Suðri - 12.10.1886, Blaðsíða 3

Suðri - 12.10.1886, Blaðsíða 3
107 og sðmuleiðis ættjörð hans, í pessu til- felli gamla íslandi. Yirðingarfyllst Hakon Mosling Arkitekt. J>að er sjaldgæft, að rér fréttum mikið af íslendingum peim, sem hér húa og pess vegna er pað pví gleði- legra, pegar vér nú sjáum eins af pess- um frændum vorum getið að góðu í vönduðum hlöðum hæði dönsknm og norskum. pessi maður er herra Ste- fán Jónasson frá Arnarholti á íslandi. Og pað er á góðum rökum hyggt, að Stefáns er að góðu getið. Hr. Stefán liefur nú dvalið 1 Noregi um 5 ár og hefur á peim tíma aflað sér margra vina og sýnt pað með iðjusemi sinni, praktistum hyggindum og preklegu eðlisfari, að hann á pað skilið, að hon- um sje velvild sýnd. Hann hefur á- vallt fengið beztu ummæli fyrir hvað sem hann hefur starfað að. Hann fór frá landbúnaðarskólanum á Stend við Björgvin með peim vitnisburði, að hann væri í tölu peirra lærisveina skólans, er langbezt eru proslcaðir. Hr. Stefán er sjálfsagt mjög fjöl- hæfur maður, einkuin mun hann pó bezt lagaður fyrir vélfræði (mekanik), og sýna pað tvær uppfundningar hans, sem hann ætlar að fá sér einkaleyfi til að selja. |>að er engum efa bund- ið, að lir. Stefán, svo góðum liæfileg- leikum sem hann er búinn og proska til að fella réttan dóm á pað, sem hann sér og fræðist um á utanför sinni, getur orðið föðurlandi sínu að miklu gagni, og pað pví fremur sem hann hefur öðrum betur auga fyrir hvað við á i landi hverju. Hann á sannarlega skilið, að hon- um sé sómi sýndur til pess að hann geti haldið áfram að afla sér reynzlu og pekkingar. Eins og kunnugt er, hefur hann líka tvisvar sinnum fengið styrk, núna seinast hjá ráðgjafanum fyrir ísland. auk hjálpar peirrar, sem hann hefur hlotið hjá konunginum í Danmörku. Hann ann föðurlandi sínu heitt og mun sjálfsagt á engan hátt gera sig óverðan velvildar peirrar, sem honum kynni að verða sýnd. Noregi í september 188(5. * * * Yér höfum með ánægju tekið ofan- prentaða grein. Vér höfum tekið bréf hr. Moslings traustataki og látið pað fylgja með greininni, einmitt af peirri ástæðu, að greinin mundi annars hafa orðið pýðingarlítil, ef hún hefði verið prentuð nafnlaus, en nú höfum vér mikla von um, að hún verði pað ekki, fyrst hr. Moslings heiðraða nafn stend- ur undir henni. Bitstj. Útlendar fréttir. —:o:— Frá Bolgaralandi. Vér hættum par seinast fréttunum frá Bolgaralandi, að Alexander jarl hafði lagt völdin niður til pess að mýkja skap hins volduga og ráðríka »verndara« Bolgara, Alex- anders Rússakeisara. Síðan hélt Alex- ander jarl úr landi; harmaði landslýður allur burtfór lians og kvaðst aldrei slíkan pjóðhöfðingja munduhljóta. Jarl var í pungu skapi, svo að menn pótt- ust aldrei hafa séð hann slíkan; mun hann hafa hugsað líkt og J>órður Andrésson forðum: »Mínar eru sorg- irnar pungar sem blý*. Ymsir helztu pjóðhöfðingjar og pjóðskörungar Bol- gara fylgdu honum til landamæranna og varð skilnaðurinn allsár. Sagðijarl pá, að hann skyldi ávallt telja Bol- garaland ættjörð sína, og hvenær sem par bæri ófrið að höndum sagðist hann mundu aptur hverfa og vopnum verja landið, sem sér væri kærast allra. Síðan liélt jarl heim til föður síns í Hessen-Darmstadt og er hann nú úr sögunni urn stund. |>ing Bolgara kom saman, eins og ráð var fyrir gert, 11. f. m., en ekki til pess að velja jarl, eins og fyrst var haft á orði, heldur til pess að ráða nokkrum smámálum til lykta. pegar á fyrsta fundi stóð einn pingmanua upp og mælti: »pegar vér erum hér saman komnir, hlýtur fyrsta hugsun vor að vera jarl vor, sem nú er fjar- staddur-. Stóðu pegar allir pingmenn