Heimskringla - 29.01.1919, Blaðsíða 4

Heimskringla - 29.01.1919, Blaðsíða 4
4. BLAÐSiÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 29. JANÚAR 1919> HEIMSKHINGLA (StofnuS 1886) Kemur út á hverjum Mit5vikudegi títgefendur og eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. VerV blatislns í Canada og BandaríkJ- unum $2.00 um árib (fyrirfram borgaO). Éient tll Islands $2.00 (fyrirfram borgaC). Allar borganir sendist rátSsmanni blaís- lns. Póst eóa banka ávisanlr stílist tll The Viking Press, Ltd. O. T. Johnson, ritstjóri S. D. B. Stephanson, ráSsmaður Skrlfstofa I 72» 9HEBBROOKE STREET, WINNIPEG P. O. Bnx 3171 Talaiml Garry 4110 WINNIPEG, MANFTOBA, 29. JAN. 1919 Brezku sambandsríkin Svo virðist sem umheiminum veiti örðugt að skilja stjórnarskipulag stórveldisins brezka. Kom joetta skilningsleysi glögt í ljós, þegar friðarþingið var í undirbúningi og fulltrúar sambandsríkjanna brezku að krefjast að fá að eiga þar sæti, sem sérstakir fulltrúar sjálf- staeðra þjóða. Um tíma leit út sem kröfum þessum yrði þverneitað sökum mótspyrnu frá hálfu ýmsra fulltrúa bandaþjóðanna, er sögðu stóreldið brezka þannig hljóta alt of mörg fulltrúasæti á þinginu. Virtist sem mönnum þeim væri það óskiljarilegt, hvemig sambandsríkin brezku gætu verið algerlega sjálfstæð, þar þau öH væru tilheyrandi einu og sama stórveldi og játuðu sameiginiegan konung. Eins og lesendurnir minnast, varð skilningur þeirra fyrir því rétta þó glæddur á endanum og öll mótspyma frá þeirra hálfu im leið brotin á bak aftur. Og fylstu líkur benda til, verði nokkuð úr alþjóða bandalags hugmyndinni, að Canada og hin sambands- ríkin brezku njóti þar áama réttar og önnur sjálfstæð og fuHvalda ríki. Hætt er samt við töluverðri mótspyrnu gegn þessu úr ýms- um áttum, því enn virðast margir af stjórn- máiagörpum sumra bandaþjöðanna eiga bágt með að botna í því stórveldis-skipulagi, sem grundvallað sé á fullu frelsi og sjálfstæði þeirra ríkja, er það saman standi af. Skiln- ingsleysi þetta er í rauninni ofur-eðlilegt, því hér er um það stjórnarskipulag að ræða, sem eins dæmi mun vera í veraldarsögunni. Um þetta efni kemst eitt enska blaðið hér í Winnipeg nýlega þannig að orði: “Þegar það umræðuefni kom upp á meðal friðarþ)ings fulltrúanna, hver afstaða brezku sambandsríkjanna væri (British Dominions), þá lýstu frönsku blöðin því yfir og sumir af stjómmála leiðtogum Frakka, að stjórnar- skipulag stórveldisins brezka væri með öllu óskiljanlegt. Stórveldi þetta saman stæði af mörgum og stórum ríkjum, bygð af þrótt- miklum framfaraþjóðum, sem stjórnin í West- minster reyndi þó ekki að hafa nein völd yfir og sem heimastjórnin gæti ekki neins krafist x af utan þess, er þær sjálfviljuglega vildu fram Ieggja. Sízt er að undra, þó franska þjóðin skildi þetta ekki. Hér var um að ræða þær þjóð- ir, sem stoltar voru að skoða sig tilheyrandi stórveldi, en þó í rauninni eins frjálsar og nokkrar aðrar þjóðir undir sólinni. Fleiri þjóðum en frönsku þjóðinni