Fróði - 22.12.1884, Blaðsíða 3

Fróði - 22.12.1884, Blaðsíða 3
1884. I R Ó Ð 1. 144. bl. 283 lega um þetta mál, þá hlýtur hver mað- ur að álíta ræður hans góðar; já, enda eumar ágætar. Skyldurækni hans er framúrskarandi góð, svo hinir yngri prest- ar hjer á landi mega sumir vara sig, ef þeir ætla að jafnast við síra M. I þeirri grein. Honum er sjerlega vel lagið að taka ljúflega þátt í öllum kjörum manna. Hann er lítilátur og ljúfur i allri um- gengni við söfnuðinn. Hann er alkunnur bindindismaðnr, og eflir það og útbreiðir eins og honum frekast er auðið. Hann er í einu orði bezti maður. Eins óg kunnugt er, voru hjer 8kemmtilegir prestar, hver fram af öðrum áður síra M. kom að Laufási, og voru menn ánægðir með þá. En nú er öldin önnur. það eru til þeir menn í söfnuði síra M. sem hafa sagt: «að, þeir vildu helzt aldrei fara til kirkju, meðan hann messaði», þeir hafa líka ent það. Margir sögðu líka: «a& þéir sæktu ekkert gagn til kirkjunnar». Snmir af þeim síð- ari, hafa að eins jetið þetta eptir öðrum; hinir aptur hafa verið svo skynsamir að tala af sannfæringu. Einnig eru menn tii, er ekkert hafa haft á móti síra M. og sótt vel kirkju. þetta tala jeg sjerstaklega til Sval- barðskirkju-safnaðar, þótt svipað megi segja um Laufássöfnuðinn. Hjer á Svalbarðsströnd, eru menn að jaínaði heldur einrænir, og kyrsætir, og bundnir fast við gamlan vana; góðir fje- lagsmenn eru hjer samt til, en margir aptur lítt nýtir ef á á að herða — en stundum stendur efnaleysi fyrir þrifum. En af hverju sem það kemur, þá sækja menn Svalbarðskirkju furðu iila. Enginn getur sagt að ieiðin sje löng, ekki heldur að veðrátta sje hjer lakari enn í nærsveitunum, enda hefir fólk ekki sótt kirkjuna þótt gott veður haö verið. það er sorglegt að fólk skuli fara til kirkju með óánægju, og til einskis gagns; það er enn sorglegra, að vita til þess að bæirnir eru fullir af heiibrigðu fólki um messudaginn. það er ilit, að mönnum skuli ekki þykja ánægja að fara til kirkju í góðu veðri, þegar þeir eru heiibrigðir; það er illt, að þeir skuli segja, ef einhver hvet- ur þá að fara með sjer til kirkju: «Jeg get lesið mitt guðsorð heima sjálfur.» Og þegar nær 20 manns er í heimili og þar af 7 frískir karlmenn, og enginn fer til kirkju í færu veðri. Er það ekki ó- sköp! A þetta að vera þannig? — Menn eiga að hugsa meira um trúarlíflð, hugsa meira um að læra eitthvað gott af ræðum síra M. lieldur en að vera að setja út á hann. Menn eiga að hugsa um andan en ekki um tóma s m ám u n i. jþað er helg skylda alls safnaðarins að gæta að þessu, og bæta sig, ef hann vill heita kristinn. Nú þegar seinast var messað hjer á Svalbarði, voru að eins 12 menn í kirkju og það raeð sjálfum prestinum. Og ein- 284 mitt sú stund, vakti mig algerlega að rita um þetta mál. fegar jeg leit upp í kirkjunni, og sá að eins 11 safnaðarmenn í allri kirkjunni, þá datt mjer í hug: Hv ar eru hinir\ þar eð nú söfnuðurinn er fjelag, sem á að mæta með kristilegu hugarfari fyrir drottni í kirkjunni, þá var hörmulegt að sjá eigi nema 11 menn í kirkjunni. Og hvar voru hinir? Ef maður skoðar þetta mál rjett, þá er grátlegt að jafnlítið mannfjelag sem, er á Svalbarðsströnd, skuli ekki geta hald- ið hópinn, í þessu mikilvæga atriði. Jeg skora þvíá alla menn og konur, ( báðum sóknum síra M. að sækja betur kirkju til hans, sýna honum meiri vin- semd ogvirðingu enn sumir þeirra hafa gert, og gæta þess: að hann er einhver hinn