Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 161

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 161
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ OG PJÓÐMINJAVÖRZLUNA 1990 165 Granastöðum í Eyjafirði, en þar er búið að rannsaka skálarúst og jarðhús, sem örugglega virðast vera frá fyrstu tímum íslandsbyggðar. Bandaríski fornleifafræðingurinn Thomas McGovern stóð fyrir rann- sókn í Akurvík í Árneshreppi á Ströndum, en hún var undir íslenzkri umsjá Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar fornleifafræðings. Þá rannsökuðu Adolf Friðriksson og Orri Vésteinsson fornleifa- fræðingar nokkra svonefnda dómhringa á Vesturlandi, og voru rann- sóknir þessar allar kostaðar af sérsjóðum, innlendum eða erlendum. Guðmundur Ólafsson deildarstjóri fornleifadeildar kannaði ásamt jarðfræðingum fornleifar í Flatey á Skjálfanda, sem voru taldar geta verið tengdar Stjörnu-Odda, en ekki virtist svo í reynd. Þá rannsakaði Guðmundur Ólafsson fyrir styrk úr Vísindasjóði friðlýstar fornleifar í Borgarfjarðarsýslu og Mýrasýslu og notaði nýjan tölvubúnað til mælinga og teikninga. Guðmundur Ólafsson sótti ráðstefnu í Conimbriga í Portúgal 18.-20. október, Archaeological Sites in Eiirope: Conservation, Maintenance and Enhancement, í boði Evrópuráðsins og hélt þar erindi um ástand íslenzkra fornlcifa og aðgerðir vegna umferðar ferðamanna. - Þá sótti hann ásamt þjóðminjaverði ráðstefnu í Færeyjum um menningarsögu- legar rannsóknir við Norður-Atlantshaf. Þess skal getið til viðbótar, að á árinu 1989 gerði Vilhjálmur Örn Vil- hjálmsson fornleifafræðingur frumrannsókn við Nesstofu. Voru grafnar könnunargryfjur vegna mannvistarlaga þar á bæjarstæðinu. Rannsókn þessi var kostuð af bæjarsjóði Seltjarnarneskaupstaðar. í síðustu ársskýrslu láðist að geta fornleifaskráningar Ágústs Georgs- sonar í Flatey á Breiðafirði í nóvember það ár. Forvörzludeild. Forvörzludeild, sem verið hafði að hluta á 3. hæð til bráðabirgða, var flutt niður á fyrstu hæð og þar komið fyrir margvís- legum búnaði til forvörzlu. Textílforvörzlu hafði áður verið komið fyrir þar niðri. Deildin eignaðist á árinu lofttæmiofn og einnig frostþurrkunartæki, sem Riksantikvarie-ámbetet í Svíþjóð léði til langs tíma. Kristín Huld Sigurðardóttir forvörður forvarði gripi úr kumli frá Daðastöðum, sem rannsakað var 1956, auk muna frá fornleifarann- sóknum á Bessastöðum og Reykholti í Borgarfirði. Að auki gerði hún við altarisbrík frá Reykholti (Þjms. 4333), og einnig hreinsaði hún og yfirfór gripi úr svonefndum Maríu- og Ólafskirkjum, er þeir sýningar- salir voru málaðir. Þá aðstoðaði hún starfsmenn Árbæjarsafns við flutning muna úr geymslum á Korpúlfsstöðum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.