hefir verið slíkt undrunarefni. Engu stórvekfi sögunnar hefir verið jafn undursamlega fyrir komið. Brezku eyjarnar aðhafast í öllu eftir eigin geðþótta, stjórna sér sjálfar að eigin vilja, skapa eigin log og hafa fylstu umráð yfir öllum sérmál- um sínum. Sama er að segja um Canada, Ástralíu, Nýja Sjáland og Suður-Afríku. Eng- in þessara ríkja reyna að taka fram í hvert fyrir öðru. Sýndi eitthvert þeirra slíka fram- hleypni, væri ekki nema um eitt svar að gera: hugsið eingöngu um eigin hagi. Til- raunir að herða á böndum alríkisins hafa ekki vakið mikinn áhugá. Og þó leitað væri vand- lega í öHum lagabókum brezka veldisins, myndu þau lög hvergi finnast, er segðu, að sambandsríkin verði að aðhafast í samein- mgu og sem heild. Lög af því tagi eru ekki tá. Fulltrúar Canada geta á friðarþinginu greitt atkvæði á móti fulltrúum Ástralíu eða brezku stjórnarinnar, ef þeim sýnist svo við borfa. Til slíks hafa þeir fylsta rétt. Er þetta Ijós vottur, hve lauslega samantengt stórveldið brezka er . Sízt að undra, þó sumir botni ekki upp né niður í öðru eins. Lauslega samantengt? Þannig virðist á yfirborðinu, er ekki svo? — Þegar brezka stjórnin í öndverðum ágústmánuði 1914 gerði stjórn Þýzkalands þá tvo kosti, að Iáta Belgíu hlutlausa eða eiga Englandi að mæta, þá höfðu fréttir af þessu þó eigi komist hálfa leið kring um hnöttinn áður Canada sendi skeyti til London: “Teljið mitt fylgi víst, hvað sem á gengur.” Og Ástralía og Nýja Sjáiand sögðu j>á sömuleiðis: “Fylgi okkar er reiðubúið”— og Suður-Afríka og Indland, er útbreiðendur þýzkrar “kultur” höfðu bygt svo öruggar vonir á, sendu þá einnig svo- hljóðandi skeyti: “Hvað getum við gert til að hjálpa?” Frá afskektum og áður lítt þektum stöðum veraldar bárust einnig skeyti, er öll hljóðuðu á þessa leið: “Teljið alla aðstoð vísa, er við eigum völ á, unz stríðinu linnir.” Það stórveldi, er átti að sundrast til agna við fyrsta hættumerki, sameinaðist og brauzt gegn óvinunum með margfölduðum krafti. Hví voru allar þessar þjóðir svo fúsar til hjálpar ? Hver veit það ? Enginn fær þó hrak- ið þann sannleik, að þær slógust til fylgdar og börðust — unz markmiðinu var náð. Og nú eru hinir ýmsu partar stórveldisins brezka í undirbúningi að taka. til starfa á ný á sínum fyrri verksviðum, að hlúa að sérmál- um sínum og ráða fram úr öllu eins og þeim sjálfum bezt þykir við eiga. Og umheimurinn undrast og skilur ekki.” “ - ------ Yiðaukalaun her- manna. Eins og skýrt hefir verið frá hér í blaðinu áður gaf ríkisstofan út þá fyrirskipun þann 21. síðasta mánaðar, er ákvað laun her- manna við lausn úr hernum skyldu aukin samkvæmt tilskipuðum mælikvarða. Her- þjónustu viðaukalaun þessi (War Service Gratuity) eru aðallega miðuð við tímalengd herþjónustunnar og eins er gerður greinar- munur á herþjónustu að eins í Canada og her- þjónustu erlendis. Áður höfum vér skýrt frá upphæðum þeim, er hermennirnir fá greidd- ar í ak og sem miðaðar eru við tímalengd herþjónustu þeirra. Til þess