Fréttablaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUPAGUR 15. janúar 2002 FRÉTTABLAÐIÐ ri\flh iu A I ! JU-I- 15 TTT Heimsbikar á snjóbretti: Finni vinnur í Frakklandi snióbretti Finninn Heikki Sorsa vann í brekkuröri heimsbikars FIS sambandsins í Alpe D’Huez í Frakklandi á sunnudaginn. Norð- maðurinn Halvor Lunn og Finn- inn Risto Mattila voru í öðru og þriðja sæti. Heikki Sorsa er í stuði þessa dagana en hann lenti í öðru sæti í síðasta heimsbikar- móti. Það fór fram í Sviss í síð- ustu viku. Heimamaðurinn Gian Simmen vann þar. Frakkinn Cecile Alzina vann í kvennaflokki á sunnudaginn. Ma- elle Ricker frá Kanada var í öðru sæti og Frakkinn Doriane Vidal í þriðja. ■ SUMSTAÐAR ER SNJÓR Snjóleysið plagar ekki Frakka líkt og íslendinga. Hér er Sorsa í loftköstum á sunnudaginn. NEFIÐ í SANDINN Frakkinn Jean-Pierre Fontenay fór fullgeyst um sandhóla Sahara eyðimerkurinnar í Márit- aníu um helgina. 17 daga kappakstri lokið: Allir komnir til Dakar kappakstur 24. Dakar kappakstrin- um lauk í samnefndri höfuðborg Senegal á sunnudaginn. Japaninn Hiroshi Masuoka var 22 mínútum á eftir næsta manni eftir 17 erfiða daga í gegnum Frakkland, Spán, Marokkó, Máritaníu og Senegal. Fyrir kappaksturinn höfðu skipuleggjendur áhyggjur af hót- unum hryðjuverkamanna. Sem betur fer varð ekkert úr þeim. Hinsvegar settu tvö dauðsföll skugga sinn á kappaksturinn. Það fyrra gerðist annan dag hans. Þá lést franskur ökumaður, ótengdur kappakstrinum. Hann lenti í árek- stri við viðgerðabíl í suðurhluta Frakklands. Skipuleggjendur segja ökumanninn hafa ekið á vit- lausum vegahelmingi. Það seinna gerðist í síðustu viku. Þá lést annar Frakki, viðgerðamaður, þegar bíll- inn sem hann ók fór út af veginum. „Kappaksturinn í ár var mjög erfiður," sagði Þjóðverjinn Jutta Kleinschmidt. Hún vann í fyrra en lenti nú í öðru sæti. „Við lent- um í miklum vandræðum. Bíllinn bilaði tvisvar." Kleinschmidt komst í mikið stuð síðustu daga kappakstursins. Hún saxaði for- skot Masuoka niður um 34 mínút- ur en þar sem síðustu leiðirnar voru stuttar náði hún ekki alla leið. Japaninn Kenjiro Shinozuka lenti í þriðja sæti. ítalinn Fabrizio Meoni vann annað árið í röð í vélhjólaflokki. „Ég kem aftur að ári til að ná í þriðja sigurinn í röð,“ sagði Me- oni. Hann var 48 mínútum á und- an næsta manni, Alfie Cox frá Suður-Afríku. Landi Meoni, Joan Roma, var lengi á hælum hans en lenti í slysi á föstudag og datt úr keppni. ■ Auglýsing um fasteignagjöld í Reykjavík árið 2002 Álagningarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík árið 2002 verða sendir út næstu daga, ásamt gíróseðlum vegna fyrstu greiðslu gjalda, og umsóknareyðublaði vegna greiðslu gjalda með boðgreiðslum á greiðslukortum. Gjöldin eru innheimt af Tollstjóranum í Reykjavík, en einnig er hægt að greiða gíróseðlana í sparisjóðum, bönkum eða á pósthúsum. Fasteignagjöldin skiptast í fasteignaskatt, lóðarleigu, holræsagjald, vatnsgjald og sorphirðugjald. Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegarsem fengu lækkun á fasteignaskatti og holræsagjaldi á liðnu ári, fá einnig að óbreyttu lækkun árið 2002, að teknu tilliti til tekju- og eignaviðmiðunar. Framtalsnefnd mun yfirfara framtöl lífeyrisþega eftir framlagningu skattskrár Reykjavíkur. Úrskurðar hún endanlega um breytingar á fasteignaskatti og holræsagjaldi hjá þeim er eiga rétt á þeim samkvæmt þeim reglum er borgarstjórn setur, sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, ásamt 87. gr. vatnalaga nr. 15/1923, sbr. einnig lög nr. 137/1995. Verður viðkomandi tilkynnt um breytingar ef þær verða. Á fundi borgarráðs þann 11. desember s.l. var samþykkt að tekjumörk vegna lækkunar fásteignaskatts og holræsagjalds á árinu 2002 hækki um 19% á milli ára og verði sem hér segir: (Miðað er við tekjur liðins árs). 100% lækkun: Einstaklingar með tekjur allt að Hjón með tekjur allt að kr. 1.155.000- kr. 1.615.000- 80% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu Hjón með tekjur á bilinu kr. 1.155.000-til kr. 1.615.000-til kr. 1.330.000- kr. 1.860.000- 50% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu Hjón með tekjur á bilinu kr. 1.330.000- til kr. 1.860.000-til kr. 1.530.000- kr. 2.140.000- Til að flýta fyrir afgreiðslu geta þeir sem ekki fengu lækkun á sl. ári sent framtalsnefnd umsókn um lækkun, ásamt afriti af skattframtali 2002. Fulltrúar framtalsnefndar eru til viðtals alla þriðjudaga milli kl. 16.00 og 17.00 I Ráðhúsi Reykjavíkur, frá 5. febrúar til 30. apríl n.k. Á sama tímabili verða upplýsingar veittar í síma 552-8050, alla þriðjudaga kl. 10.00 til 12.00. Hreinsunardeild, Umhverfis- og heilbrigðisstofu, Skúlatúni 2, veitir allar upplýsingar varðandi álagningu og breytingar á sorphirðugjaldi í síma 567-9600, og í bréfasíma 567-9605. Orkuveita Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 34, veitir þær upplýsingar sem snerta álagningu og breytingar á vatnsgjaldi (síma 585-6000, og bréfasíma 567-2119. Fjármáladeild, Ráðhúsi Reykjavíkur, gefur upplýsingar um álagningu annarra fasteignagjalda og breytingar á þeim í síma 563-2062, og bréfasíma 563-2033. Gjalddagar ofangreindra gjalda umfram kr. 15.000- fyrir árið 2002 eru: 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní og 1. ágúst. Gjalddagi gjalda undir kr. 15.000-, og gjalda þeirra gjaldenda er völdu eingreiðslu fasteignagjaldanna í maí, er 1. maí. 5 , Reykjavík, 15. janúar 2002 Borgarstjórinn í Reykjavík. Reykjavíkiui>oi:£ 70°/ö og gerdu frábær kaup! Ath. takmarkað magn - Fyrstur kemur fyrstur fær! „ ^ f_______l aUt fyrlr kroppinn , Op'» IHREYSTI fra kl.10-18 L— Fæðubótarefni - Æfingafatnaður - Rafþjálfunartæki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.