Fjallkonan

Tölublað

Fjallkonan - 22.11.1906, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 22.11.1906, Blaðsíða 1
Remnr út einu ainní og tvisvar í vikn, alls 70 bl. um árið. Verð árgangsins 4 krónur (erlendis 5 krónur eða l1/, dollar), borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrirfram). BÆNDABLAÐ Uppeögn (skrifieg) bnnd- in við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyr- ir 1. október, enda hafl kanpandi þá borgað blaðið. Afgreiðsia: Stýrimanuastíg 6. VERZLUJÍARISLAÐ XXÍII. árg. Reykjavík, 22. nóvember 1906. ». 61 Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þriðjndag í hverjum máu. kl. 2—3 í spítaianum. Forngripasafn opið á mvd. og ld. 11—12. Hlutabankinn opinn kl. 10—21/, og 5*/,—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 síðd. Almennir fundir á hverju fóstudags- og sunnudagskveldi kl. 81/, siðd. Landalcotskirkja. Gnðsþjónusta kl. 91/, og kl. 6 á hverjum helgum degi. Betel sd. 2 og 61/, mvd. 8, ld. 11 f. h. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravit- jendur kl. 107,-12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 10—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., flmtud. ld. kl. 12—1. Lœkningar ókeypis i læknaskólannm 4 hverjum þriðjudegi og fóstudegi kl. 11—12. Náttúrugripasafnið, Vesturg. 10, opið á sunnud. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis í Pósthússtræti 14 og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Margarinið makalausa. Mörg liundruð pund nýkomin í M Mi með s/s „(íambetta. * Alveg f e r s k a r skökur — eins og b e z t a kúasmjör. Par fæst líka Yega Plantefedt. aaacri et ji x var 1. júlí. Útgefandi tekur því með miklum þökkum, að áskrifendur borgi sem fyrst. Málmsteina raDnsakar undirritaður ókeypis, eftir því sem tími leyfir, og ákveður, hverj- ar málmtegundir kunna að finnast í þeim. Reykjavík í nóvember 1906. Björn Kristjánsson. Fániim. Svo virðist, sem allir menn, þeir er vér höfum haft spurnir af, séu sammála um það, að sérstakan fána eigi Islendingar að fá. En heyrt höf- um vér skoðanamun um það, hvort nú sé hentugur tími til þess að herða á því máli. Hér um slóðir er mikill meiri hluti manna á þeirri skoðun, að timinn sé hentugur nú. Ekki ernm vér í neÍD- um vafa um það. En einhver minni hlnti — hvort hann er stór eða lítill, látum vér ósagt, hyggjum samt, að hann sé fremur lítill, — er því mót- fallinn, að fánamálið sé nú sótt tast. Þeir menn hyggja, að það muni spilla. fyrir þeim samningum við Dani, sem í vændum eru. Danir muDÍ hafa meiri tilhneiging til þess að halda í við oss, þegar þeirsjii, að sjálfstæði- kröfur y orar fari svo langt. Ogjafn- framt muni það verða konungi til skapraunar, þegar hannkomi að heim- sækja oss. Eftir vorri skoðun eru þessar ástæð- ur léttar á metunum. Yér hyggjum beinlínis nauðsyn á því, að konung- ur og Danir fái nú að vita allan vorn hug um sjálfstæði vora. Nú eigum vér að vera hreinskilnir. Það er bein skylda. Vór eigum að gera alt, sem nnt er, til þess að Dönum skiljist þetta, að vér viljum vera sjálf- stæð þjóð. Og vér eigum að gera alt, sem unt er, til þess að fá rýmt burt öllum ágreiningsmálum, svo að vér höfum frið í landinu fyrir þeim sjálfir, og séum sáttir við bræðraþjóð vora í Danmörku. Það er beinlínis landpiága að þurfa að vera alt af að koma með einhverjar nýjar og nýjar kröfur, ný og ný æsingaefni. Og það eykur alls ekki virðingu vora út á við, ef vér stingum nú einhverju nndir stól, því sem óumflýjanlega kemst á dagskrá á næstu árum hvort sem er. Allir skynsamir menn sjá það l ka — Danir alveg eins og vér — að fánamálið er óumflýjanlegt. Það er bein afleiðing af öðrum kröfum vorum, t. d. þeirri, sem tekin er fram í Ávarpi blaðanna, að ísland skuli vera frjálst sambandsland Danmerkur. Engin hætta er á því, að fánamál- ið geti komið konnngi vorum né nokkurum dönskum manni óvart, þeim, er skilur sjálfstæðikröfnr vorar að öðru leyti. Ef vér þegjum eða drög- um kraft úr málin nú, þegar það er komið á hreyfingu á annað borð, fer