að gefa ögn frekari skýringu birtum vér nú hér með út- drátt úr ofangreindri fyrirskipun: Herþjónusta erlendis . Meðlimir lancfhersins, er verið hafa er- lendis og fengið hafa hin ákveðnu laun og þau að auki aukaborganir til heimila sinna og skyldúliðs (allowances) og sem þátttakend- I ur voru í herþjónustu (on active service), þegar vopnahlés samningarnir gengu í gildi, þann I 1. nóv. 1918, fá nú viðaukalaun sam- kvæmt eftirfylgjandi ákvæðum: Eftir þriggja ára he4)jónustu eða Iengur, 183 daga laun og aukaborgun til skylduliðs. Eftir tveggja ára herþjónustu, eða innan þriggja ára, 153 daga laun og aukaborgun til skylduliðs. Eftir eins árs he4>jónustu eða innan tveggja ára, 122 daga laun og aukaborgun til skylduliðs. Eftir herþjónustu innan eins árs, 92 daga laun og aukaborgun til skylduliðs. Enn fremur er svo ráðstafað, að í því til- felli þar upphæð 31 dags launa og aukaborg- unar til skylduliðs nær ekki $100, eða nær ekki $70 í því tilfelli, þar hermaðurinn hefir engum fyrir að sjá, þá verði í slíkum tilfellum $100 og $70 borgaðir í stað fyrverandi mán- aðarlauna og aukaborgana. Ákvæði þessi gilda líka fyrir þá hermenn, sem fengið hafa Iausn áður þau voru gefin út, ef þeir hafa verið í heijjjónustu á vígvelli eða á einhverju hersvæðinu tekið þátt í or- ustum. Annars eiga þeir ekki tilkall til launa undir hinu nýja fyrirkomulagi. Herþjónusta í Canada. Meðlrmir Canada hersins, sem ekki hafa erlendis farið, og sem voru í herþjónustu (on active service) þegar vopnahlés samningarn- ir gengu í gildi, fá nú viðaukalaun samkvæmt eftirfylgjandi ákvæðum: Eftir þriggja ára herþjónustu eða lengur, 92 daga laun og aukaborganir til skylduliðs. Eftir tveggja ára herþjónustu eða innan þriggja ára, 61 dags laun og aukaborganir til skylduliðs. Eftir eins árs herþjónustu eða innan tveggja ára, 31 dags laun og aukaborganir til skylduliðs. Eftir hérlenda herþjónustu, sem ekki nær einu ári, eru engin aukalaun borguð. Það sama gildir og hvað snertir erlenda herþjónustu, að hermenn, sem heimili hafa fyrir að sjá, fá $100 lágmarks mán. laun og aukaborganir; einhleypir menn $70. Fyrirskipun þessi ákveður engum, sem ekki hafa verið á vígvelli og voru ekki í her- þjónustu þann 1 1. nóv. síðast liðinn, hin nýju viðaukalaun. Slíkum tilfellum hefir þegar verið ráðstafað samkvæmt fyrra fyrirkomu- lagi (Post discharge pay). Sjóliðs-meðlhnir. Meðlimir sjóliðsins hlíta sömu ákvæðum og hér hafa verið fram tekin. Frekari skýringar. Viðauka launin (War Service Gratuity) verða þannig greidd, að hermaðurinn fær 31 dags laun og aukaborganir við lausn úr hem- um og afganginn í mánaðarlegum borgunum. Veiting slíkra viðaukalauna er háð vissum takmörkunum. T. d. hafi hermanni verið vikið úr bernum sökum óhlýðni eða vanhegð- unar á hann þeirra ekkert tilkall. Eins sé hermaðurinn undir læknishendi og að taka á móti fullum launum og aukaborgunum til skylduliðs frá Soldier’s Civil Re-establishment deildinni, þá verður aukalaunum hans (grat- uity) haldið