hreinskilnasti, mannúðleg- asti og skylduræknasti kennimaður, og fyrirmynd presta í því að sigra vín- fýsnina. verða reglumaður, og leggja sitt litla fje í sölurnar til að útbreiða bindindi og siðgæði hjer á landi. Organistinn við Svalbarðskirkju. Brunnu beggja kinna björt ljós á mik drósar, oss blægir þat eigi, eldúss of við feldan. Kormakr. Kossinn hreina mér á rnunn mær hin yndislega, og án greina gæzku brunn geri eg þinn að trega! |>ú ert eins og blómið blíð, bjarminn yls í kinnum, alla mína æfitíð eg hef slíkt að minnum! Eins og sólin sí og æ síðskínandi rjóði um þig geisla blíðum blæ, berðu af hverju ffjóði! Eins og bjarminn unaðsskær aptanroða á kveldi af þér varma blikar blær blessuðum vonar eldi! Augun brenna blíð og heit, blökk sem nætur dimma, af þeim hætt um hyggju reit hefst iu skæða rimma. Sarons dætra hrafnsvart hár hristist þér um kinnar, af því lifnar ljúf og sár löngun sálar minnar! Kol í augum elda bál eykur sæluveiga: |>ína væri sæla sál sæl af vörum teiga! Sætt það eiga heims í heim lmllar ljósið dýra, sælt að arni sitja þeim, sem þú átt að stýra. 285 Unan væri ár og síð augna blossa þinna og ástúðlegan alla tíð ylinn vífs að finna. Unan væri allra mest yndi slíks að njóta — J>eim mun gæfan þjóða bezt, er þig skal alla hljóta! Grísli Brynjúlfsson. Erfið heimsókn. Úr ensku. J>egar jeg fyrir tveim árum ætlaði til Lundúnaborgar til að fá mjer at- vinnu sem læknir, var móðursystir mín svo góð við mig, að skrifa með mjer meðmælisbrjef til frænda síns Pwllhyll Jones, er bjó i Kensington, sem er einn af forstöðum Lundúnaborgar. Hún hafði opt sagt mjer að hann væri mik- ilsmetinn maður, og mundi manna bezt geta komið mjer á framfæri. Hún sagði mjer einnig, að hann væri mjög ríkur og ætti eina dóttur barna, mjög fallega stúlku, sem væri ágætt konuefni. Einn raf vinum mínnm hafði vísað mjer á húsnæði nálægt „Strands“, og jeg fór þangað strax þegar jeg kom í borgina, var það snemma í desember- mánuði. Jeg stakk nú brjefi systur minnar í póstskrínuna og öðrn frá mjer, í hverju stóð: „Jóhann ítees kand. med. & chir óskar að hafa þá ánægju næsta miðvikudag að heimsækja mr. Pwllhyll Jones1'. Næsta dag fjekk jeg mjög kurteyst spjaldbrjef frá Mr. Jones, sagði hann mig velkominn og bauð mjer til miðdagsverðar næsta miðvikudag kl. 7. Á miðvikudaginn bjó jeg mig svo vel sem jeg gat (því allt er komið und- ir fyrstu áhrifunum). Kl. 6 ók jeg niðri í jörðinni til Kensington. J>egar þangað kom mundi jeg eptir, að jeg hafði ekki strætisnafn eða hústölu á heimili Mr. Jones, og gat jeg ómögulega munað það. í Kensington var það, þaðmundi jeg en meira ekki. Mig rankaði nú við að jeg hafði brjef hans í vasanum og þreif það upp, en því miður var þar hvorki dag- setning eða götunafn, og gramdist mjer þetta skeitingarleysi Mr. Jones. Klukk- an var nú að eins gengin einn fjórða- part til 7, svo jeg hafði góðan tíma, og afrjeði nú, að spyrja mig fyrir hjá ein- hverjum lögreglumanni. En þessi góði lögregluþjónn, þekkti að eins einn Mr. Jones í Kensington, og hann var pen- ingakaupmaður, og gat því ömögulega verið sá, er jeg vildi finna. |>jónninn ráðlagði mjer að spyrjast fyrir á torgi þar í nánd. ]?anga<5 fór jeg og spurð- ist fyrir meðal nokkurra vagnmanna, og kom þeim saman um að þetta hlyti að vera Mr. Jones í Beelclyfs-Square. Stökk jeg þegar upp i einn vagninn og ljet íaka mjer þangað. Framan á liúsiuu var

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.