Fróði - 22.12.1884, Blaðsíða 1

Fróði - 22.12.1884, Blaðsíða 1
144. filad. AKUREYRI, MÁNDDAGINN 22. DESEMBER 1§§4. 277 278 279 Brjef frá alþýðumanni. I. Oóði vin\ Það er ekki langt síðan að jeg las í Fróöa áminning til vor ís- lendinga að vakna loks af lönguin dvala og fara að hugsa um þjöðfje- lagsmálefni vor og landstjórnarmál. iíminning þessi var ekki löng eða margorð, en þess betur tók jeg þá líka eptir orðunum, sem þau voru færri, og virtist mjer í þeim fólgin góð hug- vekja, eða cf til vill rjettara sagt hug- vekjur, er vjer ættum ekki að láta sem vind um eyrun þjóta. Það er sann- leikur, að vjer þuríum að vakna til framkvæmdar og starfsemi, og megum ekki sofa lengur eða vera andvaralaus- ir og aðburðalausir , heldur verðum vjer með lífi og fjöri að safnast sam- an undir merki ættjarðar vorrar eins og skilgetnir og skírbornir niðjar vorra frægu feðra, til að reka úr landi allar óvættir, sern standa nú á vegi þjóðar- innar til frelsis og framfara. Jeg get ekki trúað því, að aldauða sjeu allar ættir hinna fornu höfðingja og her- manna, sem reistu sjer byggðir og bú í landinu, og hjeldu hjer uppi með heiðri og sóma blómlegu lýðveldi í nokkrar aldir. Jeg get ekki trúað því, að að eins iifi nú eptir afkomend- ur þræla og ánauðugra manna, er einn- ig komu hingað tneð hetjunum og tórðu hjer í skjóli þeirra. Og þó veit hei- lög hamingjan, að svo lítur út fyrir mínum sjónum, sem nú sje fátt manna í landinu, er hafi nokkurn teljanda blóð- dropa í æðum sínum úr hinum göfugu goðorðsmönnum fornaldarinnar. Er þetta missýning? Jeg vildi svo væri. tá fóru einatt íslenzkir bóndasynir ferða sinna fyrir erlendum höfðingjuin og jafnvel konungsmönnum, nú láta odd- vitar þjóðarinnar ótiginn útlending bjóða sjcr og ættjörð sinni margan ó- jöfnuð, án þess þeir hafi svo sjeð verði neina tilfinning af því, og því síður reyui að andæl'a móti slfku. En það dugar ekki að barma sjer sf og æ af því, að þessi kynspiliing og aptarför er komin í landslýöinn, heldur verður nú að tjalda því sem til er. í»ó vjer sjeum eigi slíkir að spekt og ríki sem forfeðurnir, þó vjer stöndum að baki þeim í dug og at- gerfi og llestu því, sem eiginlega ger- ír manninn að manni, þá erum vjer eigi svo máttlausir að vjer getum eigi framkvæmt meira ættjörð vorri og þjóð til gagns og sóma enn nú gerum vjer, ef viljinn tii þess væri einbeittari og áhuginn á því betar vakandi. það er ekki nóg að segjast vilja lramlarir landsins og fólksins f öllu góðu og fögru , ef þessi vilji er ekki nema nafnið tómt. það þarf að vera stað- ur í viljanum, ef hann á að geta bor- ið nafn meö rentu. Hann þarf að vera stálvilji en enginn stefnuvilji. Ept- ir viljanum fer viðleitnin og írain- kvæmdirnar. Ef hann er Iftill og lin- ur verða þær litlar, og eí hann er sterkur og staðgóður, veröa þær til- tölulega miklar. Mjer þykir líklegt, að oss íslendinga vanti ekkert svo nú á dögum, til að geta vcrið jaínsnjallir forfeðrunum, sein staðlestu viljans. Vjer munum upp og ofan vera viðlíka geínir og úr garði gerðir af náttúr- unnar hálfu sem þeir, viðlíka greindir og gáfaðir , viðlíka stórir og sterkir. Hversvegna framkvæmum vjer þá miklu ininna enn þeir? þeir hlóðu að kalla á hverri jörð túngarða, engjagarða, hagagarða, merkjagarða, o. s. frv., sem merki sjer til eptir mörg hundruð ára, en vjer gerum harla lítið í sam- anburði við það, og svo má heita að vera um