upp og hrópuðu: »Lengi lifi jarl vor« og létu húrra fylgja, sem aldrei ætl- aði að enda. Mega menn af pessu sjá, hve ljúft Bolgurum hefur verið að sjá af jarli sínum. I desembermánuði er ráð fyrir gert, að pingið mikla komi saman til pess að velja Bolgurum jarl. Ekki pykjast menn enn vita með vissu, hver hlut- skarpastur muni verða, en sumum pyk- ir ólíklegt, að stórveldin láti Alexand- er Rússakeisara haldazt pað uppi að setja par frænda sinn, Alexander af Oldenborg, pví par af gætu allir séð, að með slíkum höfðingja væri Bolgara- land gert að rússneskri pernu. Nokkr- ir telja Yaldimar Danaprins, er hér var í sumar, standa næstan, pví bæði er hann bróðir Rússadrottningar og konu ríkiserfingjans á Englandi, prin- sessunnar af Wales, svo að hvorki Rússar né Englendingar geta mikið á móti honum haft. Annars tala blöð Rússa mikið um mál Bolgara og pað ekki með nein- um blíðyrðum Bolgurum til handa. Segja pau, að nú skuli valdið yfir Bolgaralandi eigi sleppa Rússum úr greipum; láta mikið yfir herafla Rússa og segja, að Rússar megi vera »hvergi hræddir hjörs í prá«. Helztu pjóðirnar, sem láta illa yfir yfirgangi Rússa á Bolgaralandi, eru Englendingar og Austurríkismenn og Ungarar. Eitt blað á Englandi hefur látið í veðri vaka, að nú mundu Eng- lendingar jafna á Rvissum fyrir Bol- garaland með pví að taka að fullu yf- irráðin yfir Egiptalandi. Er pað mál sumra manna, að slíkt sé nokkrum af ráðherrunum full alvara. Annars er svo að sjá, sem nokkur samdráttur sé með Englendingum og Austurríkis- mönnum, pví báðir pykjast eigaRúss- um grátt að gjalda. Frá Englandi er fátt að frétta, nema að Parnell, hinn gamli forvígis- maður fyrir sjálfsforræðisbaráttu Ira, hefur borið upp á pingi Englendinga lagafrumvarp um að bæta að nokkru kjör leiguliða á írlandi, en talið víst, að pað muni falla, pví að Torystjórn- inni geðjast lítt að slíkum nýmælum. Gladstone gamli tókst ferð á hendur til meginlands til pess að rétta sig upp eptir stritið. Sat hann á Svisslandi, pegar síðast fréttist, en talið var víst, að hann mundi heim koma til pess að mæla fram með frumvarpi Parnells. A Spáni hefur all-skrykkjótt geng- ið um stund, pví uppreistir og upp- pot hafa verið heldur tíð Stærst var upppotið í höfuðborginni Madríd fyrir skömmu; par slógu allmargar liðs- deildir sér saman, gengu um götur . borgarinnar og hrópuðu: »Lifi pjóð- veldið, lifi her Spánverja, lifi Spánn«; gekk all-erfitt að bæla niður upp- potið, varð bardagi mikill, létu sumir lífið, en fjöldamargir særðust, par eptir voru fjöldainargir af upppots- mönnum settir í fangelsi og bíða svo dóms. Um sama leyti varð og upp- pot í ýmsum öðrum bæjum á Spáni og voru pað víðast hvar hermenn, er óeirðunum ollu. |>ykir slíkt ills viti fyrir völd vöggukonungsins á Spáni. Eins og lesendum »Suðra« er kunn- ugt. er konungur Spánverja barn í vöggu, ársgamalt, en móðir lians ræður fyrir hann ríkjum. Er pað spá sumra, að hann verði ekki svo lengi konungur á Spáni, að liann komizt til vits og ára. A Uugverjalandi hefur um hríð geugið kólera, lielzt í höfuðborginni Buda-Pest; pykir sóttin allskæð og eru menn, einkum í Austurríki, all- hræddir við hana Annars hafa nú Ungverjar um annað að hugsa en kóleru, pví engum svíður meira en peim uppgangur Rússa á Bolgara- landi, pví Rússa hata peir allra pjóða mest, enda ekki að ástæðulausu, pví pað voru Rússar, sem kúguðu pá með báli og brandi til hlýðni við Austurríki um miðbik aldarinnar. Reykjavík 12. okt. 1886. Póstskipið Laura kom hingað9. p. m. Prentsmiðjusjóður norður-og aust*

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.