Fróði - 22.12.1884, Blaðsíða 4

Fróði - 22.12.1884, Blaðsíða 4
144. bl. F E Ó Ð 1. 1884. 287 288 W málmplata, og stóð þar á með stórum stöfum P. Jones, neðanundir stóð eitt- hvað með smáum stöfum, sem jeg®gat ekki lesið fyrir myrkrinu. Jeg ljet nú vagninn fara og barðiað dyrum. þjónn einn opnaði dyrnar með miklum andaktar- svip. „Er Mr. Jones heima“ spnrði jeg. „Já“, svaraðiþjónninn ogleit til mín með- aumkunar augum. „Yæntanlega mað- urinn sem átti að koma kl. 7", sagði hann. Jeg hneigði mig til samþykkis. „Herran bíður yðar“ sagði hann, og fylgdi mjer inn í lítið herbergi, rjetti mjer nýjasta blaðið af „Times“ og fór. Stóllinn sem jeg settist í var mjög þægilegur, og jeg fór að hugsa um að jeg skyldi einhvern tíma fá mjer alveg samskonar stól. Eptir litla stund kom Mi'. Jones. Hann var þrekinn maður, rjóður í kinnum, og virtist mjer hann setja upp meðaumkunarsvip þegar hann kom inn. Jeg varð forviða þegar jeg tók eptir að hann var í morgunfötum sínum, en jeg var „allur uppstrokinn“ eins og menn segja. „Hvernig líður yður í dag“, spurði hann eptir að við höfðum heilsast. Jeg fullvissaði hann um að mjer liði ágætlega. Gott er það sagði hann. Síðan bað hann mig að setjast á stól rjett undir ljósinu. IJnd- arlegur maður, hugsa.ði jeg, þegar hann tók annari hendi á höfði mjer, en lagði hina yfirum bak sjer. „Viljið þjer gera svo vel að taka munninn opinn sagði hann síðan. Jeg brosti og opnaði munn- inn, og datt í hug að hann ætlaði að sjá aldur minn á tönnunum, líkt og hestaprangarar gera, en allt þetta fór mjer að þykja kátlegt. Oíur litið meira sagði hann, og einmitt nú mundi jeg eptir að systir mín hefði sagt að jeg skyldi vera kurteys og eptirlátur við frænda sinn, opnaði jeg því munninn sem jeg mátti. Sem kólfi væri skotið greip hann með einhverju skaðræðis- verkfæri í einn af mínum uppáhalds jöxlum, og fór að toga hann miskunar- laust. jpetta var meir enn jeg þoldi, og hljóðaði jeg upp og reyndi að ríf'a mig lausan, það heppnaðist mjer um síðir, og nú stóðum við og gláptum hvor á ann- an. Til allrar hamingu náði hann ekki jaxlinum, en laus var hann orðinn. Við sögðum nú hverjir við værum. Hann var tannlæknir, og sagðist þetta kvöld hafa átt að taka jaxl úr manni, og hafði hann haldið að jeg væri sá. Báðum við síðan hvor annan fyrirgefningar, og fylgdi þjónninn mjertil dyra, þóttist jeg sleppa vel eptir því sem um var að gera. J>egar jeg kom út á strætið, kom jeg auga á póst, sem gekk fram hjá. Jeg spurði hann hvort hann þekkti Mr. Pwllhyll Jones. Hann hugsaði sig um og muudi eptir einhverjum Jones, sem bjó í Drotningargötu í húsi því er hann tiltók, fornafnið mundi kann ekki, en mynnti þó það byrjaði á P. Jeg fjekk mjer nýjan vagn og ók þangað. Húsið var allt uppljómað af ljósum, og skraut legur þjónn kom til dyra, og leit á mig með stórmennnskusvip, og sagði: „þjer komið nokkuð seint“. „Er byrjað á miðdagsmatnum11, spurði jeg. „Hvernig á að byrja fyrr enn þjer komið“, svar- aði hann, og reif mig úr yfirhöfn- inni; í því bili kom ljómandi falleg stúlka, heilsaði mjer og sagði, að það gleddi sig að jeg væri kominn. Jeg varð hrifinn af þessu skjalli, hneigði mig og beigði og fann að jeg roðnaði. f>að þarf fljótt að bera á borð sagði hún og brosti yndis- lega. Hvað skyldi hún eiga við hugs- aði jeg, og fylgdi henni þó inn í mjög skrautlegan borðsal, var þar inni langt borð með hvítum dúki á, hún benti mjer þá á skáp með alls konar borð- búnaði. |>ar stóðu og tveir þjónar sem auðsjeð var að biðu eptir einhverju. (Eramh.) VEÐ UR í nóvcmbermánuöi. Hitamælir (Celsius); Mestur hiti hinn 14. -f- 10,10 stig Minnstur hiti hinn 7. ~ 16,00 — Meðaltal allan mán. -j- 0,86 — Loptþyngdarmælir (Enskir þnmlungar): Hæstur hinn 18. 