þangað til hann er læknaður og hættur að taka á móti launum frá ofannefndri deild. Viðkomandi ógoldnum launum, þar her- lausnar launin öll eða eitthvað af þeim hefir þegar verið borgað undir hinu fyrra fyrir- komulagi, þá verða uppbætur samkvæmt hinni nýju fyrirskipun (sem herþjónusta er- lendis og á vígvelli gerir tilkall til) ekki borg- aðar fyr en 1. febr. 1919. Beiðni um slíkar uppbætur skal senda til þess gjaldkera, er launin voru greidd af und- ir fyrra fyrirkomulaginu; eyðublöð til slíks fást á hermála höfuðstöð hvers héraðs eða hjá gjaldkerum þessara héraða. 4—.——— --------------------——————+ Ameríka og ófriður- inn. (Þýtt í ‘Frón’ úr dönsku blaði.) Styrjaldarfræðingar þeir, sem fyrir 1914 voru að fást við bollaleggingar um áhrif fram- tíðarstríðsins á þjóðfélagið, gerðu ekki ráð fyrir jafn gífurlegum framförum í þjóðarbú- skap og þegnfélagsmálum og orðið hafa á þeim fjórum árum, sem heimsstyrjöldin hefir staðið Innan um margar réttar ályktanir hefir þeim mjög skotist annarsstaðar, og þetta sambland af réttsýni og rangsýni á við- ganginn hefir haldið áfram nú í stríðinu alt fram á síðustu tíma. Þýzku stríðsfræðing- arnir gengu á undan um fræðirannsákn styrjaldarmálsins, en hvergi hefir þeim skjátlast hrapallegar en í dómi þeirra um efnaþrótt Ameríku og hernaðarþrótt. Það er engin furða, þó að mönnum hafi einnig í hlutlausum löndum verið það óskilj- anlegt, hve afskaplega mikið Aimeríka á und- ir sér. Að vísu var mönnum kunnugt um hinn öfluga viðgang Ameríku á friðaraárun- um fyrir 1914, en Ameríka var þá efnalega háð Evrópu, og þaðan kom henni mikill vinnukraftur, þar sem innflutningurinn var. Meðan Bandaríkin voru hlutlaus, sáu menn, að iðnaður Ameríkumanna var í miklum upp- gangi, en þegar þau fóru í stríðið, varð að byrja af nýju á ráðstöfunum til að koma á skipulagi, og gagnvart því voru menn efa- blandnir. Menn höfðu sem sé ekki tækifæri til þess að fylgjast með því reglulega, með því að sambandið við Ameríku var mjög tak- markað, og svo var að sjá á fregnum þeim, er að vestan náðu, að við marga byrjunar- örðugleika væri að stríða. Atburðirnir hafa nú sjálfir skorið úr og látið allar efasemdir verða sér til skammar. Það, sem Ameríka hefir gert á J^essu eina missiri, síðan þýzku sókmrnar á vesturvíg- stöðvunum hófust, er heimsafrek, sem ekkert Iand í Norðurálfunni getur sýnt annað eins. Her er myndaður, sem hægt hefir verið að flytja til Frakklands, og sá her hefir snúið stríðshamingjunni; verzlunarflota er verið að smíða, sem gera mun Aimeríku á fáum ár- um að stærsta sæveldi heimsins, og í stjórn- málatilliti hefir Ameríka tekið forustusess meðal samherja sinna, og gerir það hana tví- mælalaust að primus inter pares. Ef spurt er um ástæðuna til þessarar ó- hemju orku, þá hlýtur svarið að verða það, að ameríska þjóðin er kjarninn úr æskulýð Norðurálfunnar, sem runninn er saman á nokkrum mannsöldrum og hefir myndað ó- viðjafnanlega heilbrigða kynslóð. Þessi unga þjóð hefir haft