naumast hjá því, að Danir kenni það óhreinskilni vorri, og að það verði heldur til þess að spilla fyrir góðu sam- komulagi við þá en hitt — þeir fari að halda, að altaf séum vér að geyma oss ný og ný viðkvæm æsingaefni, og að vér séum mjög örðugir og þreytandi samningamenn. Eða þá, að vér höfum ekki einurð á að segja þeirn það, sem vér hugs- um. Vel mælt. Þjóðólfi hafa verið send mjög merkileg ummæli eins af foringjum hægrimanna í Danmörk, N. Ander- sens etazráðs, um það, hvernig Dan- ir eiga að snúast við kröfum vor- nm. Honum fórast orð á þessa leið í umræðunum, sem urðn út af hásætis- ræðu konungs: „Eg hygg ekki, að vér getum ver- ið þektir fyrir að hanga í sérkredd- um, sem nánast hafa „teóretiska“ þýðingn fyrir afstöðu vora gagnvart íslendingum. Eg hygg, að það sé hið snjallasta fyrir oss að segja tíjótt og skýrt já og amen við kröfum ís- lendinga, ef að eins sambandinu við land vort er haldið áfram. Verði sambandinu milli íslands og Dan- merknr ekki slitið, hygg eg að rétt- ast sé fyrir oss að ganga töluvert langt í því að veita íslendingum sjálf- stjórn, er þeir fyrst og fremst óska, eins og eðiilegt er, því að það hag ar alt öðruvísi til hjá þeim en hjá oss. Eg lrygg, að stj'orn vor geri rétt í því að verða við óskum Islend- inga í sem allrafylstum mœli það er að segja með þeirri takmörkun, að sambandið við Danmörk slitni ekki.“ Þetta er vel mælt og viturlega. Þetta segir einn af helztn íhalds mönnum Daua. Yér höfum fylstu ástæðu til sð ætla, að þessi skoðun sé mjög að ryðja sér rúm í Dan- mörku. Búast má við, að ekki séu hinir framsæknari tíokkar þar ófrjáls lyndari í vorn garð en íhaldsmenn- irnir, enda hafa heyrst þaðan radd- ir, sem talað hafa af miklum skiln- ingi og sanngirni í vorn garð, að minsta kosti í Östsjællands Folkeblad og Socialdemokraten. Því meiri ástæða er fyrir oss til þess að vera einarðir og hreinskilnir. Hljómleikar. Hr. Sigfús Einarsson hefir nýlega stofnað söngfélag hér í bænum, og það félag hélt samsöng á laugardags- og sannudagskvöld, Þar var í fyrsta sinni sungið híð fagra fánakvæði Ein- ars Benediktssonar nndir nýju lagi (kórsöng) eftir Sigfús Einarsson. Fyrra kvöldið varð að syngja það fjórum sinnum, áður en tilheyrendur gerðu sig ánægða með að á öðru væri byrjað. Fleiri kórsöngvar voru snngnir. Sigfús Einarsson og frú hans sungu einsöngva. Skemtun þótti ágæt. Smápistiar úr þingmannaförinni. vn. Miðvikudagsmorguinn 25. júlí, mitt á milli miðmorguns og dagmála, lögðu þingmenn upp frá Esbjærg og var þá förinni heitið út um Jótlandsheið- ar. Eins og margir munn við kann- ast, þá kom Dönum einu sinni það ráð í hug, að taka íslcndinga npp, flytja þá til Danmerkur og setja þá niður á Jótlandsheiðum. Þetta var á þeim árunum, þegar íslendingar voru komnir í mesta kútinn og þeim leið sem lakast, þegar eldgosin og harðindin, sultnrinn og einokunin lagð- ist alt á eitt með að murka úr þeim lífið. — En — sem betur fór, urðu þetta ekki annað en ráðagerðirnar einar. — Nú áttu þingmenn að fara ’ýmist um það svæði eða nálægt því, er Danir höfðu ætlað þeim til aðset- nrs og ábúðar í gamla daga. For- maður „Heiðafélagsin9,“ Lúttichau kammerherra, tók á móti þingmönnum þar sem Studsgaard heitir. Þar voru 35 vagnar til taks; stign þingmenn og förunautar þeirra í þá og óku þangað sem heitir Hjortsballehæð. Það er leiti allmikið og útsýni það- an sæmilegt yfir heiðina umhverfis og skógræktarstöðvarnar. Á leiti þessu var staldrað við stundarkorn og flutti Dalgas skógarvörður þar stutta tölu um síörf og framkvæmdir „Heiðafé- lagsins"; hann er sonur Dalgas þess, sem mestan átti þáttinn í skóggræðsl- unum og Danir telja nú einn af mætustu og gagnlegustu sonum Dan- merkur á síðari tímum. Hefir áður verið nm hann ritað í almanaki þjóð- vinafélagsins; muna því margir við hann kannast. „Heiðafélagið“ var á laggir sett 1866 og er því 40 ára gamalt árið að tarna. Á þeim tíma hefir það nnnið bæði mikið og þarf- legt verk, breytt óræktar heiðarflók-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.