30,64 Lægstur — 9. 28,6 6 Mcðaltal allan inánuðinn 29,86 Áttir: NA. 7 d. A. 1 d. S. 18 d. SV. 1 d. V. 2 d. NV. 1 d. Vindur: Hvassir d. 3. Hæglætisd. 15. Logndagar 12. LJrkoma: Rigning 3 daga. Snjór 12 d. Urkomulausird. 15. Lopt: Heiðríkisd. 2. í’ykkt meira eða minna 28 d. Sól: Sólardagar 15. Sólarlausird. 15.* Möðruv. í Hörgárdal 1. desemb. 1884 Jón A. Hjaltalín. BSiíl og- þelíia Eitt sinn hafði bóndi nokkur eytt mestum eignum sínum til að kosta son sinn í skóla, sem var svo latur og gáfu- lítill að hann lærði ekkert. Sagði bóndi þá, og stundi við: „Margar kýr hefi jeg orðið að láta fyrir þennan eina uxa“. Maður, sem þótti fremur snýkinn, hitti gamlan skólabróður inn á veitinga- húsi, og segir við hann: „Hefurðu ekki góða vindla á þjer laxmaður11? „Jú“, svaraði hinn, „jeg skal kveikja í einum, svo þjer finnið hve ágæt lykt er af reyknum“. Barnákennarinn: „Hverjir dagar eru kallaðir helgir“, María litla? María: „Jeg veit ekki“. Barnakennarinni „Hve nær fer hún móðir þín í kirkju“ ? María: „Æfinlega þegar hún eign- ast nýjan kjól eða hatt“. Kaupmaður nokkur í Munchen heim. *) Hinn 2. nóv. var hjer snöggur jarðskjálpta kippur kl. 7—8 f. m. sótti son sinn, sem var að læra að mála og bað um að mega sjá málverk hans, Sonurinn sýndi honum nú nokkur olíu- málverk, sem karli líkuðu mjög vel, Síðan spurði hann son sinn hvort hann málaði ekki einnig með krít. „Ójú, stundum, en það geri jeg hjerna niðri í kjallaranum11. Hann fylgdi síðan föður sínum ofan í kjallarann, sem var veit- ingastaður, og var þar krítaður á svart spjald vínreikningur hins unga manns, 16 flöskur á 18 krónur. Kaupmaðurinn klóraði sjer bak við eyrað, en tók þó upp peningabudduna, og nöldraði: „Jeg vildi helzt að þú málaðir eingöngu með olíu, því þessir krítarreikningar geðjast mjer ekki. — „Adam, gat vissulega verið glaður", sagði ungur bóndi, „því kona hans átti hvorki móður eða frændur“. — „Ferðast þú í sumar til Ronneby“, spurði kaupmaðurinn málafærzlumanninn. „Nei, en jeg sendi konuna mína þangað mjer til heilsubótar". —• Yesturheimsblað eitt þykist hafa fundið orsökina til þess að konum vex ekki skegg. „|>að kemur af því“, segir blaðið, „að varirnar á þeim eru aldrei kyrrar. Samtalið (svo vjer eigi segjum slúðrið) og brosið (ymist vinsamlegt eða spottandi) heldur munninum á kvenn- fólkinu í sífeldri hreyfingu, svo skeggið hefir engan frið til að vaxa“. Póstur kom að austan í fyrra dag en að vestan í gær. Látinn er merkis presturinn Brynjölfur Jónsson í Vest- mannaeyjum. Fæddur 1826. Craigforth sauðakaupskip, fórst við Skotland á leiðinni frá Borðeyri í haust, menn komust af, en flestir sauðirnir fór- ust 3200. Auglýsingar. Frá 1. til 12. janúar næst- komandi, verða sölubúðir á Akureyrl og öddeyri ekki opnaðar fyrir al- menning. Frá 1. degi febrúarmánaðar næsta ár verður sparisjóður opnaður á Akureyri. Inn og útborganir framfara á mánudögum kl. 4—5 e. m. á póstafgreiðslustofunni. Vextir af innlögum eru ákveðnir kr. 3,60 á ári af hverjum 100 krónum. Til tryggingar fyrir sjóðnum verða settar 1,600 krónur i ríkisskuldabrjefum. Grá lambgymbur með mark: miðhlut- að í stúf hægra stýft vinstra, var rekin hingað í haust. Yerð lambs þessa 5 krónur er geimt hjá mjer. þverá 20. nóv. 1884. Gísli Ásmundsson Útgefandi og prentari: Bj'órn Jónsson.

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.