég fluttist til Reykja- víkur 1893 tók ég borðið með og átti það hér í mörg ár, þar til ég gaf það Fom- gripasafninu. Þannig hefir borðið fyrst verið í Englandi, þá nokkur ár í Reykjavík, því næst mörg ár i Laufási, svo á Akureyri, þá í Kaupmannahöfn, nokkur ár í Grænlandi og aftur í Kaupmannahöfn mörg ár og kom svo loksins aftur til Reykjavíkur eftir 67 ára burtveru. Héðan af vona ég að Forngripasafnið geymi borðið, svo að það flækist ekki lengur. Þannig er nú saga spilaborðsins. Reykjavík 1917, Tryggvi Gunnarsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.