hvað eina. það er bersýni- legt, að þeir höíðu einbeittari áhuga og öflugri vilja til að vinna slfk nyt- semdarverk heldur enn vjer, og þess vegna varð af framkvæmdinni hjá þeim. Fetta atriði er að ætlun ininni mjög hugleiðingarvert, og það sein vjer fyrst og einkum þurfutn að hafa oss hug- fast, er að innræta oss kjark og stað- festu viljans til að fá því framgengt, sem vjer eptir beztu þekking og sann- færing álítum gott og gagnlegt. það er alkunnugt, að í landi voru er nú ár frá ári að vaxa óánægja með margt í þjóðfjciagsskipun vorri. Jeg veit raunar, að sú tíð hefir aldrei verið og mun aldrei korna, að allir sjeu ánægðir í þessu tilliti, en mikill munur er á því, hvernig óánægjunni er varið, hún getur verið meiri eða minni eptir því sem tilfinningar manna eru næmari eða sljórri, eptir því hvort menn eru nær því að vaka eða sofa, hún getur verið sanngjörn og ósann- gjöru, sprottin af gildum ástæðum eður ekki gildum, og frain eptir þeim göt- unum. Ef að nú þjóðfjelagsskapur vor og stjómarhagur er eigi í svo góðu lagi, sem með sanngirni verður ætlast til, þá eru eðlilegar orsakir til meiri eöa minni óánægju, og hún verður þá aö vera landsmönnum hvöt til að vilja sterklega og reyna af öllum mætti til að bæta úr skák. Ef oss íslendingum er full alvara að vilja leitast við að bæta úr þeim brestum, sem eru á hjá oss, þá verða sem flestir kraptar í landiuu og þjóð- inni að leggjast á eitt til þess. Eng- inn einstakur maður má liggja á liði sfnu, og þessir einstöku verða að taka höndum saman, vera samhentir og saintaka í því, að miða málefnum Iands- ins áfram í það horf, er menn álíta hagfelldast og heillavænlegast , en forðist sem mest öll mistök og varast að eyða kröptum sínum og annara fje- lagsbræðra sinna með því að tog- ast á um einstök miður merkileg at- riöi. í*egar einhver hefir í hyggju að ^ygoj3 sjer nýtt, traust og haganlegt hús til íbúðar, þá gerir hann fyrirfram áætlun nm hvernig það skuli vera, hann dregur upp mynd af þvf, að minnsta kosti í huga sínum, og einnig á pappírnum. Hann þekkir þarfir sín- ar og efni, og eptir hvorutveggju þessu reynir hann að laga áætlunina um hinn nýja bústað. Þarfirr.ar heimta, að húsið hafi svo eða svo mikla stærð, og ymsar ástæður heimta, að herbergja- skipunin sje svo eða svo, en efnin apt- ur á móti setja þrengri eða rýrnri tak- mörk, hversu stórt húsið geti verið og úr hverju efni, hve mikið skreytt o. s. frv. í*að er ekki svo lítil urnhugs- un sem maðurinn þarf að hafa fyrir- frain um þessa húsbygging sína, ef hann á ekki að flana að henni ráðlaus- lega. Enn þá meiri undirbúniug og ráðagerðir þarf, ef margir menn í sam- eining og fjelagi ætla að byggja sjer hús, því þá koma frain hjá þeira hverj- um f sfnu lagi misjafnar skoðanir um yms atriði, og eigi allir fjelagsmenn að verða á eitt rnál sáttir um það, hvernig fjelagshúsið skuli byggja, þurfa venjulega sumir þeirra eða allir hver um sig að brjóta odd af oflæti sínu að einhverju leyti, og sætta sig við, að þetta eða hitt sje haft öðru vísi ehn honum sýnist bezt fara. í»ví flerri sem í fjelaginu eru og því merkari sem byggingin er, þess sjálfsagðara er -að skoðanir fjelagsmanna verði skiptar. Og þá er ekki tiltökumál þó skiptar skoðanir komi fram, þegar heil þjóð ætlar að koma á hjá sjer nýrri fjelags- bygging, nýrri þjóðíjelagsskipun.

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.