Suðri - 12.10.1886, Blaðsíða 4

Suðri - 12.10.1886, Blaðsíða 4
108 uramtsius. Af andvirðinu fjrir prent- smiðju norður- og austuramtsins eru 2700 kr. lagðar í fastan sjóð til pess að styrkja fátækar og efnilegar náms- meyjar og unglinga, sem ganga á kvennaskólann í Eyjafjarðarsýslu og gagnfræðaskólann á Möðruvöllum. Rent- urnar, 108 kr., veitir amtsráðið á ári hverja í 4 jöfnum hlutum 2 náms- meyjum á Laugalandi og 2 námspilt- um á Möðruvöllum. Hefur konungur 29. júlí staðfest stofnunarskrá sjóðsins. Póstávísanir til útlanda frá ísa- í’irði, Akureyri og Seyðisfirði. Útaf umræðum á alþingi í sumar, hefur landshöfðingi skorað á póstmeistarann, að gera nauðsynlegar ráðstafanir til, að póstafgreiðslumennirnir á ísafirði Akureyri og Seyðisfirði hafi næg eyðu- hlöð undir póstávísanir handa peim, sem peninga vilja senda í póstávísun til Danmerkur eða útlanda, leiðbeini mönnum í að nota eyðublöðin og taki pví næst við póstávísunum útfylltum, ásamt peningum peim, sem pær hljóða um, og sendi svo hvorttveggja til póst- stofunnar í Reykjavík. peir sem peningana senda verða auk hins lög- boðna póstávísanagjalds að greiða burð- argjald og ábyrgðargjald frá póstaf- greiðslustaðnum til Reykjavíkur. Bygging kirkju og niðurlagning tveggja. Landshöfðinginn hefur eptii; tillögum biskups og ályktun héraðs- fundarins í Kjalarnespingi 21. f. m. fallizt á: 1. að lagðar verði niður í Mosfells prestakalli kirkjurnar á Mosfelli og í Gufunesi, pó að óskertum rétti prests- ins til prestsmötu af Gufunesi og 2. að í peirra stað verði byggð kirkja á Lágafelli, sem sé hæfilega stór fyr-1 ir hinar pannig sameinuðu sóknir, eptir nákvæmari ráðstöfun og undir umsjón héraðsprófastsins. Hallæri á íslandi. Með pessari yíirskript stendur grein í skotsku blaði »The Scotsman«, sem kemur út í Edinborg, 4. sept p. á., svohljóðandi: »1 bréli frá hr. Jóni J>órarinssyni, alpingismanni, í Hafnarfirði, syni séra J>órarins prófasts í Görðum, til frænd- konu hans frú Magnússon í hinni ís- lenzku stúku (1922) alheimssýningar- innar í Edinborg, segir svo um hall- æri á suðurlandi íslands:« Eymdin hér á suðurlandi er voðaleg, og orsak- ast hún af gersamlegu fiskileysi á ver- tíðinni. J>etta er priðja vertíðin, sem hefur endað á sama hátt. Heil heim- ili eru yfirkomin í skyrbjúg af matar- skorti; og pað er sönn hjartaraun að koma inn í bæina, eins og eg hef haft tækifæri til að gera nýlega, pví eg hef aldrei áður séð í pessu héraði eins marga menn, sem bera mark hung- urdauðans á andlitum sínum. Komi ekki hjálp bráðlega, er mér óskiljan- legt, hvernig menn eiga að lifa haust- langt, hvað pá vetrarlangt,. o. s. frv. Frú Magnússon skorar á menn að skjóta saman«. xYxig-lý singax\ Proclama. Með því að bú J. Uglehas, kaup- manns á Isafirði, hefur verið tekið til meðferðar sem þrotábú, er hermeð, samkvæmt opnu bréfi 4. jan. 1861 og lögum 12. apríl 1878, skorað á alla þá, sem telja til skulda i nefndu þrotabúi, að gefa sig fram og sanna kröfur sínar fyrir undirrituðum skiptaráðanda, innan 12 mánaða frá síðustu birtingu þessarar auglýs- ingar. Skrifstofu bæjarfógeta á ísafirði, 4. dag septemberm. 1886. Skúli Thoroddsen. [170 Proclama. Með því að bú Einars Jonssonar, bónda á Kleifum i Súðavíkurhreppi, hefur verið tekið til meðferðar sem þrotabú, er hér með, samkvæmt opnu bréfi 4. jan. 1861 og lögum 12. apríl 1878, skorað á alla þá, er telja til skulda í nefndu þrotabúi, að gefasig fram og sanna kröfur sinar fyrir skiptaráðandanum í Isafjarðarsýslu, innan 6 mánaða frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar. Skrifstofu ísafjarðarsýslu, 4. dag septemb. 