hið ríkasta náttúruumhverfi til þess að æfa á mátt sinn, og hefir hún með því að taka í þjónustu sína það, sem henni þótti hagnýtast af hagleik og menningu Norðurálf- unnar, lagt fram nýjan skerf, er miklu mun ráða um þróunarstefnu framtíðarinnar. Ensk heimssýni, þýzk skipulagsgáfa, frönsk rök- vísi, slavnesk hugkvæmni og norrænt frjáls- lyndi hefir verið flutt í frjósama Ameríku- mold og náð að blómgast þar dásamlega. Viðfangsefnum þeim, sem við hér í Norð- | urálfunni tökum okkur hikandi fyrir hendur, til þess að banda frá okkur tortímingu þeirri, sem vofir yfir ófriðarlöndunum, virðist Ame- ríka ráða leikandi létt fram úr. Einum vilja er skipulagi komið á þjóðfélagið til herþjón- ustu, veltufé skamtað, einstakra manna starf- semi breytt í ríkisstarfsemi, verðlag ákveðið, skattakerfum komið á, svo sem væri það sjálfsagðir hlutir. Árangur sá, sem þegar er orðinn, hefir víst komið Ameríkumönnum sjálfum á óvart. Þeir geta sagt eins og Cæs- ar: Veni, vidi, vici. Hvorki haf né fjar- lægð hefir megnað að stöðva þá á sigur- brautinni. SEGIST EIGA ÞEIM LlF SÍH AÐ ÞAKKA Með undrun horfir Evrópa á aðfarir Ameríku. Verður gamla heiminum láð það, að hann hefir ekki alt af getað skilið hið nýja, sem var í framþróun ? Skyldi þurfa nokkra löggjöf til þess að hleypa þessari brunandi æsku að? Það, sem við sjáum á þessum ár- um, þegar Ameríka kemur fram í fyrsta skifti á heimsleiksviði Norð- urálfunnar, boðar kynlega atburði á komandi árum. Við alla þá skuid, er vesturríkin stofna, sem í ófrið eiga, bætist þakkarskuld til Ameríku, og ef Ameríku skyldi nú takast að flýta fyrir því, að þessari skaðvænu styrjöld linni, þá mun- um við allir telja okkur skuldu- nauta þeirrar þjóðar, er leysir þann gordionshnút. -------o------- Frá Norður Dakota. Ríkisþing sett.—Townley á Gand- reiíS. Reiðskjóti: Meiri hluti þings. ÁreitSi: Loforð og Trú- gimL Stefnan: NoríSur og NiíSur. Þingið var sett fyrri part mán- aSarina. Grundvallarlaga breyt- inigar þaer, tíu talsins, sem greitt var atkvæði um við kosningamar í baust sem leiS, allar viSteknar. Helmingur þeirra aS minsta kosti bemt á móti grundvallarlög- um ríkisins, sem þingmenn allir eru eiSsvamir aS fylgja. En hæsti- réttur ríkisins, sem eins og þingiS er á bandi Non-Partisan League og Townleys, formanns hennar, aetiar aS srmeygja þeim í gegn um einbverja rifu, sem Attomey- General ríkisms hefir fundiS á grundvallarlögunum og bent á. MeS þeim breytingum, er lántöku- beimildar takmark ríkisins afnum- iS. Ríkinu heimilaS aS starf- rækja hverskonar iSnaS sem or. Einskatts fyrirkomulag ákveSiS og seinast en ekki sízt er s^o vel gengiS frá öllum Knútum, aS þó grundvallarlögin aS nafninu heim- ili fólkinu rétt til aS afturkalla lög sem þmgiS gerir, þá er aSferSin svo flókin, aS þaS er ómögulegt aS koma því í framkvæmd, meS lpg. sem ríkisstjóra og meiri hluta þings er ant um aS halda til streitu. Þau lög verSa aS' sitja ó- breytt fram aS næsta þingi, bvem- ig sem veltur. Nokkur 