Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Síða 44

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Síða 44
48 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS hver og hraun (í Haukadal, við Deildartunguhver og á Nýjahrauni í Vestmannaeyjum). Það ber þó að leggja áherslu á að ekki er um umfangsmiklar eða skipulagðar rannsóknir að ræða. Þegar sýni voru tekin nokkra metra frá hverum mældist minni virkni geislakols en í sýnum, sem voru tekin fjær hverunum. Það hefur þó lengi verið vitað, að gamalt kolefni frá háhitasvæðum og eldfjöllum getur haft áhrif á magn geislakols á mjög litlu svæði umhverfis upprunastað hins gamla kolefnis.36 Ingrid U. Olsson hefur hins vegar ekki getað fært rök fyrir því að gamalt kolefni geti haft áhrif á lífverur, þegar lengra er komið frá upptökum þess. Ef sýni, sem er kolefnisgreint, hlýtur aldursgreiningu, sem er of há, þótt það hafi ekki verið tekið í námunda við eldfjall eða hverasvæði, er ekki mögulegt að kenna áhrifum af gömlu kolefni um. Fornleifafræð- ingurinn eða þeir sem aldursgreina sýni geta hcldur aldrei ákvarðað hvort kolað birki í langeldi rústar kemur úr skógi sem var 100 metra eða 1 kílómetra frá upptökum gamals kolefnis eða tíu metra eða tíu kílómetra frá rústinni. Ef gamalt kolefni hefur haft áhrif, geta þeir ekki heldur tilgreint hvar upptök þess hafa verið, hvaða eldgos eða hverir ollu því, og á hvaða tíma. Það er einnig vafasamt að birki tíl eldunar hafi verið höggvið í næsta nágrenni eldfjalla. Gjóska og önnur gosefni sjá venjulega til þess að gróðurlaust er með öllu í nágrenni eldfjalla. íslensk eldfjöll spúa ekki endalaust upp koltvísýringi eins og Ingrid U. Olsson ímyndar sér. í Færeyjum, þar sem óvæntur hár aldur hefur einnig fengist með kolefnisaldursgreiningum, eru engir hverir eða eldfjöll. Áhrifum kolefnis frá eldstöðvum og hverum verður þess vegna varla kennt um hinar háu aldursgreiningar. Hafáhrif (koltvísýringur úr hafi) og meint lág virkni af geislakoli eru betri skýringar á þeim háa aldri, sem sumar íslenskar kolefnisaldurs- greiningar sýna. Að sögn Ingrid U. Olsson er virkni geislakols lægri á Svalbarða en í Svíþjóð eða Mið-Evrópu. Vegna aldursgreininga á sýnum frá íslandi, með hærri aldur en hefðbundið landnám, gengur hún út frá að virkni sé eins lág á íslandi og á Svalbarða.37 Þau sýni af gróðri, sem hafa verið tekin í þeim tilgangi að mæla geislakol, koma frá mis- munandi stöðum við Norður-Atlantshaf, þar sem veðurskilyrði eru vægast sagt ólík. Varla er hægt að setja ísland á sama bás og Svalbarða, meðan skipulegar rannsóknir á koltvísýringi úr hafi hafa ekki farið fram 36. R.M.Chatters et al. 1969; L.M. Libby og W.F. Libby 1973; M. Bruns et al. 1980; F. Saupé et al. 1980. 37. I. U. Olsson, handrit.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.