1886. Skúli Thoroddsen. [171 Samkvæmt beiðni skiptaráðandans i dánarbúi séra Arngríms sál.Bjarna- sonar á Brjánslœk, sýslumannsins i Barðastrandarsýslu, verða eignar- jarðir dánarbús þessa hér í sýslu, Mávahlíð í Lundarreykjadal, 18.i hndr. að nýju mati og As i Mela- sveit með hjáleigunni Askoti, 21.79 hndr., seldar við opinber uppboð, er fara fram : 1. mánudaginn 27. þ. m. kl. 12 á hádegi, 2. mánudag 11. okt- ober næstkomandi kl. 12 á hádegi og 3. mánudag 25. s. m. kl. 12 á há- degi (Mávahlið) og þriðjudag 26. s. m. kl. 12 á hádegi (As og Askot). Fara hin tvö fyrstu uppboð fram á skrifstofu sýslunnar, en hið þriðja og síðasta á eignunum, sem selja á. Söluskilmálur verða til sýnis hér á skrifstofunni, 4 dögum áður en hið fyrsta uppboð fer fram. Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðars., 7. sept. 1886. Siguröur pórðarson, settur. [172 Brunabótagjöld til hinna dönsku kaupstaða fyrir timabilið frá 1. okt. þ. á. til 31. marz n. á. verður veitt móttaka á póststofunni í Reykjavík á hverjum virkum degi frá kl. 11. f. m. til kl. 1 e. m., þó ekki tvo næstu daga eptir komu pósta eða póstskips og tvo næstu daga á undan burtför pósta eða póstskips. fiessa sömu daga get eg eigi held- ur gegnt öðrum brunabótastörfum. ReyVjavik 30. sept. 1886 Ó. Finsen. [173 Landsbankinn verdur frá 11. þ. m. opinn á hverj- um virkum degi frá hl. 1—2 e. h.— Kl. 2 verður afgreiðslustofunni læst; en þeir, sem komið liafa milli kl. 1 og 2, verða afgreiddir, án tillits til tímans, ef bankastjórnin hefur sinnt málefni þeirra. Reykjavík, 1. október 1886. Bankastjórnin. [174 Kennsla. Stúlkur fermdar og ófermdar geta fengið kennslu frá 8. þ. m. í vana- legum hannírðum, einnig í Kunst- brodering, Filegran o. fi. hjá Valgerði Jónsdóttir I húsi frú Havsteen R.vik. [175 Til almennings. Læknisaðvörun. J>ess hefir verið óskað, að eg segði álit mitt um «bitter-essents», semhr. C. A. Nissen hefur búið til, og ný- lega tekið að selja á íslandi og kall- ar Brama-lífs-essents. Eg hefi kom- ist yfir eitt glas af vökva pessum. Eg verð að segja, að nafnið Brama- lífs-essents er mjög villandi, par eð essents pessi er með öllu ólíkur hin- um egta Brama-lífs-elixír frá herra Mansfeld Bullner & Lassen, og pví eigi getur liaft pá eiginlegleika, sem ágæta hinn egta. J>ar eð eg um mörg ár hefi haft tækifæri til, að sjá áhrif ýmsra bittera, en jafnau komizt að raun um, að Brama-lífs-elexír frá Mausfeld-Bullner & Lassen er kosta- beztur, get eg ekki nógsamlega mælt fram með honum einum um- fram öll önnur bitterefni, sem ágætu meltingarlyfi. Kaupmannahöfn 30. júlí 1881. E. J. Melcior læknir. Einkenni hins óegta er nafnið C. A. NISSEN á glasinu og iniðan- um. Einkenni, á vorum eina egta Brama-lífs-elixír eru firmamerki vort á glasinu, og á merki-skildinum á miðanum sést blátt ljón og gullhani og innsigli vort MB & L í grænu lakki er á tappanum. Mansfeld-Rullner & Lassen, sem einir búa til hinn verðlaunaða Brama-lífs-elixír. 176] KAUPMA.NNAHÖFN. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gestur Pálsson. Prentsmiðja ísafoldar.

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.