'frumvörp hafa veriS MaSur í New Brunswick gefor Dodd’s Kidney Pills meSmæli Eftir margra ára veikindi, segic Mr. George Rabits a5 Dodd’s feidney Pills hafi hjálpað sér. Upper Rexton, Kent Co., N.B., 2 7. jan. (Special). — “Eg veát, aS befSi þaS ekki veriS fyrir Dodd’s Kidney Pills, þá væri eg dauSur.” Þessi staShaefing er gjörS í al1n einlægni af Mr. George Rabits. “Eg bafSi krampa í taugunum. og þá eg vann allan daginn, vissi eg varla hvemig eg ætti aS geta sezt niSur aS kveldi. “Eg gat aS eins sofiS stutta stund í emu, og var stöSugt ónáfi- aSur af vondum draumum. “Eg var máttlítill og óstyrkur í taugum, og hafSi þungan, þreyt- andi verk yfir mjóhTygginn. Sí- feldir flekkir báru fyrir augu mér og mig svimaSi oft. “Eg reyndi læicna, en þeir gátu ekki veitt mér varanlegan bata, og svo fór eg aS reyna Dodd’s Kidl- ney Pills. Eg er nú búinn úr utn tuttugu öskjum, og er nærri alveg læknaSur. Eg álít, aS þetta sé þaS bezta meSall, sem fáanfegt er, og konan mín er a'lveg á sam!a máli, eftir aS hafa reynt 'þaS. Hún segist aldrei skuli vera án Dodd’s Kidney Pills.” Sjúkdómur Mr. Rabids stafaSi allur frá nýrunum. Etf þér pjáist á nok'kuS Iikan hátt, þá rejrniS Dodd’s Kidney Pílls eSa spjrrjiS nágranna ySar um þær.—Dodd’s Kidney Pílls, 50c. askja, sex öskj- ur fyrir $2.50, hjá öllum lyfsölum eSa ftá Dodds Medicine Go,- Ltd., Toronto, Ont. lögS fram, sem sýna, aS þessi fyr- töldu breytingaratriSi verSi not- uS á þessu þingi. Eitt er um stofnun ríkisbanka meS $60,000,- 000 höfuSstól, AnnaS um viS- töku einskatts fyrirkomulagsins og srvo má búast viS aS hvaS reki annaS. MeS einskatts aSferSmni verSa allir skattar IagSir á lönd, en um- bætur og lausafé skattfrítt. Þtar af leiSandi kemur aSal skatta- byrSin á bændur, sem fyrir þess- um samtökum hafa staSiS í Vort um gull og græna skóga. J. H. NÝ SAGA — Æfintýri Jeff* Clayton eSa RauSa DrekamerkiS, nú fulIprentuS og til sölu á skrif- stofu Heimskringlu. Kostar 35c. send póstfritt . / Guðmundur Jónsson. PRENTARI 15. ágúst 1884—4. des. 1918. Vér höfum öll vorið og þýðvindinn þráð, er þjakaði langdreginn vetur, og langað vér fengjum þeim landkostum náð, þars Ijómaði sumarið betur í umhverfi voru og hamingju hag, svo hlytum vér bjartari farsældar dag. Og leiðin til himna þeim lífsins er fró, sem ljósinu eilífa trúa: Frá haustmyrkri grafar og helþöglri ró að hásæti vorlífsins snúa, og verða þar allur, sem að eins varð brot, úr óskunum hérna, við vinnumanns þrot. Þar verður ei, Guðmu. dur, lágt undir loft í ljósheima kirkjunni þinni. Og þreytan og fölvinn, sem þjarmaði oft \ þeim þrótt, er bjó ríkast í sinni, í kumlinu sefur, en sólskinið glæst í svip skín frá óskum, er loks hafa ræzt. Þú sagðir við ástvin, er syrgir þig nú: “Við sjáumst á bjartari ströndum”. — Svo velfarinn héðan í trausti og trú, sem tengdi þig eilífðar löndum. Þitt sifjalið þakkar öll samferða spor. — 1 sorginni býður þér: Gleðilegt vor! Þ. Þ. Þ.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.