Ameríka - 30.12.1873, Blaðsíða 6

Ameríka - 30.12.1873, Blaðsíða 6
n yíirráö hers og herbúnaðar, allt á ábyrgð sinna stjórn- arherra, en er sjálíur ábyrgðarlaus fyrir þjóðinni. Með J)VÍ bæði hann og hinir fylkjastjórarnir verða að fara eptir ráði ráðgjafanna, en þeir geta því aðeins haldið sæt- um sínum, að þeir fari að vilja þjóðarinnar (hinna þjóðkjörnu þingmanna) þá er stjórnarformið í raun og veru þjóðveldislegt (þjóðstjórn) þótt þar sje kölluð ein- valdsstjórn. Hið enska lögjafarvald („Parlamentið8) má enga skatta nje kvaðir leggja á bandafylki þessi. Fyrir því hefir England að eins heiðurinn af þvf að kallast eigandi lands- ins. I vissum tilfellum getur löggjafarvald sambandsins lagt skatt á landið, eða rjettara sagt, heimtað tiltölulegt fjárframlag af Iiverju fylki til einhvers þess, er þau varðar öll og er þeim í sameiginlegann hag. Þar á móti ræður hvers fylkis Iöggjafarvald ö'llu eitt um skatt-álögu og skatta afnám og ræður eitt yfir fje (landssjóði) fyikisins og ver því eptir eiginni (þ. e. þjóðarinnar) vild; og þetta frelsi hefir haft þau góðu og happasælu áhrif, að skatíarnir eru víðast mjög lágir á móti auðsæld og uppgangi landsins og bæði andleg og verkleg menntun á háu stigi. Að vísu eru skattarnir nokk- uð mismunandi í fylkjunum, en þó mun meðaltal þeirra fara, sem næst er svari 3 til 3] dollars fyrir hvern mann, þegar verzlunartollurinn er talinn með, þar sem gjöldin til hins opinbera í Bandaríkjunum eru talin nálægt 1 8 dollars að meðaltali fyrir hvern mann, ef þeim væri jafnað niður ept- ir höfðatölu. Fyrir utan afarmiklar byggingar íyrir skóia og hafna- gjörðir og skurðargröft m. fl. eru þegar fullgjörðar 4000 mílna langar járnbrautir og mikill rafsegulþráðavefur sem setur allar borgir og hvern þann bæ, sem nokkuðerkom- inn á fót, eigi einasta í innbyrðis samband, heldur svo að segja við heim allann, fýrir samband, er þeir aptur standa í við alla meginþræði heimsins. Kostnaðurinn við að senda boð með rafsegulþráðunum í Canada er allstað- ar eins: 25 cents fyrir hver 10 orð. Þrátt fyrir allann þenna mikla tilkostnað sem gjörður hefir vcrið, mestmegais

x

Ameríka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ameríka
https://timarit.is/publication/100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.